Spilling er skiljanleg Jón Þór Ólafsson skrifar 1. október 2016 07:00 Velmegun Norðurlanda var aðalumfjöllun tímaritsins The Economist skömmu fyrir síðustu kosningar. Þar sagði að tvennt þurfi til að hægt sé að byggja norrænt velferðarsamfélag sem verndar samkeppni á markaði. 1. Að uppræta spillingu og sérhagsmuni. 2. Að sleppa hægri/vinstri fókusnum til að sjá góðar lausnir hvar sem þær finnast. Stjórnmálafókusinn veltur á menningu flokka, en spillingin er falin í leikreglum stjórnmálanna. Þeim er breytt með lögum. Spilling er skiljanleg því að stjórnmálaflokkar sem notað hafa almannavald í þágu sérhagsmuna – sem er skilgreiningin á pólitískri spillingu – hafa í staðinn fengið aðstoð við atkvæðaveiðar og orðið ofan á. Stjórnmálaflokkar hafa alltaf sótt stuðning til ólíkra hópa með ólíka hagsmuni. Þeir hafa keypt þann stuðning með því að setja sérhagsmuni mikilvægustu hópa sinna í forgang. Og hvaða sérhagsmuni stjórnmál hér á landi hafa sett í forgang er ljóst.Sérhagsmunir eru ofan á l Markaðsráðandi fyrirtæki misnota aðstöðu sína gegn smærri fyrirtækjum og stunda verðsamráð gegn neytendum. Smærri fyrirtækin eiga á hættu að verða gjaldþrota áður en brot gegn þeim eru stöðvuð og neytendur borga sekt lögbrjótanna með hærra vöruverði. Yfirstjórnendur fá launahækkanir upp á marga tugi prósenta ofan á þegar há laun sem réttlætt eru með mikilli ábyrgð. Flest annað launafólk fær hækkun upp á nokkur prósent og verkföll þeirra eru ítrekað stöðvuð með lögum. Stórútgerðir fá kvóta á verði sem stjórnmálamenn ákveða og hafa lækkað mikið síðustu ár. Nýliðar kaupa kvóta af stærri útgerðum á fullu markaðsverði en landsmenn fá ekki markaðsverð fyrir nýtungu á auðlindum sem þeir eiga. Álfyrirtækin fá rafmagn á lágu verði sem haldið hefur verið leyndu og koma sér undan tekjuskatti með bókhaldsbrellu sem önnur ríki hafa bannað. Heimilin og smærri aðilar borga hærra verð og hærri skatta. Eigendur aflandsfélaga eru ekki undir virku eftirliti skattrannsókna og komast hjá því að greiða fullan skatt á Íslandi. Flestir aðrir eru undir vel skipulögðu skattaeftirliti og greiða fulla skatta til að borga fyrir þjónustuna sem allir sækja til ríkis og sveitarfélaga.Spilling er sóun Spilling, eins og skattar, hefur neikvæð áhrif á verðmætasköpun. Skattar eru nauðsynlegir fyrir samtryggingu norræns velferðarsamfélags sem verndar samkeppni á markaði, eins og mikill meirihluti landsmanna vill. Spilling er hins vegar aðeins nauðsynleg fyrir áframhaldandi samtryggingu stjórnmálamanna og sérhagsmunaaðila. Skattar geta skilað velmegun fyrir alla. Spilling getur bara skilað velmegun fyrir mjög fáa, og þá á kostnað okkar allra. Mikið er til af alþjóðlega viðurkenndum og sannreyndum lausnum til að minnka spillingu. Með aðild að samningi Sameinuðu þjóðanna gegn spillingu samþykkti Alþingi fyrir 6 árum að slíkar lausnir skyldi setja í lög. Starfsfólk Sameinuðu þjóðanna vill aðstoða okkur. Það eina sem vantar eru kjörnir fulltrúar sem hafa pólitíska getu til að minnka sérhagsmunagæslu stjórnmálanna. Til þess þurfa þeir að vera óháðir sérhagsmunum. Ef þú vilt að leikreglur stjórnmálanna tryggi minni sérhagsmunagæslu. Ef þú vilt að leikreglur markaðarins tryggi virka samkeppni. Ef þú vilt öflugar varnir gegn spillingu leiddar í lög sem fyrst. Göngum þá í málið.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Þór Ólafsson Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Sjá meira
Velmegun Norðurlanda var aðalumfjöllun tímaritsins The Economist skömmu fyrir síðustu kosningar. Þar sagði að tvennt þurfi til að hægt sé að byggja norrænt velferðarsamfélag sem verndar samkeppni á markaði. 1. Að uppræta spillingu og sérhagsmuni. 2. Að sleppa hægri/vinstri fókusnum til að sjá góðar lausnir hvar sem þær finnast. Stjórnmálafókusinn veltur á menningu flokka, en spillingin er falin í leikreglum stjórnmálanna. Þeim er breytt með lögum. Spilling er skiljanleg því að stjórnmálaflokkar sem notað hafa almannavald í þágu sérhagsmuna – sem er skilgreiningin á pólitískri spillingu – hafa í staðinn fengið aðstoð við atkvæðaveiðar og orðið ofan á. Stjórnmálaflokkar hafa alltaf sótt stuðning til ólíkra hópa með ólíka hagsmuni. Þeir hafa keypt þann stuðning með því að setja sérhagsmuni mikilvægustu hópa sinna í forgang. Og hvaða sérhagsmuni stjórnmál hér á landi hafa sett í forgang er ljóst.Sérhagsmunir eru ofan á l Markaðsráðandi fyrirtæki misnota aðstöðu sína gegn smærri fyrirtækjum og stunda verðsamráð gegn neytendum. Smærri fyrirtækin eiga á hættu að verða gjaldþrota áður en brot gegn þeim eru stöðvuð og neytendur borga sekt lögbrjótanna með hærra vöruverði. Yfirstjórnendur fá launahækkanir upp á marga tugi prósenta ofan á þegar há laun sem réttlætt eru með mikilli ábyrgð. Flest annað launafólk fær hækkun upp á nokkur prósent og verkföll þeirra eru ítrekað stöðvuð með lögum. Stórútgerðir fá kvóta á verði sem stjórnmálamenn ákveða og hafa lækkað mikið síðustu ár. Nýliðar kaupa kvóta af stærri útgerðum á fullu markaðsverði en landsmenn fá ekki markaðsverð fyrir nýtungu á auðlindum sem þeir eiga. Álfyrirtækin fá rafmagn á lágu verði sem haldið hefur verið leyndu og koma sér undan tekjuskatti með bókhaldsbrellu sem önnur ríki hafa bannað. Heimilin og smærri aðilar borga hærra verð og hærri skatta. Eigendur aflandsfélaga eru ekki undir virku eftirliti skattrannsókna og komast hjá því að greiða fullan skatt á Íslandi. Flestir aðrir eru undir vel skipulögðu skattaeftirliti og greiða fulla skatta til að borga fyrir þjónustuna sem allir sækja til ríkis og sveitarfélaga.Spilling er sóun Spilling, eins og skattar, hefur neikvæð áhrif á verðmætasköpun. Skattar eru nauðsynlegir fyrir samtryggingu norræns velferðarsamfélags sem verndar samkeppni á markaði, eins og mikill meirihluti landsmanna vill. Spilling er hins vegar aðeins nauðsynleg fyrir áframhaldandi samtryggingu stjórnmálamanna og sérhagsmunaaðila. Skattar geta skilað velmegun fyrir alla. Spilling getur bara skilað velmegun fyrir mjög fáa, og þá á kostnað okkar allra. Mikið er til af alþjóðlega viðurkenndum og sannreyndum lausnum til að minnka spillingu. Með aðild að samningi Sameinuðu þjóðanna gegn spillingu samþykkti Alþingi fyrir 6 árum að slíkar lausnir skyldi setja í lög. Starfsfólk Sameinuðu þjóðanna vill aðstoða okkur. Það eina sem vantar eru kjörnir fulltrúar sem hafa pólitíska getu til að minnka sérhagsmunagæslu stjórnmálanna. Til þess þurfa þeir að vera óháðir sérhagsmunum. Ef þú vilt að leikreglur stjórnmálanna tryggi minni sérhagsmunagæslu. Ef þú vilt að leikreglur markaðarins tryggi virka samkeppni. Ef þú vilt öflugar varnir gegn spillingu leiddar í lög sem fyrst. Göngum þá í málið.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun