Kylfan og frelsið Stefán Pálsson skrifar 2. október 2016 10:00 Íþróttir skiptu verulegu máli fyrir sjálfsmynd Indverja og þjóðernisvakningu á fyrri hluta tuttugustu aldar. Þar var þáttur hokkííþróttarinnar einna mestur. Frelsisbarátta og sjálfstæði Indlands eru meðal mikilvægustu atburða tuttugustu aldar. Bretar höfðu skilgreint Indland sem krúnudjásn sitt og reyndu eftir besta mætti að standa gegn sjálfstæðishreyfingunni, en styrkur hennar reyndist of mikill auk þess sem kostnaðarsöm þátttaka Bretlands í síðari heimsstyrjöldinni gerði að lokum ómögulegt að halda heimsveldinu saman. Lengi vel vanmátu bresk stjórnvöld indversku sjálfstæðishreyfinguna. Fræg eru ummæli Winstons Churchill um að Mahatma Gandhi væri „hálfnakinn fakír“ og við annað tilefni sagðist hann óska þess að Gandhi væri bundinn niður á torgi úti í Delí og troðinn til bana af breska landstjóranum á fílsbaki. Vanmat Breta á Gandhi og hreyfingu hans byggðist annars vegar á rasisma, þar sem Evrópumennirnir trúðu því einfaldlega ekki að Indverjar, sem þeir töldu sér óæðri kynstofn, væru færir um að taka stjórn sinna mála í eigin hendur. Hins vegar efuðust þeir um að nokkur leið væri að sameina hinar ólíku þjóðir Indlandsskaga undir einum hatti, enda höfðu þeir sjálfir leikið þann leik að deila og drottna með því að tefla saman ótal smákóngum og furstum í landinu. Það var heldur ekki sjálfgefið að takast mætti að skapa þjóðerniskennd meðal Indverja. Þar þurfti fleira að koma til en málsnilld og stjórnmálakænska leiðtogans Gandhis. Tungumál og trúarbrögð, sem í mörgum öðrum samfélögum urðu grunnstoðir þjóðríkja, komu að takmörkuðu gagni á Indlandi. Þess í stað varð að leita annað eftir sameiningartáknum, meðal annars til rithöfunda og í íþróttirnar. Fæstir tengja Indverja sérstaklega við íþróttaafrek. Ef horft er til höfðatölunnar er árangur landsins á íþróttasviðinu herfilegur. Þar skekkir þó nokkuð myndina að langvinsælasta íþróttagreinin og sú sem Indverjar eru sigursælastir í, krikketið, vekur takmarkaða athygli utan Bretlands og nokkurra fyrrum nýlendna þess. Íþróttir skiptu þó verulegu máli fyrir sjálfsmynd Indverja og þjóðernisvakningu á fyrri hluta tuttugustu aldar. Þar var þáttur hokkííþróttarinnar einna mestur.Djúpar rætur Hokkí eða kylfuknattleikur er íþrótt sem á sér ævafornar rætur. Knattleikir hafa fylgt mannkyninu allt frá grárri forneskju og virðist sem fornþjóðum hafi verið tamara að slá knetti með greinum eða kylfum en að sparka þeim með fótunum. Kylfuknattleikur var hvort sem er leikinn á grasi eða ís og þekkja flestir Íslendingar frásögn Egilssögu af blóðidrifinni ísknattleikskeppni Egils Skallagrímssonar og félaga. Líkt og gildir um svo margar aðrar íþróttir, kom það í hlut breskra drengjaskóla að staðla og formfesta hokkííþróttina í svipaðri mynd og við þekkjum hana í dag. Um miðja nítjándu öld var búið að setja greininni reglur og útbreiðsla hennar hafin með breskum hermönnum. Um 1885 var hokkííþróttin komin til Indlands og naut þegar vinsælda, bæði meðal herraþjóðarinnar og innfæddra. Öfugt við knattspyrnu og rúbbí gekk hokkí illa að fanga athygli annarra en Breta sjálfra, nokkurra nýlendna og íbúa Niðurlanda, sem sjálfir áttu langa hefð af einhvers konar kylfuknattleikjum. Fyrsta skiptið sem reynt var að keppa í hokkí á Ólympíuleikum var í Lundúnum árið 1908. Þar voru keppnisliðinu fjögur: enskt, skoskt, írskt og eitt frá Wales, sem öll léku þó undir breskum fána. Ekki tókst mikið betur til tólf árum síðar þegar greinin var endurvakin á leikunum í Antwerpen árið 1920. Aftur mættu fjögur lið til leiks og höfðu Bretar algjöra yfirburði. Engin hokkíkeppni var í boði á Parísarleikunum 1924, enda höfðu Frakkar hvorki áhuga né skilning á þessari skringilegu bresku knattíþrótt. Ákvörðun Ólympíunefndarinnar varð hokkímönnum mikil vonbrigði og leiddi til þess að stofnað var alþjóðasamband til að þrýsta á um að greinin kæmist aftur á dagskrá. Það tókst fjórum árum síðar á leikunum í Amsterdam, enda hokkí vinsælt meðal Hollendinga. Nokkrar þjóðir skráðu sig til leiks, allar frá Vestur- og Mið-Evrópu nema ein: Indverjar.Óskrifað blað Indland hafði vegna fjarlægðar sinnar lítið haft af öðrum hokkíiðkendum að segja. Árið 1926 hafði indverskt úrvalslið þó farið í keppnisferð til Nýja-Sjálands og reyndist það mikil frægðarför. Frá Nýja-Sjálandi bárust þær fregnir til Bretlands og þaðan til meginlands Evrópu að á Indlandi mætti finna afburða hokkímenn. Vöktu frásagnirnar af hinu goðsagnakennda indverska landsliði nokkra athygli í hokkíheiminum. Fullir sjálfstrausts eftir Eyjaálfufrægðarförina stofnuðu Indverjar hokkísamband árið 1927 og skráðu sig til keppni á Ólympíuleikunum árið eftir. Reyndist mikill barningur að fjármagna þetta langa ferðalag og ekki bætti úr skák að skömmu fyrir brottför var settur á æfingaleikur við indverskt félagslið. Landsliðinu tókst að tapa leiknum og töldu þá flestir ólíklegt að það sækti gull í greipar Evrópumanna. Munu ekki nema þrír hafa mætt á hafnarbakkann til að kveðja landsliðshópinn þegar hann steig á skipsfjöl. Eftir 20 daga siglingu komst hópurinn til Bretlands. Skipulagðir voru æfingarleikir við ensk og skosk úrvalslið, en formlegir landsleikir komu ekki til álita þar sem Bretar gátu ekki fellt sig við tilhugsunina um fullgilt indverskt landslið. Úrvalsliðin voru raunar með fjölmarga landsliðsmenn innanborðs og reyndust engin fyrirstaða fyrir Asíumennina knáu. Samstundis bárust fréttir yfir Ermarsundið um að indverska liðið væri ógnarsterkt. Snemma komst sú saga á kreik að bresk íþróttayfirvöld hafi hætt við að senda hokkílið til keppni á Ólympíuleikunum þegar þau áttuðu sig á styrk Indverjanna, til að eiga ekki á hættu að bíða hraksmánarlegan ósigur fyrir nýlendubúum. Sú tilgáta er skemmtileg en ósennileg. Ákvörðun um þátttöku á Ólympíuleikunum hefði legið fyrir löngu áður en til heimsóknar indverska hokkíliðsins kom og vandséð að hægt hefði verið að draga hana til baka í kyrrþey. Líklegri skýring á fjarveru Breta var sú að hokkííþróttin var iðkuð á vegum sérsambanda einstakra landa innan Stóra-Bretlands líkt og knattspyrnan. Ekki var því um sameiginlegt breskt landslið að ræða, en á Ólympíuleikum keppa þjóðir Bretlands saman undir einum fána sem kunnugt er. Þá áttu Bretar bágt með að líta á grannþjóðir sínar á meginlandinu sem jafnoka á íþróttasviðinu, stóðu ýmist innan eða utan Alþjóðaknattspyrnusambandsins og voru ekki meðal stofnenda hokkísambandsins.Óslitin sigurganga Keppnin í Amsterdam reyndist rósum stráð fyrir indverska liðið. Það vann leikina sína þrjá í riðlakeppninni samtals með 26 mörkum gegn engu og úrslitaleiknum gegn heimamönnum lauk 3:0. Hollensku áhorfendurnir létu sér þó vel líka og klöppuðu brúnleitu töframönnunum lof í lófa. Fyrsta Ólympíugull Indverja var staðreynd. Í Los Angeles fjórum árum síðar var sigur Indlands hreint formsatriði. Reyndar mistókst markverðinum að halda hreinu á þeim leikum. Hann fékk tvö mörk á sig, annað þar sem hann var upptekinn við að gefa aðdáendum eiginhandaráritanir í miðjum kappleik! Á Berlínarleikunum 1936 reis frægðarsól indverska hokkíliðsins enn hærra. 40 þúsund áhorfendur, þar á meðal margir af æðstu leiðtogum Nasistaflokksins, horfðu á 8:1 sigur Indlands á Þýskalandi í úrslitarimmunni. Sú saga hefur ratað inn í margar sögubækur að Adolf Hitler hafi heillast svo af leik Indverjanna að hann hafi boðið fyrirliðanum Dhyan Chand, að gerast yfirmaður í þýska hernum og keppa fyrir hönd Þýskalands. Þótt sagan sé ágæt er hún líklega uppspuni eins og ýmsar aðrar frásagnir af atferli Hitlers á Ólympíuleikunum.Sætasti sigurinn Ólympíusigrarnir gerðu landsliðsmennina vitaskuld að þjóðhetjum á Indlandi. Mikilvægi afrekanna lá ekki hvað síst í því að sýna að Indverjar gætu mætt gömlu evrópsku nýlenduþjóðunum á jafnréttisgrundvelli og unnið afgerandi sigur. Hokkífár greip um sig í landinu og upp spratt fjöldi liða og keppnisvalla. Þegar Ólympíuleikarnir 1948 voru haldnir í Lundúnum var ljóst að hokkímenn Bretlandseyja gætu ekki lengur komið sér hjá því að keppa við Indverja, sem í fyrsta sinn komu fram sem fulltrúar sjálfstæðs ríkis. Bretland og Indland mættust í leiknum um gullverðlaunin, þar sem hinir síðarnefndu unnu 4:0. Er þessi sigur líklega sá sætasti í gjörvallri hokkísögu Indverja. Reyndar mátti litlu muna að ekkert yrði úr hinu langþráða uppgjöri Breta og Indverja, því breska liðið var nærri fallið úr leik í undanúrslitum. Andstæðingarnir þar voru glænýtt landslið Pakistans sem til varð árið áður við klofning hins nýfrjálsa indverska ríkis. Hokkííþróttin átti eftir að gegna sama hlutverki fyrir Pakistan við uppbyggingu þjóðarstolts og -vitundar og hjá Indverjum 20 árum fyrr. Indland og Pakistan báru höfuð og herðar yfir önnur hokkílönd næstu árin. Indverjar urðu Ólympíumeistarar 1952, 1956 og 1964 en Pakistanar árin 1960 og 1968. Sigurgöngu Suður-Asíuríkjanna lauk ekki fyrr en á Ólympíueikunum í München 1972 þegar heimamenn Vestur-Þjóðverja höfðu betur gegn Pakistönum í úrslitaleik. Þurfti þar raunar hressilegan dómaraskandal til, þar sem belgískur dómari leiksins stóð sig svo illa að leikmenn Pakistans gripu til þess ráðs að hella yfir hann nokkrum fötum af ísköldu vatni í leikslok. Á áttunda áratugnum fór hins vegar hratt að halla undan fæti hjá grannþjóðunum á hokkísviðinu. Evrópumiðað heimssambandið breytti reglum á þann hátt að keppa skyldi á gervigrasi, þótt slíka velli sé vart að finna í Indlandi og Pakistan. Frægð og gróðavon krikketsins hefur sömuleiðis orðið til að veikja hokkíið sem eftirlætisgrein ungmenna. Indland og Pakistan eru í dag nokkuð frá því að slást um gull á ÓL eða HM, en eftir stendur minningin um mikilvægustu íþróttina fyrir stjórnmálasögu beggja ríkja. Menning Saga til næsta bæjar Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið Sjá meira
Frelsisbarátta og sjálfstæði Indlands eru meðal mikilvægustu atburða tuttugustu aldar. Bretar höfðu skilgreint Indland sem krúnudjásn sitt og reyndu eftir besta mætti að standa gegn sjálfstæðishreyfingunni, en styrkur hennar reyndist of mikill auk þess sem kostnaðarsöm þátttaka Bretlands í síðari heimsstyrjöldinni gerði að lokum ómögulegt að halda heimsveldinu saman. Lengi vel vanmátu bresk stjórnvöld indversku sjálfstæðishreyfinguna. Fræg eru ummæli Winstons Churchill um að Mahatma Gandhi væri „hálfnakinn fakír“ og við annað tilefni sagðist hann óska þess að Gandhi væri bundinn niður á torgi úti í Delí og troðinn til bana af breska landstjóranum á fílsbaki. Vanmat Breta á Gandhi og hreyfingu hans byggðist annars vegar á rasisma, þar sem Evrópumennirnir trúðu því einfaldlega ekki að Indverjar, sem þeir töldu sér óæðri kynstofn, væru færir um að taka stjórn sinna mála í eigin hendur. Hins vegar efuðust þeir um að nokkur leið væri að sameina hinar ólíku þjóðir Indlandsskaga undir einum hatti, enda höfðu þeir sjálfir leikið þann leik að deila og drottna með því að tefla saman ótal smákóngum og furstum í landinu. Það var heldur ekki sjálfgefið að takast mætti að skapa þjóðerniskennd meðal Indverja. Þar þurfti fleira að koma til en málsnilld og stjórnmálakænska leiðtogans Gandhis. Tungumál og trúarbrögð, sem í mörgum öðrum samfélögum urðu grunnstoðir þjóðríkja, komu að takmörkuðu gagni á Indlandi. Þess í stað varð að leita annað eftir sameiningartáknum, meðal annars til rithöfunda og í íþróttirnar. Fæstir tengja Indverja sérstaklega við íþróttaafrek. Ef horft er til höfðatölunnar er árangur landsins á íþróttasviðinu herfilegur. Þar skekkir þó nokkuð myndina að langvinsælasta íþróttagreinin og sú sem Indverjar eru sigursælastir í, krikketið, vekur takmarkaða athygli utan Bretlands og nokkurra fyrrum nýlendna þess. Íþróttir skiptu þó verulegu máli fyrir sjálfsmynd Indverja og þjóðernisvakningu á fyrri hluta tuttugustu aldar. Þar var þáttur hokkííþróttarinnar einna mestur.Djúpar rætur Hokkí eða kylfuknattleikur er íþrótt sem á sér ævafornar rætur. Knattleikir hafa fylgt mannkyninu allt frá grárri forneskju og virðist sem fornþjóðum hafi verið tamara að slá knetti með greinum eða kylfum en að sparka þeim með fótunum. Kylfuknattleikur var hvort sem er leikinn á grasi eða ís og þekkja flestir Íslendingar frásögn Egilssögu af blóðidrifinni ísknattleikskeppni Egils Skallagrímssonar og félaga. Líkt og gildir um svo margar aðrar íþróttir, kom það í hlut breskra drengjaskóla að staðla og formfesta hokkííþróttina í svipaðri mynd og við þekkjum hana í dag. Um miðja nítjándu öld var búið að setja greininni reglur og útbreiðsla hennar hafin með breskum hermönnum. Um 1885 var hokkííþróttin komin til Indlands og naut þegar vinsælda, bæði meðal herraþjóðarinnar og innfæddra. Öfugt við knattspyrnu og rúbbí gekk hokkí illa að fanga athygli annarra en Breta sjálfra, nokkurra nýlendna og íbúa Niðurlanda, sem sjálfir áttu langa hefð af einhvers konar kylfuknattleikjum. Fyrsta skiptið sem reynt var að keppa í hokkí á Ólympíuleikum var í Lundúnum árið 1908. Þar voru keppnisliðinu fjögur: enskt, skoskt, írskt og eitt frá Wales, sem öll léku þó undir breskum fána. Ekki tókst mikið betur til tólf árum síðar þegar greinin var endurvakin á leikunum í Antwerpen árið 1920. Aftur mættu fjögur lið til leiks og höfðu Bretar algjöra yfirburði. Engin hokkíkeppni var í boði á Parísarleikunum 1924, enda höfðu Frakkar hvorki áhuga né skilning á þessari skringilegu bresku knattíþrótt. Ákvörðun Ólympíunefndarinnar varð hokkímönnum mikil vonbrigði og leiddi til þess að stofnað var alþjóðasamband til að þrýsta á um að greinin kæmist aftur á dagskrá. Það tókst fjórum árum síðar á leikunum í Amsterdam, enda hokkí vinsælt meðal Hollendinga. Nokkrar þjóðir skráðu sig til leiks, allar frá Vestur- og Mið-Evrópu nema ein: Indverjar.Óskrifað blað Indland hafði vegna fjarlægðar sinnar lítið haft af öðrum hokkíiðkendum að segja. Árið 1926 hafði indverskt úrvalslið þó farið í keppnisferð til Nýja-Sjálands og reyndist það mikil frægðarför. Frá Nýja-Sjálandi bárust þær fregnir til Bretlands og þaðan til meginlands Evrópu að á Indlandi mætti finna afburða hokkímenn. Vöktu frásagnirnar af hinu goðsagnakennda indverska landsliði nokkra athygli í hokkíheiminum. Fullir sjálfstrausts eftir Eyjaálfufrægðarförina stofnuðu Indverjar hokkísamband árið 1927 og skráðu sig til keppni á Ólympíuleikunum árið eftir. Reyndist mikill barningur að fjármagna þetta langa ferðalag og ekki bætti úr skák að skömmu fyrir brottför var settur á æfingaleikur við indverskt félagslið. Landsliðinu tókst að tapa leiknum og töldu þá flestir ólíklegt að það sækti gull í greipar Evrópumanna. Munu ekki nema þrír hafa mætt á hafnarbakkann til að kveðja landsliðshópinn þegar hann steig á skipsfjöl. Eftir 20 daga siglingu komst hópurinn til Bretlands. Skipulagðir voru æfingarleikir við ensk og skosk úrvalslið, en formlegir landsleikir komu ekki til álita þar sem Bretar gátu ekki fellt sig við tilhugsunina um fullgilt indverskt landslið. Úrvalsliðin voru raunar með fjölmarga landsliðsmenn innanborðs og reyndust engin fyrirstaða fyrir Asíumennina knáu. Samstundis bárust fréttir yfir Ermarsundið um að indverska liðið væri ógnarsterkt. Snemma komst sú saga á kreik að bresk íþróttayfirvöld hafi hætt við að senda hokkílið til keppni á Ólympíuleikunum þegar þau áttuðu sig á styrk Indverjanna, til að eiga ekki á hættu að bíða hraksmánarlegan ósigur fyrir nýlendubúum. Sú tilgáta er skemmtileg en ósennileg. Ákvörðun um þátttöku á Ólympíuleikunum hefði legið fyrir löngu áður en til heimsóknar indverska hokkíliðsins kom og vandséð að hægt hefði verið að draga hana til baka í kyrrþey. Líklegri skýring á fjarveru Breta var sú að hokkííþróttin var iðkuð á vegum sérsambanda einstakra landa innan Stóra-Bretlands líkt og knattspyrnan. Ekki var því um sameiginlegt breskt landslið að ræða, en á Ólympíuleikum keppa þjóðir Bretlands saman undir einum fána sem kunnugt er. Þá áttu Bretar bágt með að líta á grannþjóðir sínar á meginlandinu sem jafnoka á íþróttasviðinu, stóðu ýmist innan eða utan Alþjóðaknattspyrnusambandsins og voru ekki meðal stofnenda hokkísambandsins.Óslitin sigurganga Keppnin í Amsterdam reyndist rósum stráð fyrir indverska liðið. Það vann leikina sína þrjá í riðlakeppninni samtals með 26 mörkum gegn engu og úrslitaleiknum gegn heimamönnum lauk 3:0. Hollensku áhorfendurnir létu sér þó vel líka og klöppuðu brúnleitu töframönnunum lof í lófa. Fyrsta Ólympíugull Indverja var staðreynd. Í Los Angeles fjórum árum síðar var sigur Indlands hreint formsatriði. Reyndar mistókst markverðinum að halda hreinu á þeim leikum. Hann fékk tvö mörk á sig, annað þar sem hann var upptekinn við að gefa aðdáendum eiginhandaráritanir í miðjum kappleik! Á Berlínarleikunum 1936 reis frægðarsól indverska hokkíliðsins enn hærra. 40 þúsund áhorfendur, þar á meðal margir af æðstu leiðtogum Nasistaflokksins, horfðu á 8:1 sigur Indlands á Þýskalandi í úrslitarimmunni. Sú saga hefur ratað inn í margar sögubækur að Adolf Hitler hafi heillast svo af leik Indverjanna að hann hafi boðið fyrirliðanum Dhyan Chand, að gerast yfirmaður í þýska hernum og keppa fyrir hönd Þýskalands. Þótt sagan sé ágæt er hún líklega uppspuni eins og ýmsar aðrar frásagnir af atferli Hitlers á Ólympíuleikunum.Sætasti sigurinn Ólympíusigrarnir gerðu landsliðsmennina vitaskuld að þjóðhetjum á Indlandi. Mikilvægi afrekanna lá ekki hvað síst í því að sýna að Indverjar gætu mætt gömlu evrópsku nýlenduþjóðunum á jafnréttisgrundvelli og unnið afgerandi sigur. Hokkífár greip um sig í landinu og upp spratt fjöldi liða og keppnisvalla. Þegar Ólympíuleikarnir 1948 voru haldnir í Lundúnum var ljóst að hokkímenn Bretlandseyja gætu ekki lengur komið sér hjá því að keppa við Indverja, sem í fyrsta sinn komu fram sem fulltrúar sjálfstæðs ríkis. Bretland og Indland mættust í leiknum um gullverðlaunin, þar sem hinir síðarnefndu unnu 4:0. Er þessi sigur líklega sá sætasti í gjörvallri hokkísögu Indverja. Reyndar mátti litlu muna að ekkert yrði úr hinu langþráða uppgjöri Breta og Indverja, því breska liðið var nærri fallið úr leik í undanúrslitum. Andstæðingarnir þar voru glænýtt landslið Pakistans sem til varð árið áður við klofning hins nýfrjálsa indverska ríkis. Hokkííþróttin átti eftir að gegna sama hlutverki fyrir Pakistan við uppbyggingu þjóðarstolts og -vitundar og hjá Indverjum 20 árum fyrr. Indland og Pakistan báru höfuð og herðar yfir önnur hokkílönd næstu árin. Indverjar urðu Ólympíumeistarar 1952, 1956 og 1964 en Pakistanar árin 1960 og 1968. Sigurgöngu Suður-Asíuríkjanna lauk ekki fyrr en á Ólympíueikunum í München 1972 þegar heimamenn Vestur-Þjóðverja höfðu betur gegn Pakistönum í úrslitaleik. Þurfti þar raunar hressilegan dómaraskandal til, þar sem belgískur dómari leiksins stóð sig svo illa að leikmenn Pakistans gripu til þess ráðs að hella yfir hann nokkrum fötum af ísköldu vatni í leikslok. Á áttunda áratugnum fór hins vegar hratt að halla undan fæti hjá grannþjóðunum á hokkísviðinu. Evrópumiðað heimssambandið breytti reglum á þann hátt að keppa skyldi á gervigrasi, þótt slíka velli sé vart að finna í Indlandi og Pakistan. Frægð og gróðavon krikketsins hefur sömuleiðis orðið til að veikja hokkíið sem eftirlætisgrein ungmenna. Indland og Pakistan eru í dag nokkuð frá því að slást um gull á ÓL eða HM, en eftir stendur minningin um mikilvægustu íþróttina fyrir stjórnmálasögu beggja ríkja.
Menning Saga til næsta bæjar Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið Sjá meira