Sjálfstæðismenn luntalegir vegna orða Benedikts Jakob Bjarnar skrifar 18. október 2016 14:20 Sjálfstæðismenn eru óhressir með orð Benedikts en svo virðist sem þeir hafi verið að gera sér vonir um að Viðreisn myndi bjarga núverandi stjórnarsamstarfi. Sjálfstæðismenn eru gramir vegna orða Benedikts Jóhannessonar, formanns Viðreisnar, þess efnis að stjórnarmynstrið Viðreisn/Sjálfstæðisflokkur/Framsóknarflokkur sé ekki inni í myndinni. Það er ef marka má fremur ólundarleg ummæli þeirra Brynjars Níelssonar og Jóns Gunnarssonar, þingmanna Sjálfstæðisflokks, á Facebook. Varla er of langt seilst að túlka orð þeirra sem svo að þeir hafi gert sér vonir um að Viðreisn kæmi til bjargar núverandi stjórnarsamstarfi. Nú eru þær vonir að engu orðnar. Vísir greindi frá því í morgun að Benedikt afskrifaði með öllu þann möguleika að Viðreisn yrði þriðja hjól undir vagni áframhaldandi stjórnarsamstarfs Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks. Fréttin hefur vakið mikla athygli margir hafa túlkað fáleg viðbrögð forystumanna Viðreisnar við útspili Pírata um helgina um viðræður um einskonar kosningabandalag Pírata, Viðreisnar, VG og Samfylkingar fyrir kosningar sem svo að Viðreisn vilji halda þeim möguleika opnum að koma inn í stjórnarsamstarf núverandi stjórnarflokka. Þetta er ekki lengur inni í myndinni. „Slík ríkisstjórn verður ekki,“ sagði Benedikt. Þetta virðist hafa komið Sjálfstæðismönnum í opna skjöldu. „Þá vitum við það! Viðreisn ætlar ekki í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Frjálslynt borgaralega sinnað fólk veit þá að atkvæði greitt Viðreisn er ávísun á vinstri stjórn,“ segir Brynjar Níelsson á Facebook og tengir við frétt Vísis. Og Jón Gunnarsson gengur skrefinu lengra í að túlka orð Benedikts og þá svo að nú sé ekki um neitt nema afarkosti að ræða fyrir kjósendur: „Það er ágætt að fá það staðfest frá formanni viðreisnar að ESB aðild er flokknum svo mikilvæg að það jafnast á við trúarbrögð. Ekkert samstarf við Sjálfstæðisfokkinn sem er andvígur inngöngu í ESB,“ segir Jón. Benedikt sagði reyndar í útvarpsviðtali í morgun að Viðreisn væri ósammála Sjálfstæðisflokknum í nánast öllum veigamestu málum svo sem sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum. En Jón vill einblína á ESB og spyr hvort „Þorgerður Katrín oddviti Viðreisnar vera sammála?“ Jón telur valið fyrir kjósendur nú hafa skýrst. Sjálfstæðisflokkur eða 4-5 flokka Reykjavíkurmódel með Viðreisn í ríkisstjórn. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Benedikt útilokar ríkisstjórnarsamstarf með núverandi stjórnarflokkum Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar telur af og frá að hinn nýi flokkur sé hækja Sjálfstæðisflokks. 18. október 2016 10:25 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Sjálfstæðismenn eru gramir vegna orða Benedikts Jóhannessonar, formanns Viðreisnar, þess efnis að stjórnarmynstrið Viðreisn/Sjálfstæðisflokkur/Framsóknarflokkur sé ekki inni í myndinni. Það er ef marka má fremur ólundarleg ummæli þeirra Brynjars Níelssonar og Jóns Gunnarssonar, þingmanna Sjálfstæðisflokks, á Facebook. Varla er of langt seilst að túlka orð þeirra sem svo að þeir hafi gert sér vonir um að Viðreisn kæmi til bjargar núverandi stjórnarsamstarfi. Nú eru þær vonir að engu orðnar. Vísir greindi frá því í morgun að Benedikt afskrifaði með öllu þann möguleika að Viðreisn yrði þriðja hjól undir vagni áframhaldandi stjórnarsamstarfs Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks. Fréttin hefur vakið mikla athygli margir hafa túlkað fáleg viðbrögð forystumanna Viðreisnar við útspili Pírata um helgina um viðræður um einskonar kosningabandalag Pírata, Viðreisnar, VG og Samfylkingar fyrir kosningar sem svo að Viðreisn vilji halda þeim möguleika opnum að koma inn í stjórnarsamstarf núverandi stjórnarflokka. Þetta er ekki lengur inni í myndinni. „Slík ríkisstjórn verður ekki,“ sagði Benedikt. Þetta virðist hafa komið Sjálfstæðismönnum í opna skjöldu. „Þá vitum við það! Viðreisn ætlar ekki í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Frjálslynt borgaralega sinnað fólk veit þá að atkvæði greitt Viðreisn er ávísun á vinstri stjórn,“ segir Brynjar Níelsson á Facebook og tengir við frétt Vísis. Og Jón Gunnarsson gengur skrefinu lengra í að túlka orð Benedikts og þá svo að nú sé ekki um neitt nema afarkosti að ræða fyrir kjósendur: „Það er ágætt að fá það staðfest frá formanni viðreisnar að ESB aðild er flokknum svo mikilvæg að það jafnast á við trúarbrögð. Ekkert samstarf við Sjálfstæðisfokkinn sem er andvígur inngöngu í ESB,“ segir Jón. Benedikt sagði reyndar í útvarpsviðtali í morgun að Viðreisn væri ósammála Sjálfstæðisflokknum í nánast öllum veigamestu málum svo sem sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum. En Jón vill einblína á ESB og spyr hvort „Þorgerður Katrín oddviti Viðreisnar vera sammála?“ Jón telur valið fyrir kjósendur nú hafa skýrst. Sjálfstæðisflokkur eða 4-5 flokka Reykjavíkurmódel með Viðreisn í ríkisstjórn.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Benedikt útilokar ríkisstjórnarsamstarf með núverandi stjórnarflokkum Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar telur af og frá að hinn nýi flokkur sé hækja Sjálfstæðisflokks. 18. október 2016 10:25 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Benedikt útilokar ríkisstjórnarsamstarf með núverandi stjórnarflokkum Benedikt Jóhannesson formaður Viðreisnar telur af og frá að hinn nýi flokkur sé hækja Sjálfstæðisflokks. 18. október 2016 10:25