Mold Jón Steindór Valdimarsson skrifar 12. október 2016 07:00 Af moldu ertu kominn. Að moldu skalt þú aftur verða. Mér verður stundum hugsað til þessara orða. Ekki vegna hverfulleika lífsins, heldur þess að þó að við mennirnir verðum vissulega að mold í fyllingu tímans þá er það alls ekki svo um öll okkar verk. Þau hafa margvísleg áhrif á umhverfið. Sum áhrifin eru tímabundin en önnur varanleg. Margt er skaðlegt til skamms tíma, annað er skaðlegt til langs tíma, er óafturkræft og getur hrint af stað ógnvænlegri keðjuverkun. Gildir það t.d. um loftslagsbreytingar og mengun hafsins. Við stefnum framtíð barnanna okkar í voða ef við gætum ekki að okkur. Þess vegna eru umhverfismál eitt af forgangsatriðum í stefnu Viðreisnar. Við höfum sett okkur metnaðarfulla stefnu um að virða og varðveita náttúruna og auðlindir hennar, en viljum nýta þær skynsamlega og með sjálfbærum hætti. Við viljum vera hófsöm og varfærin. Allar ákvarðanir á að taka á traustum vísindalegum grunni. Ósnortin náttúra er eitt sterkasta aðdráttarafl Íslands. Þar eigum við mikil verðmæti sem ekki má glutra niður. Við eigum að móta okkur auðlindastefnu þar sem allir þættir eru teknir með í reikninginn. Ekki síst hagsmunir þeirra kynslóða sem á eftir okkur koma. Taka á markaðstengd gjöld af þeim sem nýta auðlindirnar. Beita á hagrænum hvötum, eins og grænum sköttum, til þess að hvetja til hegðunar sem dregur úr mengun og verndar náttúruna. Við eigum að styðja fjölbreyttan og umhverfisvænan landbúnað og hvetja bændur til landverndar og sjálfbærrar framleiðslu. Auðvitað á Ísland að taka fullan þátt í því að berjast gegn hnattrænum vandamálum á borð við loftslagsbreytingar og hættulega mengun hafsins. Frjálslyndi þýðir nefnilega alls ekki afskiptaleysi í huga Viðreisnarfólks og þess vegna viljum við ekki láta reka á reiðanum í þessum mikilvægu málum. Afleiðingarnar eru alltof alvarlegar til þess.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steindór Valdimarsson Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Af moldu ertu kominn. Að moldu skalt þú aftur verða. Mér verður stundum hugsað til þessara orða. Ekki vegna hverfulleika lífsins, heldur þess að þó að við mennirnir verðum vissulega að mold í fyllingu tímans þá er það alls ekki svo um öll okkar verk. Þau hafa margvísleg áhrif á umhverfið. Sum áhrifin eru tímabundin en önnur varanleg. Margt er skaðlegt til skamms tíma, annað er skaðlegt til langs tíma, er óafturkræft og getur hrint af stað ógnvænlegri keðjuverkun. Gildir það t.d. um loftslagsbreytingar og mengun hafsins. Við stefnum framtíð barnanna okkar í voða ef við gætum ekki að okkur. Þess vegna eru umhverfismál eitt af forgangsatriðum í stefnu Viðreisnar. Við höfum sett okkur metnaðarfulla stefnu um að virða og varðveita náttúruna og auðlindir hennar, en viljum nýta þær skynsamlega og með sjálfbærum hætti. Við viljum vera hófsöm og varfærin. Allar ákvarðanir á að taka á traustum vísindalegum grunni. Ósnortin náttúra er eitt sterkasta aðdráttarafl Íslands. Þar eigum við mikil verðmæti sem ekki má glutra niður. Við eigum að móta okkur auðlindastefnu þar sem allir þættir eru teknir með í reikninginn. Ekki síst hagsmunir þeirra kynslóða sem á eftir okkur koma. Taka á markaðstengd gjöld af þeim sem nýta auðlindirnar. Beita á hagrænum hvötum, eins og grænum sköttum, til þess að hvetja til hegðunar sem dregur úr mengun og verndar náttúruna. Við eigum að styðja fjölbreyttan og umhverfisvænan landbúnað og hvetja bændur til landverndar og sjálfbærrar framleiðslu. Auðvitað á Ísland að taka fullan þátt í því að berjast gegn hnattrænum vandamálum á borð við loftslagsbreytingar og hættulega mengun hafsins. Frjálslyndi þýðir nefnilega alls ekki afskiptaleysi í huga Viðreisnarfólks og þess vegna viljum við ekki láta reka á reiðanum í þessum mikilvægu málum. Afleiðingarnar eru alltof alvarlegar til þess.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar