Hettupeysurnar snúa aftur af fullum krafti Ritstjórn skrifar 11. október 2016 11:45 Glamour/Getty Ef það er einhver flík sem kemur alltaf aftur þá er það hettupeysan góða. Hún hefur aldrei verið jafn vinsæl núna í vetur þar sem íþróttastíllinn er að koma sterkur inn. Merki eins og FILA, Adidas, Nike og ekki síst gamla góða Champion eru komin í tísku og það á fullri ferð. Champion er merkið sem hefur alltaf skotið upp kollinum við og við en núna fæst það meðal annars í Ellingsen. Einnig var samstarfi þess og danska merkisins Wood Wood vel tekið en sú lína fæst í Húrra Reykjavík á Hverfisgötunni. Franska merkið Vétements á eiginlega heiðurinn að þessari endurkomu en hettupeysur þeirra rötuðu á tískupallinn í fyrra, þá með skemmtilegum textum og jafnvel herðapúðum. Við mælum með að grafa upp, eða fjárfesta í einni hettupeysu fyrir veturinn, passa við allt og hentar vel íslensku veðurfari. Champion merkið fæst í Ellingsen.Samstarf Wood Wood og Champion sem fæst í Húrra Reykjavík en okkur skilst að þessar peysur séu uppseldar hjá versluninni. Glamour Tíska Mest lesið Óförðuð Kim í spænska Vogue Glamour Louis Vuitton og Jeff Koons hanna saman töskur Glamour Dansandi Gisele í nýrri auglýsingu Glamour Kendall Jenner fyrir Calvin Klein Glamour Kim komin í smellubuxur Glamour Indía og Vogue hvetja fólk til að kjósa Glamour Hápunktar Chloé: Snákaskinnsmunstur í allri sinni dýrð Glamour Kíkt inn í Arket í London - nýja verslun í eigu H&M Glamour Nike framleiddi sérstakan skó fyrir Elton John Glamour Hvað er Met Gala? Glamour
Ef það er einhver flík sem kemur alltaf aftur þá er það hettupeysan góða. Hún hefur aldrei verið jafn vinsæl núna í vetur þar sem íþróttastíllinn er að koma sterkur inn. Merki eins og FILA, Adidas, Nike og ekki síst gamla góða Champion eru komin í tísku og það á fullri ferð. Champion er merkið sem hefur alltaf skotið upp kollinum við og við en núna fæst það meðal annars í Ellingsen. Einnig var samstarfi þess og danska merkisins Wood Wood vel tekið en sú lína fæst í Húrra Reykjavík á Hverfisgötunni. Franska merkið Vétements á eiginlega heiðurinn að þessari endurkomu en hettupeysur þeirra rötuðu á tískupallinn í fyrra, þá með skemmtilegum textum og jafnvel herðapúðum. Við mælum með að grafa upp, eða fjárfesta í einni hettupeysu fyrir veturinn, passa við allt og hentar vel íslensku veðurfari. Champion merkið fæst í Ellingsen.Samstarf Wood Wood og Champion sem fæst í Húrra Reykjavík en okkur skilst að þessar peysur séu uppseldar hjá versluninni.
Glamour Tíska Mest lesið Óförðuð Kim í spænska Vogue Glamour Louis Vuitton og Jeff Koons hanna saman töskur Glamour Dansandi Gisele í nýrri auglýsingu Glamour Kendall Jenner fyrir Calvin Klein Glamour Kim komin í smellubuxur Glamour Indía og Vogue hvetja fólk til að kjósa Glamour Hápunktar Chloé: Snákaskinnsmunstur í allri sinni dýrð Glamour Kíkt inn í Arket í London - nýja verslun í eigu H&M Glamour Nike framleiddi sérstakan skó fyrir Elton John Glamour Hvað er Met Gala? Glamour