Oliver tæpur fyrir stórleikinn á morgun: „Vinstri bakvörður sem leysti mig af“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. október 2016 16:45 U21 árs landsliðið í fótbolta getur á morgun komist í lokakeppni EM 2017 í Póllandi takist því að vinna Úkraínu í lokaleik undankeppninnar. Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli klukkan 16.45 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Oliver Sigurjónsson, fyrirliði liðsins, er mjög tæpur fyrir leikinn en hann glímir við beinmar og missti af síðasta leik gegn Skotum auk lokaleiks Breiðabliks í Pepsi-deildinni. „Ég verð að segja að þetta er 50-50. Það er bara já eða nei og ekkert öðruvísi en það. Ég fór í myndatöku í vikunni og þetta leit ekkert svakalega vel út en ég ætla að prófa í dag og svo sjáum við hvernig ég verð á morgun,“ sagði Oliver við Vísi á æfingu U21 árs liðsins í Laugardalnum í dag. „Þessi leikur gefur þrjú stig eins og hinir en auðvitað eru þetta mjög mikil vonbrigði. Ég fékk skot í löppina á æfingu á venjulegum miðvikudegi á æfingu með Breiðabliki. Það endaði með því að ég náði ekki að spila síðasta leikinn og kannski ekki þessa leiki með U21.“ Aðspurður hver þessi samherji hans hjá Blikunum er sem slasaði fyrirliðann og er mögulega að halda honum frá tveimur stærstu leikjum ferilsins skellti Oliver upp úr. „Það var mjög góður vinur minn, Ellert Hreinsson, sem tók skot sem ég ákvað að hoppa fyrir. Það var glórulaust hjá mér. Þetta var ekki honum að kenna, hann er öðlingur,“ sagði Oliver.Oliver skokkar á æfingu landsliðsins í dag.vísir/stefánÞurfum að sækja Úkraínska liðið hefur að engu að keppa og getur því verið hættulegur mótherji en takmarkið hjá íslenska liðinu er ansi skýrt og hefur verið það lengi. „Við förum inn í þennan leik eins og flesta aðra leiki og ætlum að vinna hann. Við erum búnir að halda hreinu í sex af sjö leikjum fyrir utan Frakkaleikina. Það verður markmið eins og alltaf að halda hreinu en við leggjum ekki upp með varnarleik á morgun,“ sagði Oliver. „Við ætlum að reyna að halda hreinu en spila góðan fótbolta því það erum við sem þurfum að sækja. Þeir eru að prófa yngri stráka fyrir næstu undankeppni. Við þurfum að sýna betri sóknarleik en við gerðum í fyrri hálfleik í síðasta leik.“ Að spila í lokakeppni EM U21 árs er ótrúlega sterkur og sýnilegur búðargluggi fyrir unga leikmenn og þá sérstaklega fyrir leikmenn sem eru enn að spila hér heima. „Þetta gæti skilað okkur í stærri deildir og komið okkur lengra en til Norðurlanda þangað sem margir fara úr íslensku deildinni. Það eru öll lið í Evrópu og utan Evrópu sem horfa á keppnina,“ sagði Oliver. „Það er ekki hægt að ímynda sér hversu stórt þetta er en fyrir leikmenn á Íslandi er þetta enn þá stærra. Það eru vonbrigði fyrir mig að geta ekki hjálpað þeim að taka lokaskrefið en ég veit að það kemur alltaf maður í manns stað hjá þessu liði,“ sagði Oliver og benti á að vinstri bakvörður FH, Böðvar Böðvarsson, leysti hann af í leiknum gegn Skotum og stóð sig vel. „Það kom vinstri bakvörður inn á miðjuna í síðasta leik og skilaði góðu verki. Það sýnir bara breiddina og gæðin í liðinu.“ Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Aron Elís: Þeir ætla ekki að leyfa okkur að halda eitthvað partý hérna Íslenska 21 árs landsliðið í fótbolta er aðeins einum sigri frá því að tryggja sér sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins í Póllandi næsta sumar. 10. október 2016 21:30 Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Fleiri fréttir Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Sjá meira
U21 árs landsliðið í fótbolta getur á morgun komist í lokakeppni EM 2017 í Póllandi takist því að vinna Úkraínu í lokaleik undankeppninnar. Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli klukkan 16.45 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Oliver Sigurjónsson, fyrirliði liðsins, er mjög tæpur fyrir leikinn en hann glímir við beinmar og missti af síðasta leik gegn Skotum auk lokaleiks Breiðabliks í Pepsi-deildinni. „Ég verð að segja að þetta er 50-50. Það er bara já eða nei og ekkert öðruvísi en það. Ég fór í myndatöku í vikunni og þetta leit ekkert svakalega vel út en ég ætla að prófa í dag og svo sjáum við hvernig ég verð á morgun,“ sagði Oliver við Vísi á æfingu U21 árs liðsins í Laugardalnum í dag. „Þessi leikur gefur þrjú stig eins og hinir en auðvitað eru þetta mjög mikil vonbrigði. Ég fékk skot í löppina á æfingu á venjulegum miðvikudegi á æfingu með Breiðabliki. Það endaði með því að ég náði ekki að spila síðasta leikinn og kannski ekki þessa leiki með U21.“ Aðspurður hver þessi samherji hans hjá Blikunum er sem slasaði fyrirliðann og er mögulega að halda honum frá tveimur stærstu leikjum ferilsins skellti Oliver upp úr. „Það var mjög góður vinur minn, Ellert Hreinsson, sem tók skot sem ég ákvað að hoppa fyrir. Það var glórulaust hjá mér. Þetta var ekki honum að kenna, hann er öðlingur,“ sagði Oliver.Oliver skokkar á æfingu landsliðsins í dag.vísir/stefánÞurfum að sækja Úkraínska liðið hefur að engu að keppa og getur því verið hættulegur mótherji en takmarkið hjá íslenska liðinu er ansi skýrt og hefur verið það lengi. „Við förum inn í þennan leik eins og flesta aðra leiki og ætlum að vinna hann. Við erum búnir að halda hreinu í sex af sjö leikjum fyrir utan Frakkaleikina. Það verður markmið eins og alltaf að halda hreinu en við leggjum ekki upp með varnarleik á morgun,“ sagði Oliver. „Við ætlum að reyna að halda hreinu en spila góðan fótbolta því það erum við sem þurfum að sækja. Þeir eru að prófa yngri stráka fyrir næstu undankeppni. Við þurfum að sýna betri sóknarleik en við gerðum í fyrri hálfleik í síðasta leik.“ Að spila í lokakeppni EM U21 árs er ótrúlega sterkur og sýnilegur búðargluggi fyrir unga leikmenn og þá sérstaklega fyrir leikmenn sem eru enn að spila hér heima. „Þetta gæti skilað okkur í stærri deildir og komið okkur lengra en til Norðurlanda þangað sem margir fara úr íslensku deildinni. Það eru öll lið í Evrópu og utan Evrópu sem horfa á keppnina,“ sagði Oliver. „Það er ekki hægt að ímynda sér hversu stórt þetta er en fyrir leikmenn á Íslandi er þetta enn þá stærra. Það eru vonbrigði fyrir mig að geta ekki hjálpað þeim að taka lokaskrefið en ég veit að það kemur alltaf maður í manns stað hjá þessu liði,“ sagði Oliver og benti á að vinstri bakvörður FH, Böðvar Böðvarsson, leysti hann af í leiknum gegn Skotum og stóð sig vel. „Það kom vinstri bakvörður inn á miðjuna í síðasta leik og skilaði góðu verki. Það sýnir bara breiddina og gæðin í liðinu.“ Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Aron Elís: Þeir ætla ekki að leyfa okkur að halda eitthvað partý hérna Íslenska 21 árs landsliðið í fótbolta er aðeins einum sigri frá því að tryggja sér sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins í Póllandi næsta sumar. 10. október 2016 21:30 Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Fleiri fréttir Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Sjá meira
Aron Elís: Þeir ætla ekki að leyfa okkur að halda eitthvað partý hérna Íslenska 21 árs landsliðið í fótbolta er aðeins einum sigri frá því að tryggja sér sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins í Póllandi næsta sumar. 10. október 2016 21:30