Er sami rassinn undir þeim öllum? Sigursteinn Másson skrifar 10. október 2016 10:00 Kommentakerfin eru kannski ekki bestu mælikvarðinn á þjóðarsálina en mælikvarði þó. Stuðningsmenn fráfarandi ríkisstjórnar keppast nú við að halda því fram að VG hafi snúið baki við velferðarmálunum eftir hrun og hafi því ekki efni á því að gagnrýna stjórnarflokkana nú. Skoðum þetta aðeins. Árið 2012 voru afleiðingar Hrunsins í algleymingi þótt aðhaldsaðgerðir ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur væru að byrja skila sér. Ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri Grænna hafði árið 2008 tekið við versta búi í sögu lýðveldisins þar sem möguleikinn á nýju gjaldþroti fjármálastofnana og ríkisins var raunverulegur. Við þessar fordæmalausu aðstæður tóku stjórnvöld þá djörfu ákvörðun að bæta hlutfallslega í útgjöld til almannatrygginga og skerða framlög til velferðarkerfisins minna en til allra annarra málaflokka. Árið 2012 námu útgjöld til heilbrigðismála 9% af landsframleiðslu. Á síðasta ári, í bullandi uppgangi, námu útgjöldin 8,7% af landsframleiðslu. Hugmyndafræði vinstri ríkisstjórnarinnar var sú að lyfta hinum fátækustu upp og láta það hafa forgang. Það var um leið ein mikilvægasta efnahagsaðgerðin því að þar með skapaðist aukinn kaupmáttur hjá þúsundum fólks sem skilaði sér inn í sárþjáð efnahagslíf. Vissulega hefði velferðarstjórnin viljað hækka bætur og lágmarkslaun mun meira en það sem var gert virkaði þó engu að síður og fyrir vikið mældist Ísland í lok stjórnarsamstarfsins með mesta jöfnuð allra OECD ríkja. Það var ekki lengi að breytast. Í upphafi árs 2013 sá loks til lands og nýtt tækifæri til sóknar í velferðarmálum á Íslandi skapaðist. En hvað gerðist þá? Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs beygði ekki aðeins af leið, hún tók 180 gráðu beygju inn á gamalkunna hraðbraut sérhagsmuna gömlu valdastéttarinnar. Fyrstu aðgerðir ríkisstjórnarinnar snéru að því að lækka og afnema skatta á þá 5% ríkustu meðal þjóðarinnar, auðlindagjöld voru lækkuð og meira að segja sykurskatturinn sem læknar og sérfræðingar í lýðheilsumálum lögðu áherslu á að yrði aukinn, hann var afnuminn með einu pennastriki. Þar með voru tekjustofnar til uppbyggingar velferðar markvisst skertir. En hafa fráfarandi ríkistjórnarflokkar ekki bara verið að búa í haginn fyrir stórsókn í velferðarmálum? Hve trúverðugt er það nú? Eins og áður segir var landið tekið að rísa fyrir kosningarnar 2013. Mikil aukning ferðamanna og makríll hjálpuðu þar til en einnig sársaukafullt aðhald í ríkisrekstri. Samkvæmt Hagstofunni hefur nær enginn vöxtur verið í sjávarútvegi eða iðnaði á allra síðustu árum þótt kvótagreifar hafi grætt 40 milljarða á síðasta ári. Hann er nær allur í ferðaþjónustu. Ekki geta Framsókn og Sjálfstæðisflokkur þakkað sér Eyjafjallajökulsgosið eða Inspired By Iceland átakið. Reyndar er það svo að ríkisstjórnin hefur aðallega flækst fyrir í málefnum ferðaþjónustunnar með stefnuleysi og misheppnuðum ákvörðunum. Það hefur allsstaðar sýnt sig að hægristefna í stjórnmálum miðar alltaf að því að skapa aðstæður fyrir einkarekstur. Þannig er það líka með velferðarkerfið. Með því að fjársvelta Landspítalann og heilsugæsluna verður krafan á einkarekstur háværari. Því velferðarslysi verður að forða. Þeim er best treystandi fyrir alvöru sókn í velferðarmálum með hag almennings að leiðarljósi sem hafa sýnt með framgöngu sinni að þau meina það sem þau segja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Sigursteinn Másson Mest lesið Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Sjá meira
Kommentakerfin eru kannski ekki bestu mælikvarðinn á þjóðarsálina en mælikvarði þó. Stuðningsmenn fráfarandi ríkisstjórnar keppast nú við að halda því fram að VG hafi snúið baki við velferðarmálunum eftir hrun og hafi því ekki efni á því að gagnrýna stjórnarflokkana nú. Skoðum þetta aðeins. Árið 2012 voru afleiðingar Hrunsins í algleymingi þótt aðhaldsaðgerðir ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur væru að byrja skila sér. Ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri Grænna hafði árið 2008 tekið við versta búi í sögu lýðveldisins þar sem möguleikinn á nýju gjaldþroti fjármálastofnana og ríkisins var raunverulegur. Við þessar fordæmalausu aðstæður tóku stjórnvöld þá djörfu ákvörðun að bæta hlutfallslega í útgjöld til almannatrygginga og skerða framlög til velferðarkerfisins minna en til allra annarra málaflokka. Árið 2012 námu útgjöld til heilbrigðismála 9% af landsframleiðslu. Á síðasta ári, í bullandi uppgangi, námu útgjöldin 8,7% af landsframleiðslu. Hugmyndafræði vinstri ríkisstjórnarinnar var sú að lyfta hinum fátækustu upp og láta það hafa forgang. Það var um leið ein mikilvægasta efnahagsaðgerðin því að þar með skapaðist aukinn kaupmáttur hjá þúsundum fólks sem skilaði sér inn í sárþjáð efnahagslíf. Vissulega hefði velferðarstjórnin viljað hækka bætur og lágmarkslaun mun meira en það sem var gert virkaði þó engu að síður og fyrir vikið mældist Ísland í lok stjórnarsamstarfsins með mesta jöfnuð allra OECD ríkja. Það var ekki lengi að breytast. Í upphafi árs 2013 sá loks til lands og nýtt tækifæri til sóknar í velferðarmálum á Íslandi skapaðist. En hvað gerðist þá? Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs beygði ekki aðeins af leið, hún tók 180 gráðu beygju inn á gamalkunna hraðbraut sérhagsmuna gömlu valdastéttarinnar. Fyrstu aðgerðir ríkisstjórnarinnar snéru að því að lækka og afnema skatta á þá 5% ríkustu meðal þjóðarinnar, auðlindagjöld voru lækkuð og meira að segja sykurskatturinn sem læknar og sérfræðingar í lýðheilsumálum lögðu áherslu á að yrði aukinn, hann var afnuminn með einu pennastriki. Þar með voru tekjustofnar til uppbyggingar velferðar markvisst skertir. En hafa fráfarandi ríkistjórnarflokkar ekki bara verið að búa í haginn fyrir stórsókn í velferðarmálum? Hve trúverðugt er það nú? Eins og áður segir var landið tekið að rísa fyrir kosningarnar 2013. Mikil aukning ferðamanna og makríll hjálpuðu þar til en einnig sársaukafullt aðhald í ríkisrekstri. Samkvæmt Hagstofunni hefur nær enginn vöxtur verið í sjávarútvegi eða iðnaði á allra síðustu árum þótt kvótagreifar hafi grætt 40 milljarða á síðasta ári. Hann er nær allur í ferðaþjónustu. Ekki geta Framsókn og Sjálfstæðisflokkur þakkað sér Eyjafjallajökulsgosið eða Inspired By Iceland átakið. Reyndar er það svo að ríkisstjórnin hefur aðallega flækst fyrir í málefnum ferðaþjónustunnar með stefnuleysi og misheppnuðum ákvörðunum. Það hefur allsstaðar sýnt sig að hægristefna í stjórnmálum miðar alltaf að því að skapa aðstæður fyrir einkarekstur. Þannig er það líka með velferðarkerfið. Með því að fjársvelta Landspítalann og heilsugæsluna verður krafan á einkarekstur háværari. Því velferðarslysi verður að forða. Þeim er best treystandi fyrir alvöru sókn í velferðarmálum með hag almennings að leiðarljósi sem hafa sýnt með framgöngu sinni að þau meina það sem þau segja.
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun