Pavel: Verður eins og að taka þakið af húsinu Smári Jökull Jónsson skrifar 28. október 2016 21:15 Pavel Ermolinskij, leikmaður KR. Vísir/Stefán Pavel Ermolinskij lék í kvöld sinn fyrsta leik í Dominos-deildinni þetta tímabilið. Hann var ánægður að vera kominn til baka en KR vann stórsigur á Haukum. „Það er æðislegt að vera kominn aftur. Það var smá stress en nú er mér létt að þetta sé frá, fyrsti leikurinn er alltaf erfiður. Nú get ég einbeitt mér að því að líða eins og körfuboltamanni aftur,“ sagði Pavel og sagðist vera í fínu standi. „Skrokkurinn er í topplagi, eða svona. Það vantar smá leikform og ég er aðeins eftir á í nokkrum hlutum. En ég finn ekki fyrir neinu og ég þarf aðeins að komast í betra form og þá er ég klár.“ KR og Haukar mættust í úrslitum deildarinnar á síðasta tímabili en sigur KR var afgerandi í kvöld og Haukarnir áttu ekki möguleika gegn feiknasterkum KR-ingum. „Að sjálfsögðu var þetta auðveldara en við áttum von á. Við þekkjum þá mjög vel og fátt sem kemur okkar á óvart í leik þeirra. Við náum alltaf að einbeita okkur vel fyrir þessa leiki og náum að vera skrefinu á undan þeim og það var það sem gerðist í dag.“ KR er með fullt hús stiga eftir fyrstu fjóra leikina og liðið hefur verið að leika fínan boltan án Pavel sem hefur gegnt lykilhlutverki hjá liðinu síðustu ár. „Strákarnir hafa verið að spila frábærlega og nú þurfum við gömlu mennirnir sem erum að koma inn núna að passa okkur að vera ekki riðla of mikið til og bæta ofan á það sem strákarnir hafa verið að gera,“ sagði Pavel og bætti við. „Það verða kannski smá vaxtaverkir á leiðinni. Þetta verður kannski eins og að taka þakið af húsinu og ætla að byggja aðra hæð. Á meðan þakið er af er þetta erfitt en síðan ertu komin með aðra flotta hæð á þetta,“ sagði Pavel að lokum. Dominos-deild karla Innlendar Íþróttir Íslenski körfuboltinn Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Fékk fjórtán milljónir fyrir einn þrist „Besta troðslukeppnin síðustu fimm ár“ „Tinna Guðrún Alexandersdóttir var stórkostleg“ Sjá meira
Pavel Ermolinskij lék í kvöld sinn fyrsta leik í Dominos-deildinni þetta tímabilið. Hann var ánægður að vera kominn til baka en KR vann stórsigur á Haukum. „Það er æðislegt að vera kominn aftur. Það var smá stress en nú er mér létt að þetta sé frá, fyrsti leikurinn er alltaf erfiður. Nú get ég einbeitt mér að því að líða eins og körfuboltamanni aftur,“ sagði Pavel og sagðist vera í fínu standi. „Skrokkurinn er í topplagi, eða svona. Það vantar smá leikform og ég er aðeins eftir á í nokkrum hlutum. En ég finn ekki fyrir neinu og ég þarf aðeins að komast í betra form og þá er ég klár.“ KR og Haukar mættust í úrslitum deildarinnar á síðasta tímabili en sigur KR var afgerandi í kvöld og Haukarnir áttu ekki möguleika gegn feiknasterkum KR-ingum. „Að sjálfsögðu var þetta auðveldara en við áttum von á. Við þekkjum þá mjög vel og fátt sem kemur okkar á óvart í leik þeirra. Við náum alltaf að einbeita okkur vel fyrir þessa leiki og náum að vera skrefinu á undan þeim og það var það sem gerðist í dag.“ KR er með fullt hús stiga eftir fyrstu fjóra leikina og liðið hefur verið að leika fínan boltan án Pavel sem hefur gegnt lykilhlutverki hjá liðinu síðustu ár. „Strákarnir hafa verið að spila frábærlega og nú þurfum við gömlu mennirnir sem erum að koma inn núna að passa okkur að vera ekki riðla of mikið til og bæta ofan á það sem strákarnir hafa verið að gera,“ sagði Pavel og bætti við. „Það verða kannski smá vaxtaverkir á leiðinni. Þetta verður kannski eins og að taka þakið af húsinu og ætla að byggja aðra hæð. Á meðan þakið er af er þetta erfitt en síðan ertu komin með aðra flotta hæð á þetta,“ sagði Pavel að lokum.
Dominos-deild karla Innlendar Íþróttir Íslenski körfuboltinn Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Íslensku Þórsararnir þurfa að stíga upp: „Maður þarf að finna meira fyrir þeim“ Fékk fjórtán milljónir fyrir einn þrist „Besta troðslukeppnin síðustu fimm ár“ „Tinna Guðrún Alexandersdóttir var stórkostleg“ Sjá meira