Dæmigert leiðinda haustveður á kjördag Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. október 2016 11:36 Það verður frekar leiðinlegt veður á kjördag en það ætti þó ekki að koma í veg fyrir að kjósendur komist á kjörstað. Vísir/GVA Það er ekki spáð neitt sérstaklega góðu veðri á laugardaginn þegar þjóðin gengur til þingkosninga. Veðurspáin hljóðar upp á rigningu og hvassviðri á sunnanverðu landinu og þá byrjar að snjóa á norðanverðu landinu um hádegisbil. „Það hvessir á laugardaginn með slyddu og rigningu á sunnanverðu landinu. Þá byrjar að snjóa um hádegisbil fyrir norðan en seinni partinn ætti að hlýna á láglendi þannig að snjókoman verður orðin að ringinu seint á laugardaginn,“ segir Haraldur Eiríksson vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands í samtali við Vísi. Þó gæti ennþá snjóað á heiðum og fjallvegum að sögn Haraldar en um kvöldið ættu hlýindin að hafa náð þangað líka segir hann. Þá er því spáð að það verði nokkuð hvasst eða um 13 til 18 metrar á sekúndu.Þannig að þetta er bara dæmigert leiðinda haustveður? „Já, þetta er það, dæmigert leiðinda haustveður.“ Haraldur segir að það ætti ekki að vera vandamál fyrir kjósendur að komast á kjörstað. Helsta spurningin er hvernig gengur að koma atkvæðum í talningu en í Morgunblaðinu í dag er rætt við Gest Jónsson formann yfirkjörstjórnar í Norðausturkjördæmi, víðfeðmasta kjördæmi landsins. Yfirleitt eru kjörkassar fluttir frá Egilsstöðum til Akureyrar, þar sem talið er, með flugi en þar sem tvísýnt gæti orðið með flug vegna veðurs og færð getur mögulega spillst er spurningin hvernig ganga mun með talningu fyrir norðan. Gestur segir við Morgunblaðið að yfirkjörstjórn fundi í dag til að leggja línurnar varðandi það hvað gera skuli ef upp kemur sú staða að talning atkvæða frestist fram á sunnudag. Veðurhorfur á landinu næstu daga samkvæmt vef Veðurstofunnar:Suðvestan- og vestanátt, víða 8 til 13 metrar á sekúndu og skúrir eða él, en yfirleitt þurrt austanlands. Hægari vindur og úrkomulítið annað kvöld. Hiti 0 til 7 stig yfir daginn, hlýjast austast.Á laugardag:Gengur í austan og suðaustan 13 til 18 metra á sekúndu með slyddu og síðar rigningu, fyrst suðvestanlands, en slyddu eða snjókomu fyrir norðan fram eftir degi. Hlýnandi veður, rigning um allt land um kvöldið og fer að draga úr vindi.Á sunnudag:Sunnan- og suðvestanátt, víða 8 til 15 metrar á sekúndu og rigning eða skúrir, en léttir til á norðaustanverðu landinu. Hiti yfirleitt 3 til 8 stig.Á mánudag:Norðvestanátt og snjókoma eða él fyrir norðan, annars úrkomulítið. Léttir til sunnan- og vestanlands þegar líður á daginn. Hiti 0 til 7 stig, mildast syðst.Á þriðjudag:Minnkandi norðvestanátt og dálítil él austanlands, annars hægur vindur og bjart með köflum. Hiti kringum frostmark.Á miðvikudag:Sunnanátt og dálítil rigning, en þurrt og bjart veður á austanverðu landinu. Hlýnar heldur vestan til. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Samfélagsmiðlar nýttir í kosningabaráttunni Kosningabaráttan er á lokametrunum. Framboð til Alþingis leitast við að auglýsa á samfélagsmiðlum sökum þess hve dýr hefðbundin kosningabarátta er. Myndir og myndbönd hafa vakið mikla athygli á Facebook. 26. október 2016 07:00 Sjálfstæðismenn með afgerandi forystu Sjálfstæðisflokkurinn er með tæplega fimm prósentustiga forskot á Pírata í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Þingmaður Samfylkingar segir flokkinn ekki geta tekið þátt í stjórn með óbreytt fylgi. 26. október 2016 00:15 Hvar áttu að kjósa á laugardaginn? Hvar ertu á kjörskrá, hvar er kjörstaðurinn og í hvaða kjördeild áttu að kjósa? 27. október 2016 10:35 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Það er ekki spáð neitt sérstaklega góðu veðri á laugardaginn þegar þjóðin gengur til þingkosninga. Veðurspáin hljóðar upp á rigningu og hvassviðri á sunnanverðu landinu og þá byrjar að snjóa á norðanverðu landinu um hádegisbil. „Það hvessir á laugardaginn með slyddu og rigningu á sunnanverðu landinu. Þá byrjar að snjóa um hádegisbil fyrir norðan en seinni partinn ætti að hlýna á láglendi þannig að snjókoman verður orðin að ringinu seint á laugardaginn,“ segir Haraldur Eiríksson vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands í samtali við Vísi. Þó gæti ennþá snjóað á heiðum og fjallvegum að sögn Haraldar en um kvöldið ættu hlýindin að hafa náð þangað líka segir hann. Þá er því spáð að það verði nokkuð hvasst eða um 13 til 18 metrar á sekúndu.Þannig að þetta er bara dæmigert leiðinda haustveður? „Já, þetta er það, dæmigert leiðinda haustveður.“ Haraldur segir að það ætti ekki að vera vandamál fyrir kjósendur að komast á kjörstað. Helsta spurningin er hvernig gengur að koma atkvæðum í talningu en í Morgunblaðinu í dag er rætt við Gest Jónsson formann yfirkjörstjórnar í Norðausturkjördæmi, víðfeðmasta kjördæmi landsins. Yfirleitt eru kjörkassar fluttir frá Egilsstöðum til Akureyrar, þar sem talið er, með flugi en þar sem tvísýnt gæti orðið með flug vegna veðurs og færð getur mögulega spillst er spurningin hvernig ganga mun með talningu fyrir norðan. Gestur segir við Morgunblaðið að yfirkjörstjórn fundi í dag til að leggja línurnar varðandi það hvað gera skuli ef upp kemur sú staða að talning atkvæða frestist fram á sunnudag. Veðurhorfur á landinu næstu daga samkvæmt vef Veðurstofunnar:Suðvestan- og vestanátt, víða 8 til 13 metrar á sekúndu og skúrir eða él, en yfirleitt þurrt austanlands. Hægari vindur og úrkomulítið annað kvöld. Hiti 0 til 7 stig yfir daginn, hlýjast austast.Á laugardag:Gengur í austan og suðaustan 13 til 18 metra á sekúndu með slyddu og síðar rigningu, fyrst suðvestanlands, en slyddu eða snjókomu fyrir norðan fram eftir degi. Hlýnandi veður, rigning um allt land um kvöldið og fer að draga úr vindi.Á sunnudag:Sunnan- og suðvestanátt, víða 8 til 15 metrar á sekúndu og rigning eða skúrir, en léttir til á norðaustanverðu landinu. Hiti yfirleitt 3 til 8 stig.Á mánudag:Norðvestanátt og snjókoma eða él fyrir norðan, annars úrkomulítið. Léttir til sunnan- og vestanlands þegar líður á daginn. Hiti 0 til 7 stig, mildast syðst.Á þriðjudag:Minnkandi norðvestanátt og dálítil él austanlands, annars hægur vindur og bjart með köflum. Hiti kringum frostmark.Á miðvikudag:Sunnanátt og dálítil rigning, en þurrt og bjart veður á austanverðu landinu. Hlýnar heldur vestan til.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Samfélagsmiðlar nýttir í kosningabaráttunni Kosningabaráttan er á lokametrunum. Framboð til Alþingis leitast við að auglýsa á samfélagsmiðlum sökum þess hve dýr hefðbundin kosningabarátta er. Myndir og myndbönd hafa vakið mikla athygli á Facebook. 26. október 2016 07:00 Sjálfstæðismenn með afgerandi forystu Sjálfstæðisflokkurinn er með tæplega fimm prósentustiga forskot á Pírata í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Þingmaður Samfylkingar segir flokkinn ekki geta tekið þátt í stjórn með óbreytt fylgi. 26. október 2016 00:15 Hvar áttu að kjósa á laugardaginn? Hvar ertu á kjörskrá, hvar er kjörstaðurinn og í hvaða kjördeild áttu að kjósa? 27. október 2016 10:35 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Samfélagsmiðlar nýttir í kosningabaráttunni Kosningabaráttan er á lokametrunum. Framboð til Alþingis leitast við að auglýsa á samfélagsmiðlum sökum þess hve dýr hefðbundin kosningabarátta er. Myndir og myndbönd hafa vakið mikla athygli á Facebook. 26. október 2016 07:00
Sjálfstæðismenn með afgerandi forystu Sjálfstæðisflokkurinn er með tæplega fimm prósentustiga forskot á Pírata í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Þingmaður Samfylkingar segir flokkinn ekki geta tekið þátt í stjórn með óbreytt fylgi. 26. október 2016 00:15
Hvar áttu að kjósa á laugardaginn? Hvar ertu á kjörskrá, hvar er kjörstaðurinn og í hvaða kjördeild áttu að kjósa? 27. október 2016 10:35