
Af þessu hef ég áhyggjur
Ég hef áhyggjur:
-Þegar ég sé langar biðraðir fólks, sem bíður eftir matargjöfum.
-Þegar ég sé gömlum heilabiluðum manni þvælt á milli heilbrigðisstofnana.
-Þegar ég sé fólk liggja í sjúkrarúmum á göngum sjúkrahúsa.
-Þegar í sjúkrahúsum eru langir biðlistar eftir aðgerðum.
-Þegar ég veit að margir aldraðir eiga ekki fyrir nauðþurftum áður en mánuður er liðinn frá útborgun ellilauna.
-Þegar mér er kunnugt um fjárhagslega örðugleika öryrkja.
-Þegar ég þekki ungt skuldumvafið fólk, sem ræður ekki við að greiða afborganir af íbúðalánum vegna hárra vaxta og verðtryggingar.
-Þegar ég les tölur um nokkur þúsund fátækra barna, sem fá ekki notið hins sama og börn frá efnameiri heimilum.
-Þegar ég veit að skólar og heilbrigðisstofnanir ná ekki að starfa og þróast eðlilega vegna peningaskorts.
-Þegar ég veit að lítill hluti þjóðarinnar á langstærstan hlut allra eigna og hefur margfaldar tekjur samanborið við mikinn meirihluta almennings.
-Þegar örfáir menn njóta arðsins af þjóðareignum.
-Þegar náttúran fær ekki notið vafans í ágreiningi um framkvæmdir og í afstöðu til mengunarmála.
-Þegar ég verð vitni að linnulítilli spillingu.
-Þegar fasismi og populismi ná að festa rætur.
-Þegar mér er ljóst, að jafnaðarstefnan hefur ekki átt hljómgrunn meðal þeirra, sem stjórna.
Stjórnmálasagan sýnir og sannar, að þeim þjóðum vegnar best, þar sem jafnaðarstefnan hefur ráðið ferð. Í kosningunum á laugardag er mikilvægt að stöðva þróun ójafnaðar. Þess vegna ætla ég að greiða Samfylkingunni, Jafnaðarmannaflokki Íslands, atkvæði mitt, -enda veit ég, að formaður flokksins er stálheiðarleg kona og traustur jafnaðarmaður.
Árni Gunnarsson er fyrrverandi alþingismaður.
Skoðun

Er fótbolti að verða vélmennafótbolti?
Andri Hrafn Sigurðsson skrifar

Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging?
Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar

Fjárfestum í hjúkrun
Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar

Tölum um endurhæfingu!
Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar

Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins
Baldur Thorlacius skrifar

Alvöru mamma
Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar

Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar
Simon Cramer Larsen skrifar

Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu?
Berglind Sunna Bragadóttir skrifar

Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður
Davíð Bergmann skrifar

Heimsmet í sjálfhverfu
Friðrik Þór Friðriksson skrifar

Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu
Steinar Harðarson skrifar

Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði
Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar

Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland?
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði
Steinar Björgvinsson skrifar

Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra
Örn Pálmason skrifar

Tölum aðeins um einhverfu
Trausti Dagsson skrifar

Það sem sést, og það sem ekki sést
Eiríkur Ingi Magnússon skrifar

Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár
Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar

Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana
Jóhanna María Ægisdóttir skrifar

Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda?
Þóra Einarsdóttir skrifar

KSÍ og kvennaboltinn
Árni Guðmundsson skrifar

Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana
Sandra B. Franks skrifar

Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar
Kristrún Frostadóttir skrifar

Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík
Einar Freyr Elínarson skrifar

Skattahækkun
Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Handtöskur og fasistar
Ásgeir K. Ólafsson skrifar

Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð
Bjarni Jónsson skrifar

„Vókið“ er dulbúin frestunarárátta
Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar

Vókismi gagnrýndur frá vinstri
Andri Sigurðsson skrifar