Hvers vegna að kjósa Bjarta framtíð? Agnar H. Johnson skrifar 24. október 2016 22:16 Björt framtíð er frjálslyndur flokkur sem lætur sig umhverfismál varða, er málsvari umbóta og gagnsæis, fjölbreytni og aukinna tækifæra.Björt framtíð vill kerfisbreytingar, enda eini stjórnmálaflokkurinn sem greiddi atkvæði gegn búvörulögunum haustið 2016, svo dæmi sé tekið. Engu að síður telur Björt framtíð að íslenskur landbúnaður og framþróun hans eigi að njóta stuðnings ríkisins. Björt framtíð vill efla heilbrigðiskerfið og skapa góð starfsskilyrði svo gæði þjónustu sé ávallt eins og best verði á kosið og með sem skilvirkustum hætti. Forvarnir og heilsuefling eru einnig mikilvægir þættir sem huga ber að þegar kemur að almennri lýðheilsu. Björt framtíð vill efla menntakerfið í takt við nýja tíma svo fólk geti vaxið og tekið þátt í nýsköpun á öllum sviðum samfélagsins. Efla þarf rannsóknir og byggja upp skapandi greinar. Menntað ungt fólk er jú hin raunverulega stóriðja framtíðarinnar! Leyfum fólki að flytja til okkar, njóta sín og gerast nýir Íslendingar. Fáum einnig unga fólkið heim aftur. Treystum fólki til að skapa sín eigin tækifæri í opnu og alþjóðlegu samfélagi. Eflum menningarlífið og gerum Ísland að skemmtilegri stað til að búa á, uppfullum af tækifærum. Björt framtíð vill taka vel á móti fólki sem leitar verndar utan síns heimalands vegna stríðsátaka. Horfa ber til þess mannauðs sem í flóttamönnum býr og þess virðis sem þeir geta fært íslensku samfélagi. Móttaka flóttafólks verður að byggja á mannúðarsjónarmiðum, fagmennsku og skilvirkni.Náttúra Íslands er viðkvæm auðlind sem ferðamenn vilja njóta. Lofum ferðaþjónustunni að vaxa og dafna undir skilyrðum náttúruverndar. Eflum innviði henni tengdri, t.d. vegakerfið, aðgengi, öryggismál og eftirlit. Fjármögnun ríkis og sveitarfélaga vegna ferðamála þarf að byggja í auknum mæli á tekjuöflun af ferðamönnum með sem skilvirkustum hætti án viðbótar yfirbyggingar.Orkan, náttúran og fiskurinn í sjónum eru Íslendingum gjöful. Okkur ber að nýta auðlindir landsins með sjálfbærum hætti fyrir komandi kynslóðir. Við eigum að leita allra leiða til að auka virðisaukann sem við fáum af nýtingu auðlindanna með hliðsjón af umhverfisvernd. Björt framtíð vill hækka auðlindagjöld til samræmis við verðmæti og afrakstur hverju sinni. Til að sanngjarnt afgjald renni til sameiginlegra sjóða þjóðarinnar þarf að taka uppboð aflaheimilda upp í skrefum samhliða núverandi veiðigjaldakerfi. Stuðla ber að eðlilegri samkeppni um aflaheimildir eins og kostur er með hliðsjón af rekstraröryggi útgerðar og fiskvinnslu. Björt framtíð telur að langtímahagsmunir þjóðarinnar verði betur tryggðir innan Evrópusambandsins en utan. Hins vegar er það þjóðarinnar að skera endanlega úr um það. Forsenda þess að vextir lækki hér og spari þjóðinni árlega gríðarlegar fjárhæðir er upptaka öflugs gjaldmiðils sem gjaldgengur er í okkar helstu viðskiptalöndum. Þannig getum við stuðlað að efnahagslegum stöðugleika.Sjá má heildarstefnu og sýn Bjartrar framtíðar á vefsíðunni:bjortframtid.is/politik/framtidarsyninLeggjum áherslu á gagnsæi, langtímahagsmuni og framtíðarsýn. Meiri Bjarta framtíð - minna fúsk!Agnar H. Johnson er framkvæmdastjóri og á sæti á lista Bjartrar framtíðar í SV-kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Björt framtíð er frjálslyndur flokkur sem lætur sig umhverfismál varða, er málsvari umbóta og gagnsæis, fjölbreytni og aukinna tækifæra.Björt framtíð vill kerfisbreytingar, enda eini stjórnmálaflokkurinn sem greiddi atkvæði gegn búvörulögunum haustið 2016, svo dæmi sé tekið. Engu að síður telur Björt framtíð að íslenskur landbúnaður og framþróun hans eigi að njóta stuðnings ríkisins. Björt framtíð vill efla heilbrigðiskerfið og skapa góð starfsskilyrði svo gæði þjónustu sé ávallt eins og best verði á kosið og með sem skilvirkustum hætti. Forvarnir og heilsuefling eru einnig mikilvægir þættir sem huga ber að þegar kemur að almennri lýðheilsu. Björt framtíð vill efla menntakerfið í takt við nýja tíma svo fólk geti vaxið og tekið þátt í nýsköpun á öllum sviðum samfélagsins. Efla þarf rannsóknir og byggja upp skapandi greinar. Menntað ungt fólk er jú hin raunverulega stóriðja framtíðarinnar! Leyfum fólki að flytja til okkar, njóta sín og gerast nýir Íslendingar. Fáum einnig unga fólkið heim aftur. Treystum fólki til að skapa sín eigin tækifæri í opnu og alþjóðlegu samfélagi. Eflum menningarlífið og gerum Ísland að skemmtilegri stað til að búa á, uppfullum af tækifærum. Björt framtíð vill taka vel á móti fólki sem leitar verndar utan síns heimalands vegna stríðsátaka. Horfa ber til þess mannauðs sem í flóttamönnum býr og þess virðis sem þeir geta fært íslensku samfélagi. Móttaka flóttafólks verður að byggja á mannúðarsjónarmiðum, fagmennsku og skilvirkni.Náttúra Íslands er viðkvæm auðlind sem ferðamenn vilja njóta. Lofum ferðaþjónustunni að vaxa og dafna undir skilyrðum náttúruverndar. Eflum innviði henni tengdri, t.d. vegakerfið, aðgengi, öryggismál og eftirlit. Fjármögnun ríkis og sveitarfélaga vegna ferðamála þarf að byggja í auknum mæli á tekjuöflun af ferðamönnum með sem skilvirkustum hætti án viðbótar yfirbyggingar.Orkan, náttúran og fiskurinn í sjónum eru Íslendingum gjöful. Okkur ber að nýta auðlindir landsins með sjálfbærum hætti fyrir komandi kynslóðir. Við eigum að leita allra leiða til að auka virðisaukann sem við fáum af nýtingu auðlindanna með hliðsjón af umhverfisvernd. Björt framtíð vill hækka auðlindagjöld til samræmis við verðmæti og afrakstur hverju sinni. Til að sanngjarnt afgjald renni til sameiginlegra sjóða þjóðarinnar þarf að taka uppboð aflaheimilda upp í skrefum samhliða núverandi veiðigjaldakerfi. Stuðla ber að eðlilegri samkeppni um aflaheimildir eins og kostur er með hliðsjón af rekstraröryggi útgerðar og fiskvinnslu. Björt framtíð telur að langtímahagsmunir þjóðarinnar verði betur tryggðir innan Evrópusambandsins en utan. Hins vegar er það þjóðarinnar að skera endanlega úr um það. Forsenda þess að vextir lækki hér og spari þjóðinni árlega gríðarlegar fjárhæðir er upptaka öflugs gjaldmiðils sem gjaldgengur er í okkar helstu viðskiptalöndum. Þannig getum við stuðlað að efnahagslegum stöðugleika.Sjá má heildarstefnu og sýn Bjartrar framtíðar á vefsíðunni:bjortframtid.is/politik/framtidarsyninLeggjum áherslu á gagnsæi, langtímahagsmuni og framtíðarsýn. Meiri Bjarta framtíð - minna fúsk!Agnar H. Johnson er framkvæmdastjóri og á sæti á lista Bjartrar framtíðar í SV-kjördæmi.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun