Hvar á menningin heima? Páll Rafnar Þorsteinsson og Birna Hafstein skrifar 24. október 2016 22:03 „Menning er að gera hlutina vel.” Þannig komst Þorsteinn Gylfason heimspekiprófessor eitt sinn að orði. En þegar spurt er hvað Íslendingar gera vel þá verða margir til þess að nefna bókmenntir eða listir. Hróður Íslendinga á alþjóðavísu er að miklu leyti borinn af menningararfleifðinni. Löngum voru það fornbókmenntirnar sem nærðu þjóðarstoltið, en á síðari árum hafa íslenskir listamenn á ýmsum sviðum, ekki síst tónlistarfólk, haldið merkinu á lofti.VerðmætasköpunBlómlegt tónlistarlíf má áreiðanlega að miklu leyti rekja til öflugs starfs tónlistarskóla víða um land á síðustu öld. Að sama skapi má gera ráð fyrir að traustar stoðir listnáms séu forsenda grósku í listsköpun. Í dag starfa hátt í 20.000 manns á sviði skapandi greina. Til þess að setja þá tölu í samhengi má nefna að svipaður fjöldi starfar við landbúnað og sjávarútveg samanlagt. Menningargeirinn veltir um 200 milljörðum árlega og skapar á þriðja tug milljarða í útflutningsgetkjur. Hér er miðað við gamlar tölur frá árinu 2009 og aðeins tekið tillit til virðisaukaskattskyldra tekna. Þá skila skapandi greinar 4-5% til landsframleiðslunar á meðan landbúnaður skilar 1%. Nú er talið er að þær verði einhver mesti vaxtarbroddur í atvinnulífi í náinni framtíð. Listaháskóli Íslands var stofnaður árið 1998 og hóf starfsemi ári síðar. Hlutverk skólans er að sinna æðri menntun á sviði listgreina en jafnframt að vinna að eflingu listmennta með þjóðinni og miðla fræðslu um menningu til almennings. LHÍ er miðstöð þekkingarsköpunar á sviði skapandi greina og stuðlar að fagmennsku á þessu sviði, sem verður sífellt mikilvægari hluti af íslensku samfélagi og atvinnulífi.Óhætt er að fullyrða að LHÍ hafi bæði mikilvægu fræðilegu og faglegu hlutverki að gegna og líka umtalsverða samfélagslega þýðingu. Það var enda pólitísk ákvörðun á sínum tíma að byggja upp kennslu- og rannsóknasetur sem staðið gæti undir atvinnu- og nýsköpun á svið menningar og lista.Olnbogabarnið LHÍNú tæpum tveimur áratugum eftir stofnun er skólinn enn á hrakhólum. Húsakosturinn er er ófullnægjandi og starfsemin er dreifð á fjóra staði sem dempar þau skapandi samlegðaráhrif sem ættu að verða í samspili ólíkra listgreina innan sterkrar listaakademíu. Líkt og aðrir háskólar á Íslandi hefur skólinn búið við fjársvelti sem dregur þrótt úr starfseminni. Listaháskólinn hefur að auki verið sveltur af rannsóknafjármagni. Fjárveitingar til rannsókna eru hverfandi í samanburði við aðra háskóla hér á landi. Það verður vart sagt að stjórnvöld hafi gert hlutina vel þegar menning og listir eru annars vegar. Ekkert verður til úr engu, jafnvel ekki frumsköpun listamanna. Því þarf að styrkja umgjörð skapandi greina. Það þarf að fjármagna framsæknar rannsóknir á þessu sviði. Það þarf að styðja og efla listmenntun. Menningar- og listnám þarf að eiga heimili. Við viljum sameina Listaháskóla Íslands á einn stað. Við viljum vanda okkur. Við viljum gera hlutina vel.Páll Rafnar Þorsteinsson, heimspekingurBirna Hafstein, formaður Félags íslenskra leikaraHöfundar eru í 3. og 4. Sæti á framboðslista Viðreisnar í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
„Menning er að gera hlutina vel.” Þannig komst Þorsteinn Gylfason heimspekiprófessor eitt sinn að orði. En þegar spurt er hvað Íslendingar gera vel þá verða margir til þess að nefna bókmenntir eða listir. Hróður Íslendinga á alþjóðavísu er að miklu leyti borinn af menningararfleifðinni. Löngum voru það fornbókmenntirnar sem nærðu þjóðarstoltið, en á síðari árum hafa íslenskir listamenn á ýmsum sviðum, ekki síst tónlistarfólk, haldið merkinu á lofti.VerðmætasköpunBlómlegt tónlistarlíf má áreiðanlega að miklu leyti rekja til öflugs starfs tónlistarskóla víða um land á síðustu öld. Að sama skapi má gera ráð fyrir að traustar stoðir listnáms séu forsenda grósku í listsköpun. Í dag starfa hátt í 20.000 manns á sviði skapandi greina. Til þess að setja þá tölu í samhengi má nefna að svipaður fjöldi starfar við landbúnað og sjávarútveg samanlagt. Menningargeirinn veltir um 200 milljörðum árlega og skapar á þriðja tug milljarða í útflutningsgetkjur. Hér er miðað við gamlar tölur frá árinu 2009 og aðeins tekið tillit til virðisaukaskattskyldra tekna. Þá skila skapandi greinar 4-5% til landsframleiðslunar á meðan landbúnaður skilar 1%. Nú er talið er að þær verði einhver mesti vaxtarbroddur í atvinnulífi í náinni framtíð. Listaháskóli Íslands var stofnaður árið 1998 og hóf starfsemi ári síðar. Hlutverk skólans er að sinna æðri menntun á sviði listgreina en jafnframt að vinna að eflingu listmennta með þjóðinni og miðla fræðslu um menningu til almennings. LHÍ er miðstöð þekkingarsköpunar á sviði skapandi greina og stuðlar að fagmennsku á þessu sviði, sem verður sífellt mikilvægari hluti af íslensku samfélagi og atvinnulífi.Óhætt er að fullyrða að LHÍ hafi bæði mikilvægu fræðilegu og faglegu hlutverki að gegna og líka umtalsverða samfélagslega þýðingu. Það var enda pólitísk ákvörðun á sínum tíma að byggja upp kennslu- og rannsóknasetur sem staðið gæti undir atvinnu- og nýsköpun á svið menningar og lista.Olnbogabarnið LHÍNú tæpum tveimur áratugum eftir stofnun er skólinn enn á hrakhólum. Húsakosturinn er er ófullnægjandi og starfsemin er dreifð á fjóra staði sem dempar þau skapandi samlegðaráhrif sem ættu að verða í samspili ólíkra listgreina innan sterkrar listaakademíu. Líkt og aðrir háskólar á Íslandi hefur skólinn búið við fjársvelti sem dregur þrótt úr starfseminni. Listaháskólinn hefur að auki verið sveltur af rannsóknafjármagni. Fjárveitingar til rannsókna eru hverfandi í samanburði við aðra háskóla hér á landi. Það verður vart sagt að stjórnvöld hafi gert hlutina vel þegar menning og listir eru annars vegar. Ekkert verður til úr engu, jafnvel ekki frumsköpun listamanna. Því þarf að styrkja umgjörð skapandi greina. Það þarf að fjármagna framsæknar rannsóknir á þessu sviði. Það þarf að styðja og efla listmenntun. Menningar- og listnám þarf að eiga heimili. Við viljum sameina Listaháskóla Íslands á einn stað. Við viljum vanda okkur. Við viljum gera hlutina vel.Páll Rafnar Þorsteinsson, heimspekingurBirna Hafstein, formaður Félags íslenskra leikaraHöfundar eru í 3. og 4. Sæti á framboðslista Viðreisnar í Reykjavík
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun