Látum ekki endurreisn fjölskyldunnar verða kosningamál í framtíðinni Eva Pandora og Andri Þór Sturluson skrifar 25. október 2016 07:00 Markmið hverrar þjóðar hlýtur að vera það að landsmenn séu það bjartsýnir á framtíð sína, að þeir hlakki til að stuðla að áframhaldandi fjölgun hennar. Við þurfum fólk, hamingjusamt fólk sem treystir því að ákvörðunin um að eignast barn verði gæfurík. Til þess að ná þessu markmiði hafa þjóðir heimsins farið mjög mismunandi leiðir. Allt frá því að gera næstum ekki neitt eins og víða í Bandaríkjunum og til þess að senda öllum nýbökuðum foreldrum byrjunarpakka með helstu nauðsynjum til að styðja við bakið á þeim eins og í Finnlandi. Sumar hafa engan virðisaukaskatt á bleyjum og barnamat og margar hafa komist að þeirri niðurstöðu að fæðingarorlof sé mikilvægur réttur og stuðningur sem skilar sér til baka á fleiri vegu en einn. Í raun og veru stuðningur við hagsæld þjóðarinnar sjálfrar. Nú er svo komið fyrir okkur Íslendingum, sem þó stöndum mörgum framar í þessum efnum, að fæðingartíðni er að lækka og feður eru ekki að taka fæðingarorlof til jafns við mæður. Þar tapa allir. Feður verða af hugsanlega mestu gæðastundum sem lífið getur gefið okkur, ungbörn njóta ekki nálægðar föður síns og mæður skerða möguleika sína á vinnumarkaði. Og í þokkabót skerðast möguleikar allra kvenna á vinnumarkaðnum. Þetta viljum við laga. Fyrir marga er það svo mikið fjárhagslegt högg að eignast barn að því er frestað eða sleppt. Höggið slær svo samfélagið, sem bregst ekki við vandanum, til baka með lækkaðri fæðingartíðni, færri einstaklingum til að halda uppi samfélaginu og erfiðleikum, sem við þekkjum nú vel sem fámenn þjóð. Þetta þarf að laga. Lykilorðið er mannsæmandi Píratar stefna að því að lögfesta lágmarksframfærsluviðmið þar sem allir eiga rétt á mannsæmandi tekjum. Lykilorð eru allir og mannsæmandi. Píratar stefna einnig að því að lágmarksgreiðslur úr fæðingarorlofssjóði og vegna fæðingarstyrks verði aldrei lægri heldur en grunnneysluviðmið sem velferðarráðuneytið gefur út. Nú árið 2016 er þetta grunnviðmið 224.155 kr. fyrir par í sambúð á höfuðborgarsvæðinu með ungbarn fyrir utan húsnæðiskostnað. Þegar hann bætist við er ljóst að upphæðin dugar alls ekki fyrir framfærslu og er því ekki mannsæmandi. Í stjórnarskrárfrumvarpi Stjórnlagaráðs er ákvæði um að konur og karlar skuli njóta jafns réttar í hvívetna. Nýja stjórnarskráin er eitt megináhersluatriði Pírata. Foreldrum eiga að fá úthlutaða jafn marga mánuði til fæðingarorlofs ásamt því að geta skipt hluta tímans sín á milli eftir geðþótta. Ísland hefur langstystan fæðingarorlofstíma allra Norðurlandanna með 9 mánuði á meðan hin löndin hafa 12-16 mánuði. Þar sem erfitt er að fá pláss í daggæslu fyrir ungbörn undir 12 mánaða aldri hafa margir íslenskir foreldrar þurft að dreifa fæðingarorlofsgreiðslum sínum til lengri tíma til þess að geta brúað bilið milli fæðingarorlofstíma og daggæslu. Það leiðir til frekari tekjuskerðingar fjölskyldunnar. Með lengingu fæðingarorlofstímans í 12 mánuði þar sem móðir fengi 3 mánuði, faðir 3 mánuði og 6 mánuðir væru sameiginlegir væri auðveldara fyrir foreldra að brúa þetta bil ásamt því að aukinn tími sem fjölskyldan fær saman stuðlar að vellíðan og velferð barns og foreldra. Að því markmiði stefnum við. Fæðingartíðni Íslendinga er nú sú lægsta síðan að mælingar hófust. Það þarf fólk til að halda úti þjóð. Látum ekki endurreisn fjölskyldunnar verða kosningamál í framtíðinni. Förum í þetta núna. Fyrir hönd Pírata í fæðingarorlofi. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Eva Pandora Baldursdóttir Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Markmið hverrar þjóðar hlýtur að vera það að landsmenn séu það bjartsýnir á framtíð sína, að þeir hlakki til að stuðla að áframhaldandi fjölgun hennar. Við þurfum fólk, hamingjusamt fólk sem treystir því að ákvörðunin um að eignast barn verði gæfurík. Til þess að ná þessu markmiði hafa þjóðir heimsins farið mjög mismunandi leiðir. Allt frá því að gera næstum ekki neitt eins og víða í Bandaríkjunum og til þess að senda öllum nýbökuðum foreldrum byrjunarpakka með helstu nauðsynjum til að styðja við bakið á þeim eins og í Finnlandi. Sumar hafa engan virðisaukaskatt á bleyjum og barnamat og margar hafa komist að þeirri niðurstöðu að fæðingarorlof sé mikilvægur réttur og stuðningur sem skilar sér til baka á fleiri vegu en einn. Í raun og veru stuðningur við hagsæld þjóðarinnar sjálfrar. Nú er svo komið fyrir okkur Íslendingum, sem þó stöndum mörgum framar í þessum efnum, að fæðingartíðni er að lækka og feður eru ekki að taka fæðingarorlof til jafns við mæður. Þar tapa allir. Feður verða af hugsanlega mestu gæðastundum sem lífið getur gefið okkur, ungbörn njóta ekki nálægðar föður síns og mæður skerða möguleika sína á vinnumarkaði. Og í þokkabót skerðast möguleikar allra kvenna á vinnumarkaðnum. Þetta viljum við laga. Fyrir marga er það svo mikið fjárhagslegt högg að eignast barn að því er frestað eða sleppt. Höggið slær svo samfélagið, sem bregst ekki við vandanum, til baka með lækkaðri fæðingartíðni, færri einstaklingum til að halda uppi samfélaginu og erfiðleikum, sem við þekkjum nú vel sem fámenn þjóð. Þetta þarf að laga. Lykilorðið er mannsæmandi Píratar stefna að því að lögfesta lágmarksframfærsluviðmið þar sem allir eiga rétt á mannsæmandi tekjum. Lykilorð eru allir og mannsæmandi. Píratar stefna einnig að því að lágmarksgreiðslur úr fæðingarorlofssjóði og vegna fæðingarstyrks verði aldrei lægri heldur en grunnneysluviðmið sem velferðarráðuneytið gefur út. Nú árið 2016 er þetta grunnviðmið 224.155 kr. fyrir par í sambúð á höfuðborgarsvæðinu með ungbarn fyrir utan húsnæðiskostnað. Þegar hann bætist við er ljóst að upphæðin dugar alls ekki fyrir framfærslu og er því ekki mannsæmandi. Í stjórnarskrárfrumvarpi Stjórnlagaráðs er ákvæði um að konur og karlar skuli njóta jafns réttar í hvívetna. Nýja stjórnarskráin er eitt megináhersluatriði Pírata. Foreldrum eiga að fá úthlutaða jafn marga mánuði til fæðingarorlofs ásamt því að geta skipt hluta tímans sín á milli eftir geðþótta. Ísland hefur langstystan fæðingarorlofstíma allra Norðurlandanna með 9 mánuði á meðan hin löndin hafa 12-16 mánuði. Þar sem erfitt er að fá pláss í daggæslu fyrir ungbörn undir 12 mánaða aldri hafa margir íslenskir foreldrar þurft að dreifa fæðingarorlofsgreiðslum sínum til lengri tíma til þess að geta brúað bilið milli fæðingarorlofstíma og daggæslu. Það leiðir til frekari tekjuskerðingar fjölskyldunnar. Með lengingu fæðingarorlofstímans í 12 mánuði þar sem móðir fengi 3 mánuði, faðir 3 mánuði og 6 mánuðir væru sameiginlegir væri auðveldara fyrir foreldra að brúa þetta bil ásamt því að aukinn tími sem fjölskyldan fær saman stuðlar að vellíðan og velferð barns og foreldra. Að því markmiði stefnum við. Fæðingartíðni Íslendinga er nú sú lægsta síðan að mælingar hófust. Það þarf fólk til að halda úti þjóð. Látum ekki endurreisn fjölskyldunnar verða kosningamál í framtíðinni. Förum í þetta núna. Fyrir hönd Pírata í fæðingarorlofi. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun