Búvörusamningur Bjarna Pawel Bartoszek og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 25. október 2016 07:00 Virk samkeppni á markaði skiptir máli. Fyrir almenning á þetta ekki síst við um vörurnar í matarkörfunni. Matarkarfan er stór hluti af lífi okkar allra, bæði hvað varðar útgjöld og hversdagshamingju. En samkeppnin fær ekki að blómstra í matarkörfunni. Við búum við fákeppni á mjólkurmarkaði og neytandinn hefur ekki alltaf val um hvert hann vill beina viðskiptum sínum. Minni fyrirtækin eiga í vök að verjast í baráttunni við risann. Úrval af öðrum landbúnaðarvörum í verslunum gæti sömuleiðis auðveldlega verið meira.Gegn viðskiptafrelsi Innflutningur á landbúnaðarvörum hefur verið háður kvótum sem seldir hafa verið á háu verði á uppboði. Þessar leikreglur hafa tryggt að samkeppni frá erlendum vörum er ekki raunveruleg. Stefnan í landbúnaðarmálum er að sumu leyti eins og refsistefna gegn almenningi, sem býr við hærra matarverð og skert vöruúrval vegna þessarar stefnu. Landbúnaðurinn virðist í öllu falli vera erfiðasta vígi frjálsræðisins. Erlendis geta neytendur valið úr alls konar mjólk frá alls konar framleiðendum. Hér er oftast búið að velja framleiðandann fyrir mann. Og þótt það sé gleðilegt að íslenskir framleiðendur framleiði íslenskt salami og íslenskan fetaost ættu íslenskir neytendur að geta valið um ítalskar og grískar útgáfur þessara vara án þess að vera refsað sérstaklega fyrir. Búvörusamningarnir sem Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi Jóhannsson undirrituðu fyrir hönd ríkisstjórnarinnar eru búvörusamningar hinna glötuðu tækifæra. Úreltu kerfi framleiðslustyrkja er viðhaldið. Krónutölutollar á ýmsar mjólkurvörur sem höfðu staðið óbreyttir í stað í nokkurn tíma eru hækkaðir tvöfalt, í því felst skýr yfirlýsing um að tollverndin á þessar vörur sé ekki að fara neitt. Verðlagsþróun hafði lækkað þessa múra talsvert en þá er bara hlaðið aftur ofan á þá. Loks er ríkissjóður skuldbundinn áratug fram í tímann. Neytendur búa áfram við sömu fákeppnina og sama skerta vöruúrvalið.Gegn nýsköpun Við í Viðreisn viljum viðskiptafrelsi og nýsköpun í landbúnaði. Athafnafrelsi og nýsköpun á að fá að njóta sín í landbúnaði eins og á öðrum sviðum. Það á að ýta undir nýsköpun en ekki draga úr henni eins og búvörusamningar ríkisstjórnarinnar gera. Stuðningur við bændur á að stuðla að því að landbúnaðurinn fái frelsi til að dafna. Það ætti að greiða bændum sem rækta jörð beint í stað þess að tengja greiðslurnar við tiltekna tegund búskapar. Síðan myndu menn bara rækta og framleiða það sem borgar sig mest. Íslenskur landbúnaður er fyllilega samkeppnishæfur og getur vel blómstrað fái hann tækifæri til þess. Þá eru miklir möguleikar fólgnir í því að einfalda reglur varðandi sölu beint til neytenda og skapa þannig grundvöll fyrir ferðaþjónustutengda landbúnaðarframleiðslu. Tregða ríkisstjórnarinnar við kerfisbreytingar í landbúnaði undirstrikar vel þá staðreynd að ríkisstjórnin gætir ekki almannahagsmuna. Á vettvangi stjórnmálanna virðist auðveldara að ná í gegn með hugmyndina um afglæpavæðingu fíkniefna en að ætla að leyfa meiri innflutning á erlendum ostum. Það segir ákveðna sögu af pólitískum veruleika landbúnaðarins að það er líklegra að núverandi ríkisstjórn geti samþykkt að afglæpavæða fíkniefni en að samþykkja frekari innflutning á osti.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Pawel Bartoszek Mest lesið Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Virk samkeppni á markaði skiptir máli. Fyrir almenning á þetta ekki síst við um vörurnar í matarkörfunni. Matarkarfan er stór hluti af lífi okkar allra, bæði hvað varðar útgjöld og hversdagshamingju. En samkeppnin fær ekki að blómstra í matarkörfunni. Við búum við fákeppni á mjólkurmarkaði og neytandinn hefur ekki alltaf val um hvert hann vill beina viðskiptum sínum. Minni fyrirtækin eiga í vök að verjast í baráttunni við risann. Úrval af öðrum landbúnaðarvörum í verslunum gæti sömuleiðis auðveldlega verið meira.Gegn viðskiptafrelsi Innflutningur á landbúnaðarvörum hefur verið háður kvótum sem seldir hafa verið á háu verði á uppboði. Þessar leikreglur hafa tryggt að samkeppni frá erlendum vörum er ekki raunveruleg. Stefnan í landbúnaðarmálum er að sumu leyti eins og refsistefna gegn almenningi, sem býr við hærra matarverð og skert vöruúrval vegna þessarar stefnu. Landbúnaðurinn virðist í öllu falli vera erfiðasta vígi frjálsræðisins. Erlendis geta neytendur valið úr alls konar mjólk frá alls konar framleiðendum. Hér er oftast búið að velja framleiðandann fyrir mann. Og þótt það sé gleðilegt að íslenskir framleiðendur framleiði íslenskt salami og íslenskan fetaost ættu íslenskir neytendur að geta valið um ítalskar og grískar útgáfur þessara vara án þess að vera refsað sérstaklega fyrir. Búvörusamningarnir sem Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi Jóhannsson undirrituðu fyrir hönd ríkisstjórnarinnar eru búvörusamningar hinna glötuðu tækifæra. Úreltu kerfi framleiðslustyrkja er viðhaldið. Krónutölutollar á ýmsar mjólkurvörur sem höfðu staðið óbreyttir í stað í nokkurn tíma eru hækkaðir tvöfalt, í því felst skýr yfirlýsing um að tollverndin á þessar vörur sé ekki að fara neitt. Verðlagsþróun hafði lækkað þessa múra talsvert en þá er bara hlaðið aftur ofan á þá. Loks er ríkissjóður skuldbundinn áratug fram í tímann. Neytendur búa áfram við sömu fákeppnina og sama skerta vöruúrvalið.Gegn nýsköpun Við í Viðreisn viljum viðskiptafrelsi og nýsköpun í landbúnaði. Athafnafrelsi og nýsköpun á að fá að njóta sín í landbúnaði eins og á öðrum sviðum. Það á að ýta undir nýsköpun en ekki draga úr henni eins og búvörusamningar ríkisstjórnarinnar gera. Stuðningur við bændur á að stuðla að því að landbúnaðurinn fái frelsi til að dafna. Það ætti að greiða bændum sem rækta jörð beint í stað þess að tengja greiðslurnar við tiltekna tegund búskapar. Síðan myndu menn bara rækta og framleiða það sem borgar sig mest. Íslenskur landbúnaður er fyllilega samkeppnishæfur og getur vel blómstrað fái hann tækifæri til þess. Þá eru miklir möguleikar fólgnir í því að einfalda reglur varðandi sölu beint til neytenda og skapa þannig grundvöll fyrir ferðaþjónustutengda landbúnaðarframleiðslu. Tregða ríkisstjórnarinnar við kerfisbreytingar í landbúnaði undirstrikar vel þá staðreynd að ríkisstjórnin gætir ekki almannahagsmuna. Á vettvangi stjórnmálanna virðist auðveldara að ná í gegn með hugmyndina um afglæpavæðingu fíkniefna en að ætla að leyfa meiri innflutning á erlendum ostum. Það segir ákveðna sögu af pólitískum veruleika landbúnaðarins að það er líklegra að núverandi ríkisstjórn geti samþykkt að afglæpavæða fíkniefni en að samþykkja frekari innflutning á osti.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun