Sigur jafnaðarstefnu: Afl hugmyndanna Hörður Filippusson skrifar 24. október 2016 11:20 Jafnaðarmenn á Íslandi hafa aldrei verið í þeirri stöðu að hafa hreinan meirihluta á þingi. Samt hafa þeir haft gifurleg áhrif á kjör og velferð þjóðarinnar. Jón Baldvinsson mun hafa verið eini þingmaður Alþýðuflokksins er honum tókst að fá samþykkt lög um hvíldartíma sjómanna, vökulögin, með því að sannfæra aðra þingmenn um réttmæti þeirra. Síðan hafa jafnaðarmenn átt frumkvæði að fjölmörgum mikilvægustu framfarasporum í átt til velferðarríkis á Íslandi. Stundum er afl hugmyndanna mikilvægara en afl atkvæðanna. Ef litið er til stefnumála og loforða stjórnmálaflokkanna í aðdraganda alþingiskosninga er ljóst að hvað sem upp úr kjörkössunum kemur verði það hugmyndir jafnaðarstefnunnar sem fara með sigur af hólmi. Menn virðast telja það vænlegast til árangursríkra atkvæðaveiða að fegra ímynd sina með loforðum í anda hugmyndaramma jafnaðarmanna um „réttlátt samfélag þar sem allir sitja við sama borð“ svo vitnað sé í aðfararorð nýrrar stjórnarskrár sem ríkisstjórn jafnaðarmanna lét semja og við þurfum svo sárlega að staðfesta. Þess vegna sækir hver flokkur eftir annan stefnumál í hugmyndabanka Samfylkingarinnar - Jafnaðarmannflokk Íslands. Er þá ekki sama hverjum þessara flokka við greiðum atkvæði? Gott ef satt væri, en því miður er ekki alltaf víst að hugur fylgi máli. Í þessu efni eins og öðrum er vissara að varast eftirlíkingar og halla sér heldur að því sem er ekta. Þó að hin ýmsu framboð beri á borð slitrur úr hugmyndum jafnaðarmanna er næsta víst að aðrar hugmyndir og hagsmunir verði ofaná þegar á hólminn kemur. Eðlið og sagan segja sína sögu: Sjálfstæðisflokkur boðar bætta heilsugæslu. En hann er ekki líklegur til átaka á velferðarsviðinu enda fyrst og fremst flokkur eftirlitslauss einkaframtaks og auðhyggju, flokkur hinnar rangnefndu frjálshyggju sem er stefnt gegn velferðarríkinu, flokkur einkavæðingar, sérhagsmuna og spillingar, varðhundur óréttláts kerfis. Viðreisn kennir sig við réttlátt samfélag og segist frjálslynd, hvað sem það annars merkir. En hún er í reynd skilgetið afkvæmi nýfrjálshyggjunnar, óvinar velferðarríkisins, með lítillega breyttum áherslum. Hún er hálfvolg í flestum málum, skilar auðu í stjórnarskrármálinu, ber kápuna á báðum öxlum í Evrópumálum, boðar skólagjöld í háskólum osfrv. Ekki að undra enda er hún undir forystu gallharðra hægrimanna, talsmanna atvinnurekenda. Tengsl og fortíð framámanna þar kalla á varúð, ekki viðreisn. Framsókn þykist vera flokkur velferðar. En hann er í reynd eins og alltaf áður flokkur sérhagsmunagæslu, hægri flokkur merktur af skattaskjólsmálum og daðri við útlendingahatur og öfgahyggju. Opinn í báða enda og ekki treystandi til góðra verka. Björt framtið var stofnuð af fólki sem sagði skilið við jafnaðarstefnuna og skilgreindi sig sem líberala, sama eðlis og framsókn. Fyrir síðustu kosningar hafði hún þó ekkert fram að færa nema stefnumál Samfylkingar. Nú virðist flokkurinn vera eins og framsókn opinn í báða, dregur í land varðandi útboð aflaheimilda, daðrar við hægri öflin og líklegur til að renna inn í Viðreisn áður en varir. Ekki traustvekjandi þó þar sé þekkilegur formaður í stafni. Píratar eru svo óþekkt stærð. Þeir hafa að vísu góð áform um stuðning við nýja stjórnarskrá og endurbætta stjórnarhætti á ýmsum sviðum en sýn þeirra á þjóðfélagið að öðru leyti er þoku hulin. Vinstri grænir standa jafnaðarmönnum næst í skoðunum á velferðarmálum og njóta þess að hafa vinsælan og vel gefinn formann. En þeir eru þversum í Evrópumálum og hálfvolgir í kvótamálum enda löngum verið hallir undir einhverskonar framsóknarmennsku og íhaldssemi. Samfylkingin er sá flokkur sem aðhyllist ómengaða jafnaðarstefnu, stefnu sem reynst hefur affarasælust meðal nágrannaþjóða okkar. "Besta stefna í heimi" eins og hinn trausti formaður Oddný G. Harðardóttir orðar það. Eftirfarandi setningar úr siðareglum Alþjóðasambands jafnaðamanna fanga býsna vel kjarnann í jafnaðarstefnunni (sjá hér): - „Að reka framsækna pólitík sem stuðlar að velferð einstaklingsins, eflingu atvinnulífs, sanngjörnum viðskiptum, félagslegu réttlæti og umhverfisvernd í anda sjálfbærrar þróunar. - Að veita viðnám gegn allri félagslegri og efnahagslegri pólitík sem styður hag forréttindahópa. - Að berjast gegn hverskyns spillingu og hindrunum í vegi góðra stjórnarhátta“. Kannanir sem birst hafa nýlega sýna svo ekki verður um villst að Íslendingar upp til hópa aðhyllast hugmyndir um jöfnuð og velferð. Þeir ættu þess vegna að sjá hag sínum best borgið með því að tryggja Samfylkingunni góða kosningu til Alþingis. Það er mikilvægt að talsmenn ómengaðrar jafnaðarstefnu verði sterkir á þingi. Þegar litið er til brýnna úrlausnarmála er stefna Samfylkingar skýr: Heilbrigðismál, almannatryggingar, húsnæðismál, stjórnarskrá, auðlindamál, Evrópumál, gjaldmiðillinn, umhverfismál, rammaáætlun, mannréttindamál, jöfnun atkvæðisréttar, velferð barna og svo framvegis. Í öllum þessum málum eru frambjóðendur Samfylkingar tilbúnir að leiða á forsendum jafnaðar, réttlætis og mannúðar. Stefna jafnaðarmanna er stefna fyrir alla, fátæka sem bjargálna, unga sem gamla, en ekki síst fyrir komandi kynslóðir. Það er ekki á allra vitorði en á yfirstandandi kjörtímabili er það fyrst og fremst forysta Samfylkingar sem hefur leitt góða samstöðu stjórnarandstöðunnar á Alþingi. Það skiptir máli að Samfylkingin geti haldið því góða starfi áfram og leitt til lykta þau mál sem umbótaöfl geta náð saman um, þrátt fyrir mismunandi áherslur. Það er margt gott og vel meinandi fólk í framboði fyrir núverandi stjórnarandstöðuflokka og og nauðsynlegt að halda því fólki saman til góðra verka. Til þess er nauðsynlegt að Samfylkingin hljóti góða kosningu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Jafnaðarmenn á Íslandi hafa aldrei verið í þeirri stöðu að hafa hreinan meirihluta á þingi. Samt hafa þeir haft gifurleg áhrif á kjör og velferð þjóðarinnar. Jón Baldvinsson mun hafa verið eini þingmaður Alþýðuflokksins er honum tókst að fá samþykkt lög um hvíldartíma sjómanna, vökulögin, með því að sannfæra aðra þingmenn um réttmæti þeirra. Síðan hafa jafnaðarmenn átt frumkvæði að fjölmörgum mikilvægustu framfarasporum í átt til velferðarríkis á Íslandi. Stundum er afl hugmyndanna mikilvægara en afl atkvæðanna. Ef litið er til stefnumála og loforða stjórnmálaflokkanna í aðdraganda alþingiskosninga er ljóst að hvað sem upp úr kjörkössunum kemur verði það hugmyndir jafnaðarstefnunnar sem fara með sigur af hólmi. Menn virðast telja það vænlegast til árangursríkra atkvæðaveiða að fegra ímynd sina með loforðum í anda hugmyndaramma jafnaðarmanna um „réttlátt samfélag þar sem allir sitja við sama borð“ svo vitnað sé í aðfararorð nýrrar stjórnarskrár sem ríkisstjórn jafnaðarmanna lét semja og við þurfum svo sárlega að staðfesta. Þess vegna sækir hver flokkur eftir annan stefnumál í hugmyndabanka Samfylkingarinnar - Jafnaðarmannflokk Íslands. Er þá ekki sama hverjum þessara flokka við greiðum atkvæði? Gott ef satt væri, en því miður er ekki alltaf víst að hugur fylgi máli. Í þessu efni eins og öðrum er vissara að varast eftirlíkingar og halla sér heldur að því sem er ekta. Þó að hin ýmsu framboð beri á borð slitrur úr hugmyndum jafnaðarmanna er næsta víst að aðrar hugmyndir og hagsmunir verði ofaná þegar á hólminn kemur. Eðlið og sagan segja sína sögu: Sjálfstæðisflokkur boðar bætta heilsugæslu. En hann er ekki líklegur til átaka á velferðarsviðinu enda fyrst og fremst flokkur eftirlitslauss einkaframtaks og auðhyggju, flokkur hinnar rangnefndu frjálshyggju sem er stefnt gegn velferðarríkinu, flokkur einkavæðingar, sérhagsmuna og spillingar, varðhundur óréttláts kerfis. Viðreisn kennir sig við réttlátt samfélag og segist frjálslynd, hvað sem það annars merkir. En hún er í reynd skilgetið afkvæmi nýfrjálshyggjunnar, óvinar velferðarríkisins, með lítillega breyttum áherslum. Hún er hálfvolg í flestum málum, skilar auðu í stjórnarskrármálinu, ber kápuna á báðum öxlum í Evrópumálum, boðar skólagjöld í háskólum osfrv. Ekki að undra enda er hún undir forystu gallharðra hægrimanna, talsmanna atvinnurekenda. Tengsl og fortíð framámanna þar kalla á varúð, ekki viðreisn. Framsókn þykist vera flokkur velferðar. En hann er í reynd eins og alltaf áður flokkur sérhagsmunagæslu, hægri flokkur merktur af skattaskjólsmálum og daðri við útlendingahatur og öfgahyggju. Opinn í báða enda og ekki treystandi til góðra verka. Björt framtið var stofnuð af fólki sem sagði skilið við jafnaðarstefnuna og skilgreindi sig sem líberala, sama eðlis og framsókn. Fyrir síðustu kosningar hafði hún þó ekkert fram að færa nema stefnumál Samfylkingar. Nú virðist flokkurinn vera eins og framsókn opinn í báða, dregur í land varðandi útboð aflaheimilda, daðrar við hægri öflin og líklegur til að renna inn í Viðreisn áður en varir. Ekki traustvekjandi þó þar sé þekkilegur formaður í stafni. Píratar eru svo óþekkt stærð. Þeir hafa að vísu góð áform um stuðning við nýja stjórnarskrá og endurbætta stjórnarhætti á ýmsum sviðum en sýn þeirra á þjóðfélagið að öðru leyti er þoku hulin. Vinstri grænir standa jafnaðarmönnum næst í skoðunum á velferðarmálum og njóta þess að hafa vinsælan og vel gefinn formann. En þeir eru þversum í Evrópumálum og hálfvolgir í kvótamálum enda löngum verið hallir undir einhverskonar framsóknarmennsku og íhaldssemi. Samfylkingin er sá flokkur sem aðhyllist ómengaða jafnaðarstefnu, stefnu sem reynst hefur affarasælust meðal nágrannaþjóða okkar. "Besta stefna í heimi" eins og hinn trausti formaður Oddný G. Harðardóttir orðar það. Eftirfarandi setningar úr siðareglum Alþjóðasambands jafnaðamanna fanga býsna vel kjarnann í jafnaðarstefnunni (sjá hér): - „Að reka framsækna pólitík sem stuðlar að velferð einstaklingsins, eflingu atvinnulífs, sanngjörnum viðskiptum, félagslegu réttlæti og umhverfisvernd í anda sjálfbærrar þróunar. - Að veita viðnám gegn allri félagslegri og efnahagslegri pólitík sem styður hag forréttindahópa. - Að berjast gegn hverskyns spillingu og hindrunum í vegi góðra stjórnarhátta“. Kannanir sem birst hafa nýlega sýna svo ekki verður um villst að Íslendingar upp til hópa aðhyllast hugmyndir um jöfnuð og velferð. Þeir ættu þess vegna að sjá hag sínum best borgið með því að tryggja Samfylkingunni góða kosningu til Alþingis. Það er mikilvægt að talsmenn ómengaðrar jafnaðarstefnu verði sterkir á þingi. Þegar litið er til brýnna úrlausnarmála er stefna Samfylkingar skýr: Heilbrigðismál, almannatryggingar, húsnæðismál, stjórnarskrá, auðlindamál, Evrópumál, gjaldmiðillinn, umhverfismál, rammaáætlun, mannréttindamál, jöfnun atkvæðisréttar, velferð barna og svo framvegis. Í öllum þessum málum eru frambjóðendur Samfylkingar tilbúnir að leiða á forsendum jafnaðar, réttlætis og mannúðar. Stefna jafnaðarmanna er stefna fyrir alla, fátæka sem bjargálna, unga sem gamla, en ekki síst fyrir komandi kynslóðir. Það er ekki á allra vitorði en á yfirstandandi kjörtímabili er það fyrst og fremst forysta Samfylkingar sem hefur leitt góða samstöðu stjórnarandstöðunnar á Alþingi. Það skiptir máli að Samfylkingin geti haldið því góða starfi áfram og leitt til lykta þau mál sem umbótaöfl geta náð saman um, þrátt fyrir mismunandi áherslur. Það er margt gott og vel meinandi fólk í framboði fyrir núverandi stjórnarandstöðuflokka og og nauðsynlegt að halda því fólki saman til góðra verka. Til þess er nauðsynlegt að Samfylkingin hljóti góða kosningu.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun