Stjórnarmyndun fyrir opnun tjöldum nýtt afbrigði í íslenskum stjórnmálum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 22. október 2016 19:00 Stjórnarmyndun fyrir opnun tjöldum viku fyrir alþingiskosningar er alveg nýtt afbrigði í íslenskum stjórnmálum að mati sérfræðings í stjórnmálasögu 20. aldar. Hún segir hins vegar fund formanna fjögurra flokka sem fyrirhugaður er á morgun eiga sér fyrirmyndir í sögunni. Formenn fjögurra flokka hafa ákveðið að hittast um helgina og ræða mögulegt ríkisstjórnarsamstarf að loknum kosningum, nái þeir nægilega miklu samanlögðu fylgi. Hér er um að ræða Birgittu Jónsdóttur frá Pírötum, Oddnýju Harðardóttur formanna Samfylkingarinnar, Katrínu Jakobsdóttur formann Vinstri grænna og Óttar Proppé formanna Bjartrar framtíðar. Tilkynnt var um fundinn á samfélagsmiðlum í gærkvöldi en þau ætla að funda á Lækjarbrekku klukkan ellefu í fyrramálið. Birgitta Jónsdóttir segir Pírata hafa ákveðið að fara þessa leið því þeim finnist mikilvægt að kjósendur séu vel upplýstir fyrir komandi kosningar. „Við viljum búa til skýra valkosti fyrir kjósendur svo þeir lendi ekki í því að vera kjósa óvart einhvern allt annan flokk en þeir voru að kjósa fyrir,“ segir Birgitta og bætir við að á fundinum verði fyrst og fremst skoðuð aðal áherslumál flokkanna til að kanna hvort þeir eigi samleið eða ekki. Stefnur flokkanna samræmist ekki í öllum málum. Til dæmis ekki í landbúnaðarmálum. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna segist hafa tekið vel í fundarboðið. Hún segir flokkana hafa unnið vel saman í stjórnarandstöðu. Þannig sé full ástæða til að láta reyna á það hvort það geti ekki haldið áfram. Birgitta segir það ekki rétt að mögulega fái Katrín forsætisráðherraembættið fái þeir umboð til stjórnarmyndunar. Þó sé ekki tímabært að ræða embættin. „Auðvitað er það þannig að það er einungis forsætisráðherra sem tekur við stjórnarmyndunarumboðinu og við stefnum að því að fá það umboð. Það er bara þannig,“ segir Birgitta. Ragnheiður Kristjánsdóttir, dósent í sagnfræði, segir að flokkar hafi áður haft samráð fyrir kosningar. Það hafi til dæmis gerst árið 1956 þegar Alþýðuflokkurinn og Framsóknarflokkurinn gerðu með sér kosningabandalag. „Það sem er óvenjulegt núna er að þetta er gert fyrir opnum tjöldum. Það er efnt til samráðsfundar með það í huga að mynda nýja ríkisstjórn fyrir kosningar og sem liður í kosningabaráttunni,“ segir Ragnheiður. Kosningar 2016 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sjá meira
Stjórnarmyndun fyrir opnun tjöldum viku fyrir alþingiskosningar er alveg nýtt afbrigði í íslenskum stjórnmálum að mati sérfræðings í stjórnmálasögu 20. aldar. Hún segir hins vegar fund formanna fjögurra flokka sem fyrirhugaður er á morgun eiga sér fyrirmyndir í sögunni. Formenn fjögurra flokka hafa ákveðið að hittast um helgina og ræða mögulegt ríkisstjórnarsamstarf að loknum kosningum, nái þeir nægilega miklu samanlögðu fylgi. Hér er um að ræða Birgittu Jónsdóttur frá Pírötum, Oddnýju Harðardóttur formanna Samfylkingarinnar, Katrínu Jakobsdóttur formann Vinstri grænna og Óttar Proppé formanna Bjartrar framtíðar. Tilkynnt var um fundinn á samfélagsmiðlum í gærkvöldi en þau ætla að funda á Lækjarbrekku klukkan ellefu í fyrramálið. Birgitta Jónsdóttir segir Pírata hafa ákveðið að fara þessa leið því þeim finnist mikilvægt að kjósendur séu vel upplýstir fyrir komandi kosningar. „Við viljum búa til skýra valkosti fyrir kjósendur svo þeir lendi ekki í því að vera kjósa óvart einhvern allt annan flokk en þeir voru að kjósa fyrir,“ segir Birgitta og bætir við að á fundinum verði fyrst og fremst skoðuð aðal áherslumál flokkanna til að kanna hvort þeir eigi samleið eða ekki. Stefnur flokkanna samræmist ekki í öllum málum. Til dæmis ekki í landbúnaðarmálum. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna segist hafa tekið vel í fundarboðið. Hún segir flokkana hafa unnið vel saman í stjórnarandstöðu. Þannig sé full ástæða til að láta reyna á það hvort það geti ekki haldið áfram. Birgitta segir það ekki rétt að mögulega fái Katrín forsætisráðherraembættið fái þeir umboð til stjórnarmyndunar. Þó sé ekki tímabært að ræða embættin. „Auðvitað er það þannig að það er einungis forsætisráðherra sem tekur við stjórnarmyndunarumboðinu og við stefnum að því að fá það umboð. Það er bara þannig,“ segir Birgitta. Ragnheiður Kristjánsdóttir, dósent í sagnfræði, segir að flokkar hafi áður haft samráð fyrir kosningar. Það hafi til dæmis gerst árið 1956 þegar Alþýðuflokkurinn og Framsóknarflokkurinn gerðu með sér kosningabandalag. „Það sem er óvenjulegt núna er að þetta er gert fyrir opnum tjöldum. Það er efnt til samráðsfundar með það í huga að mynda nýja ríkisstjórn fyrir kosningar og sem liður í kosningabaráttunni,“ segir Ragnheiður.
Kosningar 2016 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sjá meira