Formenn stjórnarflokkanna bjartsýnir á að sitja áfram í stjórn Heimir Már Pétursson skrifar 21. október 2016 19:03 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, stýrði sínum fyrsta ríkisráðsfundi á Bessastöðum í dag og staðfesti þar nýlega samþykkt lög frá Alþingi. Eftir rúma viku bíður hans að veita einhverjum leiðtoga sjö stjórnmálaflokka umboð til myndunar nýrrar ríkisstjórnar. Þetta var líka síðasti ríkisráðsfundur núverandi ríkisstjórnar fram að kosningum. En á laugardaginn eftir viku kemur í ljós hverjir eru líklegir til að mæta til reglulegra funda hjá forseta Íslands. Ríkisráðsfundir eru hefbundnar samkomur þar sem einstakir ráðherrar bera lagafrumvörp upp við forseta til endurstaðfestingar en þetta er líka formlegur vettvangur til samtals forsetans við ráðherra. Forseti hverju sinni á hins vegar reglulega trúnaðrsamtöl við forsætisráðherra og eftir atvikum aðra ráðherra og stjórnmálamenn. Sigurður Ingi Jóhannsson hefur verið forsætisráðherra í 28 vikur og ekki víst að hann verði það að loknum kosningum eftir viku.Hvernig var það að vera á síðasta ríkisráðsfundi fyrir kosningar. Þú hefur ekki verið forsætisráðherra í langan tíma?„Við vorum einmitt að rifja það upp hér í upphafi ríkisráðsfundar, af því forsetinn var auðvitað á sínum fyrsta, að þegar við komum í ríkisstjórn árið 2013 hafði ekkert okkar áður setið ríkisráðsfund. Þannig að það eru margir reglulega að læra nýja hluti í íslensku samfélagi,“ segir Sigurður Ingi. Framsóknarflokkurinn hefur að undanfönu mælst með minna en tíu prósent í skoðanakönnunum og líkur á að þingmönnum flokksins fækki úr nítján í átta til níu. Forsætisráðherra segist hins vegar vona að kjósendur kynni sér vel stefnumál flokksins. „Og þess vegna geng ég bjartsýnn inn í þessa viku. En það er rétt að við höfum legið heldur lágt, reyndar allt kjörtímabilið. En vika er langur tími í pólitík og ég er algerlega tilbúinn til að vinna áfram þess vegna sem forsætisráðherra ef það endar þannig,“ segir forsætisráðherra. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra er bjartsýnn á að hann eigi eftir að sitja ríkisráðsfundi eftir kosningar. „Já ég trúi því og að við munum nýta síðustu dagana vel. Mér finnst fínt að kosningabaráttan er aðeins að kristallst í tvo valkosti,“ segir Bjarni. „Ég er bara algerlega á öndverðum meiði við þá sem eru að boða miklar kollsteypur á stjórnarskrá, inngöngu í Evrópusambandið, upptöku nýs gjaldmiðils og annað þess háttar. En á endanum verða kjósendur að velja hvaða leið á að fara.“Þú heldur semsagt að þú getir fengið einhvern í stjórn með ykkur og Framsóknarmönnum um þessi sjónarmið? „Ég held að í öllum flokkum sé fólk sem skilur að okkur ber skylda til að verja lýðræðislega fengna niðurstöðu. Við munum vinna með það sem við fáum í þessum kosningum til að gera sem allra best fyrir land og þjóð,“ segir Bjarni Benediktsson. Kosningar 2016 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, stýrði sínum fyrsta ríkisráðsfundi á Bessastöðum í dag og staðfesti þar nýlega samþykkt lög frá Alþingi. Eftir rúma viku bíður hans að veita einhverjum leiðtoga sjö stjórnmálaflokka umboð til myndunar nýrrar ríkisstjórnar. Þetta var líka síðasti ríkisráðsfundur núverandi ríkisstjórnar fram að kosningum. En á laugardaginn eftir viku kemur í ljós hverjir eru líklegir til að mæta til reglulegra funda hjá forseta Íslands. Ríkisráðsfundir eru hefbundnar samkomur þar sem einstakir ráðherrar bera lagafrumvörp upp við forseta til endurstaðfestingar en þetta er líka formlegur vettvangur til samtals forsetans við ráðherra. Forseti hverju sinni á hins vegar reglulega trúnaðrsamtöl við forsætisráðherra og eftir atvikum aðra ráðherra og stjórnmálamenn. Sigurður Ingi Jóhannsson hefur verið forsætisráðherra í 28 vikur og ekki víst að hann verði það að loknum kosningum eftir viku.Hvernig var það að vera á síðasta ríkisráðsfundi fyrir kosningar. Þú hefur ekki verið forsætisráðherra í langan tíma?„Við vorum einmitt að rifja það upp hér í upphafi ríkisráðsfundar, af því forsetinn var auðvitað á sínum fyrsta, að þegar við komum í ríkisstjórn árið 2013 hafði ekkert okkar áður setið ríkisráðsfund. Þannig að það eru margir reglulega að læra nýja hluti í íslensku samfélagi,“ segir Sigurður Ingi. Framsóknarflokkurinn hefur að undanfönu mælst með minna en tíu prósent í skoðanakönnunum og líkur á að þingmönnum flokksins fækki úr nítján í átta til níu. Forsætisráðherra segist hins vegar vona að kjósendur kynni sér vel stefnumál flokksins. „Og þess vegna geng ég bjartsýnn inn í þessa viku. En það er rétt að við höfum legið heldur lágt, reyndar allt kjörtímabilið. En vika er langur tími í pólitík og ég er algerlega tilbúinn til að vinna áfram þess vegna sem forsætisráðherra ef það endar þannig,“ segir forsætisráðherra. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra er bjartsýnn á að hann eigi eftir að sitja ríkisráðsfundi eftir kosningar. „Já ég trúi því og að við munum nýta síðustu dagana vel. Mér finnst fínt að kosningabaráttan er aðeins að kristallst í tvo valkosti,“ segir Bjarni. „Ég er bara algerlega á öndverðum meiði við þá sem eru að boða miklar kollsteypur á stjórnarskrá, inngöngu í Evrópusambandið, upptöku nýs gjaldmiðils og annað þess háttar. En á endanum verða kjósendur að velja hvaða leið á að fara.“Þú heldur semsagt að þú getir fengið einhvern í stjórn með ykkur og Framsóknarmönnum um þessi sjónarmið? „Ég held að í öllum flokkum sé fólk sem skilur að okkur ber skylda til að verja lýðræðislega fengna niðurstöðu. Við munum vinna með það sem við fáum í þessum kosningum til að gera sem allra best fyrir land og þjóð,“ segir Bjarni Benediktsson.
Kosningar 2016 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira