Tilraunastarfsemin hluti sýningarinnar Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 22. október 2016 09:15 "Ég er að reyna að mála þetta eins og lag fyrir lag, eins og flyksurnar eru, þær eru allar hver með sínum lit, þó alltaf skíni í annan lit á bak við,“ segir Þórgunnur. Mynd/Auðunn Níelsson „Verkin á sýningunni eru unnin út frá málningarflyksum sem ég fann þegar ég var að gera upp íbúðina mína sem er í húsi frá 1942,“ segir Þórgunnur Oddsdóttir um það sem fyrir augu ber í Mjólkurbúðinni í Listagilinu á Akureyri. Þeir sem fylgjast með Landanum á RÚV þekkja Þórgunni sem dagskrárgerðarmann en hún er líka myndlistarmaður og kann að skapa úr því sem í kring um hana er. Hér lýsir hún því nýjasta. „Þegar maður byrjar að skrapa málningu af dyrakörmum og víðar þá flagnar hún oft í skemmtileg form og ég fór að safna þessum flyksum saman, mér þótti þær svolítið fallegar og fannst vera saga í þeim, því ég gat rakið mig aftur í tímann. Svo voru margar þeirra eins og fjöll í laginu.“ „Finna má líkindi með lögum af málningu sem orðið hafa til á áratugum og jarðlögum sem ýmislegt má lesa úr,“ bendir Þórgunnur á. „Mig langaði að vinna eitthvað með þetta en vissi í fyrstu ekki hvernig ég ætti að koma því til skila.“ Hún kveðst hafa byrjað á að búa til verk úr málningarflyksunum sjálfum sem eru í 20 litum. Það er á sýningunni - innrammað. „Svo fór ég í Flüggerliti, skoðaði litakortið og reyndi að kaupa sömu tóna.“ Ekki segir Þórgunnur það hafa verið týpíska landslagsliti heldur pastelliti sem voru í húsinu hennar. „Ég setti mér þá reglu að nota litina hreina, en ekki blanda þá. Formin eru einföld og ég er að reyna að gera þetta eins og flyksurnar, þær eru allar hver með sínum lit, þó alltaf skíni svo í annan lit á bak við.“ En eru einhver líkindi með fjöllunum á myndunum og öðrum sem hún hefur séð eða kannast við? „Nei, ég hef forðast að reyna að gera einhver ákveðin fjöll en það er bara gaman ef fólk sér eitthvað út úr þeim sem það þekkir.“ Sýningin var í raun opnuð um síðustu helgi. Þá setti Þórgunnur upp vinnustofu í galleríinu og hefur verið síðustu kvöld, eftir vinnu á RÚV, að mála ný málverk sem eru innblásin af þeim litlu landslagsmálverkum sem hún fann í flyksunum. Hvernig hefur gengið? „Ég er alveg komin með slatta. Fólk hefur aðeins verið að reka inn nefið í vikunni og ég sé að það tengir við það sem ég er að gera, þannig að þetta hefur verið skemmtilegt. Ég var búin að vera að glíma við viðfangsefnið heima en svo fannst mér bara gaman að gera tilraunastarfsemina að hluta sýningarinnar, hafa ferlið með í stað þess að sýna verkin fullsköpuð. Nú er ég hætt og ætla að sýna afraksturinn í dag og á morgun í Mjólkurbúðinni sem er opin frá 14 til 17.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 22. október 2016. Menning Mest lesið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
„Verkin á sýningunni eru unnin út frá málningarflyksum sem ég fann þegar ég var að gera upp íbúðina mína sem er í húsi frá 1942,“ segir Þórgunnur Oddsdóttir um það sem fyrir augu ber í Mjólkurbúðinni í Listagilinu á Akureyri. Þeir sem fylgjast með Landanum á RÚV þekkja Þórgunni sem dagskrárgerðarmann en hún er líka myndlistarmaður og kann að skapa úr því sem í kring um hana er. Hér lýsir hún því nýjasta. „Þegar maður byrjar að skrapa málningu af dyrakörmum og víðar þá flagnar hún oft í skemmtileg form og ég fór að safna þessum flyksum saman, mér þótti þær svolítið fallegar og fannst vera saga í þeim, því ég gat rakið mig aftur í tímann. Svo voru margar þeirra eins og fjöll í laginu.“ „Finna má líkindi með lögum af málningu sem orðið hafa til á áratugum og jarðlögum sem ýmislegt má lesa úr,“ bendir Þórgunnur á. „Mig langaði að vinna eitthvað með þetta en vissi í fyrstu ekki hvernig ég ætti að koma því til skila.“ Hún kveðst hafa byrjað á að búa til verk úr málningarflyksunum sjálfum sem eru í 20 litum. Það er á sýningunni - innrammað. „Svo fór ég í Flüggerliti, skoðaði litakortið og reyndi að kaupa sömu tóna.“ Ekki segir Þórgunnur það hafa verið týpíska landslagsliti heldur pastelliti sem voru í húsinu hennar. „Ég setti mér þá reglu að nota litina hreina, en ekki blanda þá. Formin eru einföld og ég er að reyna að gera þetta eins og flyksurnar, þær eru allar hver með sínum lit, þó alltaf skíni svo í annan lit á bak við.“ En eru einhver líkindi með fjöllunum á myndunum og öðrum sem hún hefur séð eða kannast við? „Nei, ég hef forðast að reyna að gera einhver ákveðin fjöll en það er bara gaman ef fólk sér eitthvað út úr þeim sem það þekkir.“ Sýningin var í raun opnuð um síðustu helgi. Þá setti Þórgunnur upp vinnustofu í galleríinu og hefur verið síðustu kvöld, eftir vinnu á RÚV, að mála ný málverk sem eru innblásin af þeim litlu landslagsmálverkum sem hún fann í flyksunum. Hvernig hefur gengið? „Ég er alveg komin með slatta. Fólk hefur aðeins verið að reka inn nefið í vikunni og ég sé að það tengir við það sem ég er að gera, þannig að þetta hefur verið skemmtilegt. Ég var búin að vera að glíma við viðfangsefnið heima en svo fannst mér bara gaman að gera tilraunastarfsemina að hluta sýningarinnar, hafa ferlið með í stað þess að sýna verkin fullsköpuð. Nú er ég hætt og ætla að sýna afraksturinn í dag og á morgun í Mjólkurbúðinni sem er opin frá 14 til 17.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 22. október 2016.
Menning Mest lesið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira