Aurum alltof dýrt eða kreppunni um að kenna? Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. október 2016 15:15 Dómsmálið hefur verið til meðferðar í vikunni. Vísir/GVA Stjórnarformanni bresku skartgripakeðjunnar Aurum Holdings Limited árið 2008 og framkvæmdastjóra skartgripafyrirtækisins Damas LLC, í Dúbaí, sama ár greinir á um það hvers vegna síðarnefnda fyrirtækið hætti við að kaupa hlut í því fyrrnefnda. Stjórnarformaður Aurum telur ástæðurnar liggja í óvissunni sem skapaðist á mörkuðum í lok sumars 2008 þegar efnahagskreppan var byrjuð að gera vart við sig og í ýmsum vandræðum sem Damas var að lenda í, meðal annars vegna framkvæmdastjórans. Framkvæmdastjóri Damas telur hins vegar að verðmiðinn sem settur hafi verið á Aurum hafi að mati stjórnar fyrirtækisins verið of hár. Þetta kom fram við vitnaleiðslur fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag en þar fer aðalmeðferð Aurum-málsins fram. Í málinu eru þeir Lárus Welding fyrrverandi forstjóri Glitnis og Magnús Arnar Arngrímsson sem var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs bankans ákærðir fyrir umboðssvik vegna sex milljarða króna lánveitingar Glitnis til félagsins FS38 í júlí 2008. Úr dómsal.Vísir/GVAÞá eru þeir Jón Ásgeir Jóhannesson sem var einn stærsti eigandi Glitnis og Bjarni Jóhannesson sem var viðskiptastjóri hjá bankanum ákærðir fyrir hlutdeild í meintum umboðssvikum. Jón Ásgeir taldi að Glitnir myndi stórgræða á viðskiptunumLánið var notað til að kaupa 25,7 prósent hlut Fons í Aurum en fram hefur komið við aðalmeðferðina að Damas hafði hug á að kaupa allt að 30 prósent hlut í Aurum. Voru skartgripafyrirtækin í samskiptum vegna fyrirhugaðra viðskipta á fyrri hluta árs 2008. Í gögnum málsins kemur fram að framkvæmdastjóri Damas hafi falast eftir aðstoð hjá Baugi til að eignast hlut í fyrirtækinu og sagði Jón Ásgeir í gær að aðkoma hans að málinu hefði falist í því að hjálpa til við að koma viðskiptunum á. Var hugmyndin sú að Damas myndi á endanum kaupa 19 prósent af þeim hlutabréfum sem FS38 keypti af Fons en ekkert varð af viðskiptunum sem Jón Ásgeir taldi að Glitnir myndi stórgræða á.Var verðmatið hæfilegt eða of hátt?Ákæruvaldið telur að verðmatið á bréfunum í Aurum hafi verið of hátt. Því hafi lánið sem Glitnir veitti verið of hátt og fé bankans verið stefnt í hættu með lánveitingunni. Þessu eru sakborningar ósammála og telja að verðmatið, fjórir milljarðar króna, hafi verið raunhæft. Vísa þeir í samtímaverðmöt fyrirtækjaráðgjafar Glitnis, fyrirtækjaráðgjafar Kaupþings og verð sem sett er fram annars vegar í bréfi framkvæmdastjóra Damas til Gunnars Sigurðssonar forstjóra Baugs og hins vegar í skjali þar sem viðskiptin voru útlistuð, en var ekki lagalega bindandi, og er svokallað „Head of Terms“.Lárus Welding í dómsal í vikunnivísir/gvaBæði í bréfinu frá framkvæmdastjóranum og í „Head of Terms“ er verðið sem nefnt er 100 milljónir punda. Í vitnisburði framkvæmastjórans í dag sagði hann hins vegar hluturinn hafi ekki verið meira virði en 60 til 70 milljónir punda og að stjórn Damas hefði hætt við kaupin vegna þess að verðið væri of hátt. Aðspurður hvenær hætt hefði verið við kaupin kvaðst framkvæmdastjórinn telja að það hafi verið í lok september. Segja engar umræður um verð hafa farið fram Stjórnarformaður Aurum neitaði því aftur á móti að það hefði eitthvað haft með þætti sem tengdust skartgripakeðjunni sjálfri að gera að ekkert varð af viðskiptunum. Þannig hafi verðið ekkert haft með málið að gera enda hafi engar umræður um verð farið fram. „Þegar ég lít til baka var það í 1. lagi fjármálakreppan sem var að byrja þarna í enda júlí, byrjun ágúst sem skapaði óvissu. Og í öðru lagi, þegar ég lít til baka, þá var Damas að lenda í ýmsum vandræðum í Dúbaí. Tawhid [framkvæmdastjóri fyrirtækisins] hafði verið rekinn frá fjölskyldufyrirtæki sínu vegna viðskipta sem hann var að gera sem voru ekki góð. Ég vissi ekki af þessu en þetta bendir til að hann hafi verið óáreiðanlegur maður,“ sagði stjórnarformaður Aurum í dag. Aurum Holding málið Tengdar fréttir Jón Ásgeir í héraðsdómi: „Frekja og eftirfylgni er ekki glæpur“ Jón Ásgeir Jóhannesson sem ákærður er fyrir hlutdeild í umboðssvikum í Aurum-málinu gaf skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun en aðalmeðferð málsins fer nú fram. 20. október 2016 10:33 Lárus Welding í tölvupósti í febrúar 2008: „Er ég rekinn“ Lárus Welding fyrrverandi forstjóri Glitnis hafði ekki mestar áhyggjur af því að missa vinnuna í upphafi árs 2008 heldur af stöðu bankans og þeim vanda sem steðjaði að á mörkuðum. 20. október 2016 09:38 Mundi ekki eftir verðmati á Aurum í yfirheyrslu hjá lögreglu: „Ég var mjög stressaður“ Daði Hannesson, sérfræðingur sem starfaði í fyrirtækjaráðgjöf Glitnis árið 2008 og vann verðmat á bresku skartgripakeðjunni Aurum Holdings Limited, kom fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í gær og bar vitni í sakamáli sem kennt er við keðjuna. 21. október 2016 11:00 Pálmi Haraldsson um Aurum: „Þeir vildu borga sem minnst en ég vildi fá sem mest“ Pálmi Haraldsson eigandi og framkvæmdastjóri Fons bar vitni fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag Aurum-málinu. 20. október 2016 16:37 Jón Ásgeir þvertók fyrir að hafa haft boðvald innan Glitnis Jón Ásgeir Jóhannesson sagði fyrir dómi í dag að hann hafi ekki verið í neinni aðstöðu til að segja Lárusi Welding forstjóra Glitnis fyrir verkum. 20. október 2016 12:43 Mest lesið Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Sjá meira
Stjórnarformanni bresku skartgripakeðjunnar Aurum Holdings Limited árið 2008 og framkvæmdastjóra skartgripafyrirtækisins Damas LLC, í Dúbaí, sama ár greinir á um það hvers vegna síðarnefnda fyrirtækið hætti við að kaupa hlut í því fyrrnefnda. Stjórnarformaður Aurum telur ástæðurnar liggja í óvissunni sem skapaðist á mörkuðum í lok sumars 2008 þegar efnahagskreppan var byrjuð að gera vart við sig og í ýmsum vandræðum sem Damas var að lenda í, meðal annars vegna framkvæmdastjórans. Framkvæmdastjóri Damas telur hins vegar að verðmiðinn sem settur hafi verið á Aurum hafi að mati stjórnar fyrirtækisins verið of hár. Þetta kom fram við vitnaleiðslur fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag en þar fer aðalmeðferð Aurum-málsins fram. Í málinu eru þeir Lárus Welding fyrrverandi forstjóri Glitnis og Magnús Arnar Arngrímsson sem var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs bankans ákærðir fyrir umboðssvik vegna sex milljarða króna lánveitingar Glitnis til félagsins FS38 í júlí 2008. Úr dómsal.Vísir/GVAÞá eru þeir Jón Ásgeir Jóhannesson sem var einn stærsti eigandi Glitnis og Bjarni Jóhannesson sem var viðskiptastjóri hjá bankanum ákærðir fyrir hlutdeild í meintum umboðssvikum. Jón Ásgeir taldi að Glitnir myndi stórgræða á viðskiptunumLánið var notað til að kaupa 25,7 prósent hlut Fons í Aurum en fram hefur komið við aðalmeðferðina að Damas hafði hug á að kaupa allt að 30 prósent hlut í Aurum. Voru skartgripafyrirtækin í samskiptum vegna fyrirhugaðra viðskipta á fyrri hluta árs 2008. Í gögnum málsins kemur fram að framkvæmdastjóri Damas hafi falast eftir aðstoð hjá Baugi til að eignast hlut í fyrirtækinu og sagði Jón Ásgeir í gær að aðkoma hans að málinu hefði falist í því að hjálpa til við að koma viðskiptunum á. Var hugmyndin sú að Damas myndi á endanum kaupa 19 prósent af þeim hlutabréfum sem FS38 keypti af Fons en ekkert varð af viðskiptunum sem Jón Ásgeir taldi að Glitnir myndi stórgræða á.Var verðmatið hæfilegt eða of hátt?Ákæruvaldið telur að verðmatið á bréfunum í Aurum hafi verið of hátt. Því hafi lánið sem Glitnir veitti verið of hátt og fé bankans verið stefnt í hættu með lánveitingunni. Þessu eru sakborningar ósammála og telja að verðmatið, fjórir milljarðar króna, hafi verið raunhæft. Vísa þeir í samtímaverðmöt fyrirtækjaráðgjafar Glitnis, fyrirtækjaráðgjafar Kaupþings og verð sem sett er fram annars vegar í bréfi framkvæmdastjóra Damas til Gunnars Sigurðssonar forstjóra Baugs og hins vegar í skjali þar sem viðskiptin voru útlistuð, en var ekki lagalega bindandi, og er svokallað „Head of Terms“.Lárus Welding í dómsal í vikunnivísir/gvaBæði í bréfinu frá framkvæmdastjóranum og í „Head of Terms“ er verðið sem nefnt er 100 milljónir punda. Í vitnisburði framkvæmastjórans í dag sagði hann hins vegar hluturinn hafi ekki verið meira virði en 60 til 70 milljónir punda og að stjórn Damas hefði hætt við kaupin vegna þess að verðið væri of hátt. Aðspurður hvenær hætt hefði verið við kaupin kvaðst framkvæmdastjórinn telja að það hafi verið í lok september. Segja engar umræður um verð hafa farið fram Stjórnarformaður Aurum neitaði því aftur á móti að það hefði eitthvað haft með þætti sem tengdust skartgripakeðjunni sjálfri að gera að ekkert varð af viðskiptunum. Þannig hafi verðið ekkert haft með málið að gera enda hafi engar umræður um verð farið fram. „Þegar ég lít til baka var það í 1. lagi fjármálakreppan sem var að byrja þarna í enda júlí, byrjun ágúst sem skapaði óvissu. Og í öðru lagi, þegar ég lít til baka, þá var Damas að lenda í ýmsum vandræðum í Dúbaí. Tawhid [framkvæmdastjóri fyrirtækisins] hafði verið rekinn frá fjölskyldufyrirtæki sínu vegna viðskipta sem hann var að gera sem voru ekki góð. Ég vissi ekki af þessu en þetta bendir til að hann hafi verið óáreiðanlegur maður,“ sagði stjórnarformaður Aurum í dag.
Aurum Holding málið Tengdar fréttir Jón Ásgeir í héraðsdómi: „Frekja og eftirfylgni er ekki glæpur“ Jón Ásgeir Jóhannesson sem ákærður er fyrir hlutdeild í umboðssvikum í Aurum-málinu gaf skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun en aðalmeðferð málsins fer nú fram. 20. október 2016 10:33 Lárus Welding í tölvupósti í febrúar 2008: „Er ég rekinn“ Lárus Welding fyrrverandi forstjóri Glitnis hafði ekki mestar áhyggjur af því að missa vinnuna í upphafi árs 2008 heldur af stöðu bankans og þeim vanda sem steðjaði að á mörkuðum. 20. október 2016 09:38 Mundi ekki eftir verðmati á Aurum í yfirheyrslu hjá lögreglu: „Ég var mjög stressaður“ Daði Hannesson, sérfræðingur sem starfaði í fyrirtækjaráðgjöf Glitnis árið 2008 og vann verðmat á bresku skartgripakeðjunni Aurum Holdings Limited, kom fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í gær og bar vitni í sakamáli sem kennt er við keðjuna. 21. október 2016 11:00 Pálmi Haraldsson um Aurum: „Þeir vildu borga sem minnst en ég vildi fá sem mest“ Pálmi Haraldsson eigandi og framkvæmdastjóri Fons bar vitni fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag Aurum-málinu. 20. október 2016 16:37 Jón Ásgeir þvertók fyrir að hafa haft boðvald innan Glitnis Jón Ásgeir Jóhannesson sagði fyrir dómi í dag að hann hafi ekki verið í neinni aðstöðu til að segja Lárusi Welding forstjóra Glitnis fyrir verkum. 20. október 2016 12:43 Mest lesið Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Sjá meira
Jón Ásgeir í héraðsdómi: „Frekja og eftirfylgni er ekki glæpur“ Jón Ásgeir Jóhannesson sem ákærður er fyrir hlutdeild í umboðssvikum í Aurum-málinu gaf skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun en aðalmeðferð málsins fer nú fram. 20. október 2016 10:33
Lárus Welding í tölvupósti í febrúar 2008: „Er ég rekinn“ Lárus Welding fyrrverandi forstjóri Glitnis hafði ekki mestar áhyggjur af því að missa vinnuna í upphafi árs 2008 heldur af stöðu bankans og þeim vanda sem steðjaði að á mörkuðum. 20. október 2016 09:38
Mundi ekki eftir verðmati á Aurum í yfirheyrslu hjá lögreglu: „Ég var mjög stressaður“ Daði Hannesson, sérfræðingur sem starfaði í fyrirtækjaráðgjöf Glitnis árið 2008 og vann verðmat á bresku skartgripakeðjunni Aurum Holdings Limited, kom fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í gær og bar vitni í sakamáli sem kennt er við keðjuna. 21. október 2016 11:00
Pálmi Haraldsson um Aurum: „Þeir vildu borga sem minnst en ég vildi fá sem mest“ Pálmi Haraldsson eigandi og framkvæmdastjóri Fons bar vitni fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag Aurum-málinu. 20. október 2016 16:37
Jón Ásgeir þvertók fyrir að hafa haft boðvald innan Glitnis Jón Ásgeir Jóhannesson sagði fyrir dómi í dag að hann hafi ekki verið í neinni aðstöðu til að segja Lárusi Welding forstjóra Glitnis fyrir verkum. 20. október 2016 12:43