Ingó fer yfir pólitíkina: Telur að kosið verði aftur, vill sjá spítalann á Vífilsstöðum og kaus Ástþór Stefán Árni Pálsson skrifar 20. október 2016 11:15 Ingólfur þekkir stjórnmálin mjög vel á Íslandi. „Ég er svona að bíða eftir að einhver komi fram og segist ekki ætla lofa neinu, ekki alltaf vera að lofa einhverri endalausri þvælu,“ segir tónlistamaðurinn Ingólfur Þórarinsson sem er sérstakur pólitískur rýnir Brennslunnar á FM957. Hann var gestur þáttarins í morgun og fór þar yfir pólitíska landslagið á Íslandi í dag en núna eru aðeins 9 dagar til kosninga. Ingólfur fór meðal annars yfir fyrirkomulag vaxtabóta og líkti því við að ríkið myndi alltaf borga einstaklingi 15.000 krónur áður en hann færi inn í fatabúð. „Fólk tekur ennþá lánin frá bönkunum þá svo að þeir séu að rukka þessa vexti, og svo þarf ríkið að niðurgreiða þetta, meðan bankarnir græða og græða.“ Ingólfur kemur fram með skemmtilega kenningu og telur hann að það verði einfaldlega kosið aftur eftir komandi kosningar. „Ég hugsa að þetta verði nokkuð erfitt og framundan sé erfiðar stjórnarmyndunarviðræður. Núna er VG að mælast ágætlega og Viðreisn gæti komið sterkur inn. Ef þetta lendi í fjögurra flokka stjórn, þá verður samstarfið mjög erfitt,“ segir Ingó sem telur að í framhaldinu þyrfti þá að kjósa aftur. Popparinn fór vel í gegnum fyrirkomulagið á aflaheimildum við Íslandsstrendur og er hann greinilega vel inni í þeim málum. Ingólfur tjáði sig einnig um staðsetningu nýs spítala á höfuðborgarsvæðinu.Vill flytja spítalann „Ég myndi vilja sjá hann upp á Vífilsstöðum. Ég skil vel þau sjónarmið að fólk vilji hafa spítalann nálægt háskólanum en byggðin er orðin svo þétt þar í kring að ég sé það ekki alveg gerast.“ Hann segir að það eigi kannski ekkert mikið eftir að breytast ef Píratar verði stærsti flokkurinn og Smári McCarthy forsætisráðherra. „Það verða kannski einhverjar kerfisbreytingar og stjórnarskránni verður jafnvel breytt, en þá þarf auðvitað að kjósa aftur. Varðandi stjórnarskrána þá myndi ég vilja sjá breytingu þar á og sjá meira jafnvægi í öllum atkvæðum. Ég skil ekki alveg af hverju atkvæði einhvers gaurs á Sauðárkróki gildi tvö eða þrefalt á við mitt, þar sem ég bý hérna upp í Grafarholti. Þetta hvetur til byggðarstefnu, sem þýðir það að flokkarnir fara alltaf út á land og lofa öllu fögru þar.“ Í samtalinu kom fram að Ingólfur hafi kosið Ástþór Magnússon í síðustu forsetakosningum. „Ég vissi alveg að Guðni myndi vinna þetta og mér fannst Ástþór bara eiga skilið að fá nokkur atkvæði. Hann er alltaf niðurlægður í svona kosningum, en samt er hann með alveg ágætar hugmyndir. Hann er bara svo kolklikkaður.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Ingó. Kosningar 2016 Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Sjá meira
„Ég er svona að bíða eftir að einhver komi fram og segist ekki ætla lofa neinu, ekki alltaf vera að lofa einhverri endalausri þvælu,“ segir tónlistamaðurinn Ingólfur Þórarinsson sem er sérstakur pólitískur rýnir Brennslunnar á FM957. Hann var gestur þáttarins í morgun og fór þar yfir pólitíska landslagið á Íslandi í dag en núna eru aðeins 9 dagar til kosninga. Ingólfur fór meðal annars yfir fyrirkomulag vaxtabóta og líkti því við að ríkið myndi alltaf borga einstaklingi 15.000 krónur áður en hann færi inn í fatabúð. „Fólk tekur ennþá lánin frá bönkunum þá svo að þeir séu að rukka þessa vexti, og svo þarf ríkið að niðurgreiða þetta, meðan bankarnir græða og græða.“ Ingólfur kemur fram með skemmtilega kenningu og telur hann að það verði einfaldlega kosið aftur eftir komandi kosningar. „Ég hugsa að þetta verði nokkuð erfitt og framundan sé erfiðar stjórnarmyndunarviðræður. Núna er VG að mælast ágætlega og Viðreisn gæti komið sterkur inn. Ef þetta lendi í fjögurra flokka stjórn, þá verður samstarfið mjög erfitt,“ segir Ingó sem telur að í framhaldinu þyrfti þá að kjósa aftur. Popparinn fór vel í gegnum fyrirkomulagið á aflaheimildum við Íslandsstrendur og er hann greinilega vel inni í þeim málum. Ingólfur tjáði sig einnig um staðsetningu nýs spítala á höfuðborgarsvæðinu.Vill flytja spítalann „Ég myndi vilja sjá hann upp á Vífilsstöðum. Ég skil vel þau sjónarmið að fólk vilji hafa spítalann nálægt háskólanum en byggðin er orðin svo þétt þar í kring að ég sé það ekki alveg gerast.“ Hann segir að það eigi kannski ekkert mikið eftir að breytast ef Píratar verði stærsti flokkurinn og Smári McCarthy forsætisráðherra. „Það verða kannski einhverjar kerfisbreytingar og stjórnarskránni verður jafnvel breytt, en þá þarf auðvitað að kjósa aftur. Varðandi stjórnarskrána þá myndi ég vilja sjá breytingu þar á og sjá meira jafnvægi í öllum atkvæðum. Ég skil ekki alveg af hverju atkvæði einhvers gaurs á Sauðárkróki gildi tvö eða þrefalt á við mitt, þar sem ég bý hérna upp í Grafarholti. Þetta hvetur til byggðarstefnu, sem þýðir það að flokkarnir fara alltaf út á land og lofa öllu fögru þar.“ Í samtalinu kom fram að Ingólfur hafi kosið Ástþór Magnússon í síðustu forsetakosningum. „Ég vissi alveg að Guðni myndi vinna þetta og mér fannst Ástþór bara eiga skilið að fá nokkur atkvæði. Hann er alltaf niðurlægður í svona kosningum, en samt er hann með alveg ágætar hugmyndir. Hann er bara svo kolklikkaður.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Ingó.
Kosningar 2016 Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Sjá meira