Jón Ásgeir í héraðsdómi: „Frekja og eftirfylgni er ekki glæpur“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. október 2016 10:33 Jón Ásgeir Jóhannesson í dómssal áður en aðalmeðferð hófst í gærmorgun. Hún mun standa út næstu viku. Vísir/GVA Jón Ásgeir Jóhannesson sem ákærður er fyrir hlutdeild í umboðssvikum í Aurum-málinu gaf skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun en aðalmeðferð málsins fer nú þar fram. Jón Ásgeir byrjaði á því að ávarpa dóminn en hann var einn stærsti eigandi Glitnis árið 2008 en málið snýst um sex milljarða króna lánveitingu bankans til FS38 sem var félag í eigu Pálma Haraldssonar viðskiptafélaga Jóns Ásgeirs. Lánið var notaði til að kaupa 25,7 prósent hlut Fons í bresku skartgripakeðjunni Aurum Holdings Limited. Í ávarpi sínu rakti Jón Ásgeir að hann hefði nú haft stöðu grunaðs manns síðan árið 2002.260 klukkutímar í yfirheyrslum „Ég hef mátt þola margar húsleitir á heimili mínu og fjölskyldu minnar og í þeim fyrirtækjum sem ég hef tengst. Mér telst til að ég hef verið í 260 klukkustundir í yfirheyrslum og ég hef varla tölu lengur á þeim ákærum sem ég hef sætt. Símar mínir og Ingibjargar konu minnar hafa verið hleraðir þó að hún hafi aldei verið grunuð um neitt. Málsmeðferðin gagnvart mér á sér enga hliðstæðu. [...] Upplifun mín er sú að mín mál hafi alltaf verið rannsökuð til sektar,“ sagði Jón Ásgeir. Hann nafngreindi síðan tvo lögreglumenn sem komu að rannsókn Aurum-málsins, þá Grím Grímsson og Svein Ingiberg Magnússon. Sagði Jón Ásgeir að þeir hefðu ekki hikað við að leyna gögnum í málinu sem sýndu að sakirnar í því stæðust ekki. Hann vísaði svo í þau samtímaverðmöt sem aðrir sakborningar vísuðu einnig í í gær en um er að ræða þrjú verðmöt sem fyrirtækjaráðgjöf Glitnis, Kaupþing og Damas LLC gerðu á hlutafénu í Aurum. Sagði Jón Ásgeir verðmötin sýna að verðmæti Aurum væri vissulega í samræmi við lánveitingu Glitnis, en ákæruvaldið heldur því fram að félagið hefði verið lítils virði og lánveitingin því stefnt fé bankans í hættu. Komið hefur fram við aðalmeðferð málsins að verðmötin hafi ekki verið í upphaflegu gögnum málsins. Jón Ásgeir sagði skýringar Gríms á því að verðmat Damas hafi ekki verið í gögnum málsins „ömurlegar.“Bugaður af framkomu yfirvaldsins Samkvæmt ákæru sýna gögn málsins að Jón Ásgeir „hafði mikil, bein og óeðlileg afskipti af rekstri Glitnis og mikil ítök og áhrif. Þessum áhrifum beitti hann einkum gagnvart ákærðu Lárusi og Bjarna.“ Er síðan vísað í tölvupóstsamskipti Jóns Ásgeirs við Lárus Welding sem var forstjóri Glitnis og er ákærður í málinu fyrir umboðssvik. Í gær fór því nokkur tími í það hjá ákæruvaldinu að spyrja Lárus út í samskipti hans við Jón Ásgeir en við lok ávarps síns í dag sagði Jón Ásgeir. „Ég get trúað ykkur fyrir því að ég er orðinn bugaður af framkomu yfirvaldsins í minn garð. [...] Lán og tryggingar Glitnis til Fons og kaupréttur bættu stöðu Glitnis, það leikur ekki vafi á því. Lánið fór í gegnum alla þá ferla sem slíkt lán þurfti innan bankans. Svo vil ég vekja athygli dómsins á því að frekja og eftirfylgni er ekki glæpur.“ Aurum Holding málið Tengdar fréttir Aurum-málið: „Getur verið að allur hávaðinn í kringum þetta mál hafi blindað héraðssaksóknara sýn?“ Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, settist fyrstur í vitnastúkuna í morgun. 19. október 2016 11:16 Lárus Welding í tölvupósti í febrúar 2008: „Er ég rekinn“ Lárus Welding fyrrverandi forstjóri Glitnis hafði ekki mestar áhyggjur af því að missa vinnuna í upphafi árs 2008 heldur af stöðu bankans og þeim vanda sem steðjaði að á mörkuðum. 20. október 2016 09:38 Aurum-málið: Telja að staða Glitnis hafi verið betri eftir sex milljarða króna lánið til FS38 Vill ákæruvaldið meina að hluturinn í Aurum hafi ekki verið sex milljarða króna virði. 19. október 2016 15:45 Viðskiptastjóri Jóns Ásgeirs hjá Glitni sendi honum yfirlit yfir skuldir Fons við bankann Pálmi Haraldsson var eigandi Fons og Jón Ásgeir Jóhannesson einn stærsti eigandi Glitnis. 19. október 2016 21:45 Lárus Welding um Jón Ásgeir: „Hann hefur mjög óeðlilegan samskiptamáta“ Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari spurði Lárus Welding fyrrverandi forstjóra Glitnis ítrekað út í samskipti hans við Jón Ásgeir Jóhannesson sem var einn stærsti eigandi Glitnis þegar meint brot sem Aurum-málið snýst um áttu sér stað. 19. október 2016 13:30 Mest lesið Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Viðskipti innlent Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Sjá meira
Jón Ásgeir Jóhannesson sem ákærður er fyrir hlutdeild í umboðssvikum í Aurum-málinu gaf skýrslu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun en aðalmeðferð málsins fer nú þar fram. Jón Ásgeir byrjaði á því að ávarpa dóminn en hann var einn stærsti eigandi Glitnis árið 2008 en málið snýst um sex milljarða króna lánveitingu bankans til FS38 sem var félag í eigu Pálma Haraldssonar viðskiptafélaga Jóns Ásgeirs. Lánið var notaði til að kaupa 25,7 prósent hlut Fons í bresku skartgripakeðjunni Aurum Holdings Limited. Í ávarpi sínu rakti Jón Ásgeir að hann hefði nú haft stöðu grunaðs manns síðan árið 2002.260 klukkutímar í yfirheyrslum „Ég hef mátt þola margar húsleitir á heimili mínu og fjölskyldu minnar og í þeim fyrirtækjum sem ég hef tengst. Mér telst til að ég hef verið í 260 klukkustundir í yfirheyrslum og ég hef varla tölu lengur á þeim ákærum sem ég hef sætt. Símar mínir og Ingibjargar konu minnar hafa verið hleraðir þó að hún hafi aldei verið grunuð um neitt. Málsmeðferðin gagnvart mér á sér enga hliðstæðu. [...] Upplifun mín er sú að mín mál hafi alltaf verið rannsökuð til sektar,“ sagði Jón Ásgeir. Hann nafngreindi síðan tvo lögreglumenn sem komu að rannsókn Aurum-málsins, þá Grím Grímsson og Svein Ingiberg Magnússon. Sagði Jón Ásgeir að þeir hefðu ekki hikað við að leyna gögnum í málinu sem sýndu að sakirnar í því stæðust ekki. Hann vísaði svo í þau samtímaverðmöt sem aðrir sakborningar vísuðu einnig í í gær en um er að ræða þrjú verðmöt sem fyrirtækjaráðgjöf Glitnis, Kaupþing og Damas LLC gerðu á hlutafénu í Aurum. Sagði Jón Ásgeir verðmötin sýna að verðmæti Aurum væri vissulega í samræmi við lánveitingu Glitnis, en ákæruvaldið heldur því fram að félagið hefði verið lítils virði og lánveitingin því stefnt fé bankans í hættu. Komið hefur fram við aðalmeðferð málsins að verðmötin hafi ekki verið í upphaflegu gögnum málsins. Jón Ásgeir sagði skýringar Gríms á því að verðmat Damas hafi ekki verið í gögnum málsins „ömurlegar.“Bugaður af framkomu yfirvaldsins Samkvæmt ákæru sýna gögn málsins að Jón Ásgeir „hafði mikil, bein og óeðlileg afskipti af rekstri Glitnis og mikil ítök og áhrif. Þessum áhrifum beitti hann einkum gagnvart ákærðu Lárusi og Bjarna.“ Er síðan vísað í tölvupóstsamskipti Jóns Ásgeirs við Lárus Welding sem var forstjóri Glitnis og er ákærður í málinu fyrir umboðssvik. Í gær fór því nokkur tími í það hjá ákæruvaldinu að spyrja Lárus út í samskipti hans við Jón Ásgeir en við lok ávarps síns í dag sagði Jón Ásgeir. „Ég get trúað ykkur fyrir því að ég er orðinn bugaður af framkomu yfirvaldsins í minn garð. [...] Lán og tryggingar Glitnis til Fons og kaupréttur bættu stöðu Glitnis, það leikur ekki vafi á því. Lánið fór í gegnum alla þá ferla sem slíkt lán þurfti innan bankans. Svo vil ég vekja athygli dómsins á því að frekja og eftirfylgni er ekki glæpur.“
Aurum Holding málið Tengdar fréttir Aurum-málið: „Getur verið að allur hávaðinn í kringum þetta mál hafi blindað héraðssaksóknara sýn?“ Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, settist fyrstur í vitnastúkuna í morgun. 19. október 2016 11:16 Lárus Welding í tölvupósti í febrúar 2008: „Er ég rekinn“ Lárus Welding fyrrverandi forstjóri Glitnis hafði ekki mestar áhyggjur af því að missa vinnuna í upphafi árs 2008 heldur af stöðu bankans og þeim vanda sem steðjaði að á mörkuðum. 20. október 2016 09:38 Aurum-málið: Telja að staða Glitnis hafi verið betri eftir sex milljarða króna lánið til FS38 Vill ákæruvaldið meina að hluturinn í Aurum hafi ekki verið sex milljarða króna virði. 19. október 2016 15:45 Viðskiptastjóri Jóns Ásgeirs hjá Glitni sendi honum yfirlit yfir skuldir Fons við bankann Pálmi Haraldsson var eigandi Fons og Jón Ásgeir Jóhannesson einn stærsti eigandi Glitnis. 19. október 2016 21:45 Lárus Welding um Jón Ásgeir: „Hann hefur mjög óeðlilegan samskiptamáta“ Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari spurði Lárus Welding fyrrverandi forstjóra Glitnis ítrekað út í samskipti hans við Jón Ásgeir Jóhannesson sem var einn stærsti eigandi Glitnis þegar meint brot sem Aurum-málið snýst um áttu sér stað. 19. október 2016 13:30 Mest lesið Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Viðskipti innlent Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Sjá meira
Aurum-málið: „Getur verið að allur hávaðinn í kringum þetta mál hafi blindað héraðssaksóknara sýn?“ Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, settist fyrstur í vitnastúkuna í morgun. 19. október 2016 11:16
Lárus Welding í tölvupósti í febrúar 2008: „Er ég rekinn“ Lárus Welding fyrrverandi forstjóri Glitnis hafði ekki mestar áhyggjur af því að missa vinnuna í upphafi árs 2008 heldur af stöðu bankans og þeim vanda sem steðjaði að á mörkuðum. 20. október 2016 09:38
Aurum-málið: Telja að staða Glitnis hafi verið betri eftir sex milljarða króna lánið til FS38 Vill ákæruvaldið meina að hluturinn í Aurum hafi ekki verið sex milljarða króna virði. 19. október 2016 15:45
Viðskiptastjóri Jóns Ásgeirs hjá Glitni sendi honum yfirlit yfir skuldir Fons við bankann Pálmi Haraldsson var eigandi Fons og Jón Ásgeir Jóhannesson einn stærsti eigandi Glitnis. 19. október 2016 21:45
Lárus Welding um Jón Ásgeir: „Hann hefur mjög óeðlilegan samskiptamáta“ Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari spurði Lárus Welding fyrrverandi forstjóra Glitnis ítrekað út í samskipti hans við Jón Ásgeir Jóhannesson sem var einn stærsti eigandi Glitnis þegar meint brot sem Aurum-málið snýst um áttu sér stað. 19. október 2016 13:30