Píratar ásælast ekki forsætisráðuneytið Jón Hákon Halldórsson skrifar 20. október 2016 07:00 Píratar eru þegar farnir að leggja drög að samstarfi við aðra stjórnmálaflokka að loknum næstu kosningum. Smári McCarthy, oddviti flokksins í Suðurkjördæmi, segir Pírata þó ekki vera að "leitast eftir forsætisráðherrastólnum“ í hugsanlegum stjórnarmyndunarviðræðum. vísir/friðrik þór Einungis níu dagar eru til kosninga og ef niðurstöður skoðanakannana yrðu í takt við nýjustu skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis yrðu Píratar ótvíræðir sigurvegarar þeirra. Þeir fengju 14 þingmenn kjörna en fengu þrjá menn kjörna í alþingiskosningunum 2013. Flokkurinn myndi því næstum fimmfaldast að stærð. Vinstri græn gætu líka vel við unað með þrettán þingmenn samanborið við sjö þingmenn eftir síðustu kosningar. Sjálfstæðisflokkurinn myndi tapa tveimur þingmönnum frá kosningunum 2013, en væri með stærsta þingflokkinn. Flokkurinn fengi sautján þingmenn en var með nítján menn eftir síðustu kosningar. Flokkurinn er með 23,7 prósenta fylgi í nýju skoðanakönnuninni. Það er einu prósenti meira en flokkurinn var með í skoðanakönnun fyrir viku þegar hann var með 22,7 prósent. Munurinn er þó innan vikmarka. Píratar eru með 20,7 prósenta fylgi, VG með 19,2 prósenta fylgi, Framsóknarflokkurinn með 8,5 prósenta fylgi, sem er nákvæmlega það sama og hann var með fyrir viku. Þá er Björt framtíð með 7,4 prósenta fylgi, Viðreisn með 6,6 prósenta fylgi og Samfylkingin með 6,5 prósenta fylgi.Smári McCarthy, oddviti Pírata í SuðurkjördæmiÞetta er þriðja könnunin í röð sem bendir til þess að sjö stjórnmálahreyfingar eigi fulltrúa á þingi eftir næstu kosningar. Könnunin sýnir líka að ekki er möguleiki á myndun tveggja flokka ríkisstjórnar. Í Ráðhúsinu í Reykjavík starfar meirihluti sem myndaður er af fjórum stjórnmálaöflum; Pírötum, Samfylkingunni, Bjartri framtíð og Vinstri grænum. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær eru Píratar nú þegar byrjaðir að ræða samstarf að loknum kosningum við Samfylkinguna og ætla að halda fleiri fundi á næstunni. Smári McCarthy, oddviti Pírata í Suðurkjördæmi, segir fullsnemmt að segja til um með hverjum verði fundað. „En við höfum verið í samskiptum við VG og Bjarta framtíð,“ segir hann. Hann segist telja að vel hafi gengið í borginni, en það eigi eftir að koma í ljós hvort hið sama geti átt við um Alþingi. Smári segir Pírata ekki gera kröfu um forsætisráðuneytið í ríkisstjórn eftir næstu kosningar, heldur að málefnin séu efst á dagskrá. „Við erum ekki að leitast eftir forsætisráðherrastólnum,“ segir hann.Óttar Proppé, formaður BFStóran hluta þessa kjörtímabils hefur Björt framtíð mælst undir fimm prósentum og er útlit fyrir að flokkurinn fengi ekki kjörna þingmenn. Hvort sem afstaða flokksins til búvörusamninga hafði áhrif eða ekki, er ljóst að eftir atkvæðagreiðslu þess máls í þinginu fór flokkurinn að mælast betur í könnunum. Óttarr Proppé, formaður flokksins, sat fyrir svörum í Kosningaspjalli Vísis í gær. Hann sagði að draumaríkisstjórn sín væri frjálslynd miðjuríkisstjórn. Það væri ekkert óeðlilegt að flokkurinn horfði til þeirra flokka sem eru næstir Bjartri framtíð. „Það hafa gjarnan verið Viðreisn til hægri, Samfylking og Píratar til vinstri og yfir til Vinstri grænna,“ sagði Óttarr. Hann nefndi Sjálfstæðisflokkinn ekki í upptalningu sinni.Fylgi VG stóreykstAðferðafræðin á mannamáli Hringt var í 1.303 manns þar til náðist í 801 samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 17. og 18. október. Svarhlutfallið var 61,5 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til þingkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn, eða einhvern annan flokk? Það er gert í samræmi við aðferðafræði sem þróuð var á Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Alls tóku 68,0 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Einungis níu dagar eru til kosninga og ef niðurstöður skoðanakannana yrðu í takt við nýjustu skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis yrðu Píratar ótvíræðir sigurvegarar þeirra. Þeir fengju 14 þingmenn kjörna en fengu þrjá menn kjörna í alþingiskosningunum 2013. Flokkurinn myndi því næstum fimmfaldast að stærð. Vinstri græn gætu líka vel við unað með þrettán þingmenn samanborið við sjö þingmenn eftir síðustu kosningar. Sjálfstæðisflokkurinn myndi tapa tveimur þingmönnum frá kosningunum 2013, en væri með stærsta þingflokkinn. Flokkurinn fengi sautján þingmenn en var með nítján menn eftir síðustu kosningar. Flokkurinn er með 23,7 prósenta fylgi í nýju skoðanakönnuninni. Það er einu prósenti meira en flokkurinn var með í skoðanakönnun fyrir viku þegar hann var með 22,7 prósent. Munurinn er þó innan vikmarka. Píratar eru með 20,7 prósenta fylgi, VG með 19,2 prósenta fylgi, Framsóknarflokkurinn með 8,5 prósenta fylgi, sem er nákvæmlega það sama og hann var með fyrir viku. Þá er Björt framtíð með 7,4 prósenta fylgi, Viðreisn með 6,6 prósenta fylgi og Samfylkingin með 6,5 prósenta fylgi.Smári McCarthy, oddviti Pírata í SuðurkjördæmiÞetta er þriðja könnunin í röð sem bendir til þess að sjö stjórnmálahreyfingar eigi fulltrúa á þingi eftir næstu kosningar. Könnunin sýnir líka að ekki er möguleiki á myndun tveggja flokka ríkisstjórnar. Í Ráðhúsinu í Reykjavík starfar meirihluti sem myndaður er af fjórum stjórnmálaöflum; Pírötum, Samfylkingunni, Bjartri framtíð og Vinstri grænum. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær eru Píratar nú þegar byrjaðir að ræða samstarf að loknum kosningum við Samfylkinguna og ætla að halda fleiri fundi á næstunni. Smári McCarthy, oddviti Pírata í Suðurkjördæmi, segir fullsnemmt að segja til um með hverjum verði fundað. „En við höfum verið í samskiptum við VG og Bjarta framtíð,“ segir hann. Hann segist telja að vel hafi gengið í borginni, en það eigi eftir að koma í ljós hvort hið sama geti átt við um Alþingi. Smári segir Pírata ekki gera kröfu um forsætisráðuneytið í ríkisstjórn eftir næstu kosningar, heldur að málefnin séu efst á dagskrá. „Við erum ekki að leitast eftir forsætisráðherrastólnum,“ segir hann.Óttar Proppé, formaður BFStóran hluta þessa kjörtímabils hefur Björt framtíð mælst undir fimm prósentum og er útlit fyrir að flokkurinn fengi ekki kjörna þingmenn. Hvort sem afstaða flokksins til búvörusamninga hafði áhrif eða ekki, er ljóst að eftir atkvæðagreiðslu þess máls í þinginu fór flokkurinn að mælast betur í könnunum. Óttarr Proppé, formaður flokksins, sat fyrir svörum í Kosningaspjalli Vísis í gær. Hann sagði að draumaríkisstjórn sín væri frjálslynd miðjuríkisstjórn. Það væri ekkert óeðlilegt að flokkurinn horfði til þeirra flokka sem eru næstir Bjartri framtíð. „Það hafa gjarnan verið Viðreisn til hægri, Samfylking og Píratar til vinstri og yfir til Vinstri grænna,“ sagði Óttarr. Hann nefndi Sjálfstæðisflokkinn ekki í upptalningu sinni.Fylgi VG stóreykstAðferðafræðin á mannamáli Hringt var í 1.303 manns þar til náðist í 801 samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 17. og 18. október. Svarhlutfallið var 61,5 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til þingkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn, eða einhvern annan flokk? Það er gert í samræmi við aðferðafræði sem þróuð var á Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Alls tóku 68,0 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira