Þúsund Skagamenn vinna á Grundartanga og í Reykjavík Jón Hákon Halldórsson skrifar 20. október 2016 07:00 Íbúar á Ísafirði sem ætla að leggja fyrir sig háskólanám þurfa að flytjast úr heimabyggð. vísir/pjetur Norðvesturkjördæmis eru átta. Kjördæmið varð eitt af höfuðvígjum Framsóknarflokksins eftir síðustu kosningar er flokkurinn fékk fjóra menn kjörna á þing, Sjálfstæðisflokkurinn fékk tvo menn, VG einn og Samfylkingin einn. Það eru helst bættar samgöngur og fjölbreyttara atvinnulíf sem viðmælendur Fréttablaðsins telja að ættu að vera aðaláherslumál fyrir kosningarnar. Og ekki verður annað sagt en að forystumenn ríkisstjórnarinnar hafi sýnt kjördæminu áhuga. Í það minnsta hluta þess.Hálfdán Óskarsson, ÍsfirðingurSkipuð var nefnd um fjölgun starfa í kjördæminu undir forystu Stefáns Vagns Stefánssonar, oddvita Framsóknarflokksins í Skagafirði. Tillögurnar fólu í sér að 130 opinber störf yrðu til í landshlutanum, langflest í Skagafirði. Þetta átti einkum að nást með flutningi starfa frá höfuðborgarsvæðinu, til dæmis flutningi verkefna Landhelgisgæslunnar. Hálfdan Óskarsson, íbúi á Ísafirði og einn eigenda mjólkurvinnslunnar Örnu, segir vanta meiri langtímastefnumótun á svæðinu. „Mér finnst það alltaf vera einhverjar skammtímalausnir, til að redda öllu,“ segir hann. Hálfdan segir skorta meiri fjölbreytni í atvinnulífið á Vestfjörðum og hefur áhyggjur af hækkandi lífaldri íbúa á svæðinu. „Við erum að missa allt unga fólkið í burtu frá okkur og það kemur ekki til baka aftur. Við, þessi gömlu, verðum ein eftir,“ segir hann. Hálfdan segist sjálfur eiga fjóra krakka og þau hafi öll farið annað í skóla. Hálfdan viðurkennir að það sé ekki vinsælt að tala um fjölgun háskóla nú um stundir. „En ég held að það sé grunnurinn í þessu, að ungt fólk fái tækifæri til að klára sína menntun á svæðinu.“Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóriHálfdan kveðst sáttur við menntastofnanirnar á Ísafirði, eins langt og þær nái. „En það er bara menntaskóli og svo er það búið.“ Stærsta sveitarfélagið í kjördæminu er Akranes með um sjö þúsund íbúa. Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri segir að um eitt þúsund manns aki á morgnana til vinnu, á Grundartanga eða til höfuðborgarinnar. Brýnasta hagsmunamálið sé samgöngur til og frá höfuðborginni.Norðvesturkjördæmi í hnotskurn„Við erum með það mikinn fjölda af íbúum sem fer daglega á milli í vinnu og við viljum að hraðar verði farið í breikkun Vesturlandsvegar,“ segir Regína. Til útskýringar bendir Regína á að nýlega hafi Alþingi samþykkt að 700 milljónir króna yrðu settar í 1?+?2 veg á árinu 2018. Heildarframkvæmdum verði ekki lokið fyrr en árið 2025 og það sé of seint. Einnig segir Regína mikilvægt að farið verði að ræða önnur samgöngumannvirki af alvöru, eins og Sundabraut og tvöföldun Hvalfjarðarganga.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Norðvesturkjördæmis eru átta. Kjördæmið varð eitt af höfuðvígjum Framsóknarflokksins eftir síðustu kosningar er flokkurinn fékk fjóra menn kjörna á þing, Sjálfstæðisflokkurinn fékk tvo menn, VG einn og Samfylkingin einn. Það eru helst bættar samgöngur og fjölbreyttara atvinnulíf sem viðmælendur Fréttablaðsins telja að ættu að vera aðaláherslumál fyrir kosningarnar. Og ekki verður annað sagt en að forystumenn ríkisstjórnarinnar hafi sýnt kjördæminu áhuga. Í það minnsta hluta þess.Hálfdán Óskarsson, ÍsfirðingurSkipuð var nefnd um fjölgun starfa í kjördæminu undir forystu Stefáns Vagns Stefánssonar, oddvita Framsóknarflokksins í Skagafirði. Tillögurnar fólu í sér að 130 opinber störf yrðu til í landshlutanum, langflest í Skagafirði. Þetta átti einkum að nást með flutningi starfa frá höfuðborgarsvæðinu, til dæmis flutningi verkefna Landhelgisgæslunnar. Hálfdan Óskarsson, íbúi á Ísafirði og einn eigenda mjólkurvinnslunnar Örnu, segir vanta meiri langtímastefnumótun á svæðinu. „Mér finnst það alltaf vera einhverjar skammtímalausnir, til að redda öllu,“ segir hann. Hálfdan segir skorta meiri fjölbreytni í atvinnulífið á Vestfjörðum og hefur áhyggjur af hækkandi lífaldri íbúa á svæðinu. „Við erum að missa allt unga fólkið í burtu frá okkur og það kemur ekki til baka aftur. Við, þessi gömlu, verðum ein eftir,“ segir hann. Hálfdan segist sjálfur eiga fjóra krakka og þau hafi öll farið annað í skóla. Hálfdan viðurkennir að það sé ekki vinsælt að tala um fjölgun háskóla nú um stundir. „En ég held að það sé grunnurinn í þessu, að ungt fólk fái tækifæri til að klára sína menntun á svæðinu.“Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóriHálfdan kveðst sáttur við menntastofnanirnar á Ísafirði, eins langt og þær nái. „En það er bara menntaskóli og svo er það búið.“ Stærsta sveitarfélagið í kjördæminu er Akranes með um sjö þúsund íbúa. Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri segir að um eitt þúsund manns aki á morgnana til vinnu, á Grundartanga eða til höfuðborgarinnar. Brýnasta hagsmunamálið sé samgöngur til og frá höfuðborginni.Norðvesturkjördæmi í hnotskurn„Við erum með það mikinn fjölda af íbúum sem fer daglega á milli í vinnu og við viljum að hraðar verði farið í breikkun Vesturlandsvegar,“ segir Regína. Til útskýringar bendir Regína á að nýlega hafi Alþingi samþykkt að 700 milljónir króna yrðu settar í 1?+?2 veg á árinu 2018. Heildarframkvæmdum verði ekki lokið fyrr en árið 2025 og það sé of seint. Einnig segir Regína mikilvægt að farið verði að ræða önnur samgöngumannvirki af alvöru, eins og Sundabraut og tvöföldun Hvalfjarðarganga.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira