Sú stigahæsta elskar það að spila vörn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. nóvember 2016 06:00 Hin átján ára gamla Emelía Ósk Gunnarsdóttir er farin að banka á dyrnar í A-landsliðinu með frammistöðu sinni með Keflavikurliðinu í vetur. Fréttablaðið/Stefán Það var við hæfi að langstigahæsti íslenski leikmaður Domino’s-deildar kvenna væri á aukaæfingu þegar Fréttablaðið heyrði í henni í gær. Aukaæfingarnar segir hún að séu reyndar „bara“ tvær núna þegar tímabilið er í fullum gangi en það fer ekkert á milli mála að hér fer stelpa með metnað til að vera öflugur körfuboltaleikmaður. Emelía Ósk Gunnarsdóttir varð 18 ára í vor og er að hefja sitt þriðja tímabil í meistaraflokknum. Ekki er hægt að kvarta mikið yfir fyrstu skrefunum hjá henni og liðsfélögunum. Keflavíkurliðið tapaði reyndar fyrsta leiknum þar sem bandaríski leikmaður liðsins skoraði ekki eitt stig en hefur síðan unnið fimm leiki í röð.Emelía Ósk hefur farið fyrir öflugu Keflavíkurliði.vísir/stefánSigursælar í yngri flokkum „Við höfum unnið flest upp alla yngri flokkana og við erum bara vanar því að vinna. Við höfum líka spilað saman mjög lengi og þekkjum því hver aðra vel,“ segir Emelía Ósk Gunnarsdóttir sem er stigahæsti leikmaður toppliðs Keflavíkur í Domino’s-deild kvenna. „Meðalaldurinn er mjög lágur hjá okkur en það eru allar að skora hjá okkur og það er það sem er svo skemmtilegt við þetta,“ segir Emelía Ósk en stelpur sem eru átján ára og yngri hafa skorað 68 prósent stiga Keflavíkurliðsins í fyrstu sex umferðunum. Emelía Ósk er staðráðin í að halda sér og liðsfélögunum á jörðinni þrátt fyrir draumabyrjun. Emelía Ósk segir aukna umfjöllun fjölmiðla og annarra um liðið ekki hafa farið framhjá sér. „Við erum að reyna að pæla ekki of mikið í því. við þurfum bara að hugsa um okkur sjálfar og halda áfram að gera góða hluti. Það er mjög gaman að heyra svona um okkur en við megum ekki búast við því að við séum orðnar bestar og að enginn geti unnið okkur,“ segir Emelía Ósk en hver er þá stefna Keflavíkurliðsins í vetur? „Okkur langar að vera meðal fjögurra hæstu og komast í úrslitakeppnina. Við stefnum bara á að gera okkar besta og komast eins langt og við getum,“ segir hún.Hækkað sig um 12 stig í leik Emelía Ósk skoraði 6,5 stig í leik í fyrra en er nú með 18,3 stig í leik og er langstigahæsti íslenski leikmaðurinn í deildinni. Engin önnur íslensk stelpa náði að skora hundrað stig í fyrstu sex umferðunum. „Það skiptir mig ekki miklu máli að ég sé stigahæst en ég er samt alveg ánægð með það,“ segir Emelía. Ástríða hennar er nefnilega á hinum enda vallarins. „Ég elska að spila vörn og finnst það bara gaman. Ég hef verið mjög góður varnarmaður en skora síðan stöku sinnum og aðallega úr hraðaupphlaupum af því að ég er snögg fram. Ég er ekkert vön því að skora tuttugu stig í leik,“ segir hún. Emelía Ósk er ekki búin að ákveða hvert leiðin liggur á körfuboltaferlinum. „Ég útskrifast í vor og þarf að fara að ákveða það hvort ég fari í háskóla hér eða hvort mig langi að fara út að spila. Mér líst samt bara vel á það að fara út að spila,“ segir Emelía.Ekkert hræddar Hvar finnst Emelíu styrkur Keflavíkurliðsins liggja? „Í vörninni og liðsheildinni. Við spilum þetta saman og það er ekki ein manneskja sem ætlar að gera þetta allt sjálf. Það er gaman að sjá hvað við spilum boltanum og finnum opna manninn. Við erum ekkert hræddar enda vitum við það að þetta er bara körfubolti,“ segir Emelía. Dominos-deild kvenna Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti „Þær eru bara hetjur“ Handbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Sjá meira
Það var við hæfi að langstigahæsti íslenski leikmaður Domino’s-deildar kvenna væri á aukaæfingu þegar Fréttablaðið heyrði í henni í gær. Aukaæfingarnar segir hún að séu reyndar „bara“ tvær núna þegar tímabilið er í fullum gangi en það fer ekkert á milli mála að hér fer stelpa með metnað til að vera öflugur körfuboltaleikmaður. Emelía Ósk Gunnarsdóttir varð 18 ára í vor og er að hefja sitt þriðja tímabil í meistaraflokknum. Ekki er hægt að kvarta mikið yfir fyrstu skrefunum hjá henni og liðsfélögunum. Keflavíkurliðið tapaði reyndar fyrsta leiknum þar sem bandaríski leikmaður liðsins skoraði ekki eitt stig en hefur síðan unnið fimm leiki í röð.Emelía Ósk hefur farið fyrir öflugu Keflavíkurliði.vísir/stefánSigursælar í yngri flokkum „Við höfum unnið flest upp alla yngri flokkana og við erum bara vanar því að vinna. Við höfum líka spilað saman mjög lengi og þekkjum því hver aðra vel,“ segir Emelía Ósk Gunnarsdóttir sem er stigahæsti leikmaður toppliðs Keflavíkur í Domino’s-deild kvenna. „Meðalaldurinn er mjög lágur hjá okkur en það eru allar að skora hjá okkur og það er það sem er svo skemmtilegt við þetta,“ segir Emelía Ósk en stelpur sem eru átján ára og yngri hafa skorað 68 prósent stiga Keflavíkurliðsins í fyrstu sex umferðunum. Emelía Ósk er staðráðin í að halda sér og liðsfélögunum á jörðinni þrátt fyrir draumabyrjun. Emelía Ósk segir aukna umfjöllun fjölmiðla og annarra um liðið ekki hafa farið framhjá sér. „Við erum að reyna að pæla ekki of mikið í því. við þurfum bara að hugsa um okkur sjálfar og halda áfram að gera góða hluti. Það er mjög gaman að heyra svona um okkur en við megum ekki búast við því að við séum orðnar bestar og að enginn geti unnið okkur,“ segir Emelía Ósk en hver er þá stefna Keflavíkurliðsins í vetur? „Okkur langar að vera meðal fjögurra hæstu og komast í úrslitakeppnina. Við stefnum bara á að gera okkar besta og komast eins langt og við getum,“ segir hún.Hækkað sig um 12 stig í leik Emelía Ósk skoraði 6,5 stig í leik í fyrra en er nú með 18,3 stig í leik og er langstigahæsti íslenski leikmaðurinn í deildinni. Engin önnur íslensk stelpa náði að skora hundrað stig í fyrstu sex umferðunum. „Það skiptir mig ekki miklu máli að ég sé stigahæst en ég er samt alveg ánægð með það,“ segir Emelía. Ástríða hennar er nefnilega á hinum enda vallarins. „Ég elska að spila vörn og finnst það bara gaman. Ég hef verið mjög góður varnarmaður en skora síðan stöku sinnum og aðallega úr hraðaupphlaupum af því að ég er snögg fram. Ég er ekkert vön því að skora tuttugu stig í leik,“ segir hún. Emelía Ósk er ekki búin að ákveða hvert leiðin liggur á körfuboltaferlinum. „Ég útskrifast í vor og þarf að fara að ákveða það hvort ég fari í háskóla hér eða hvort mig langi að fara út að spila. Mér líst samt bara vel á það að fara út að spila,“ segir Emelía.Ekkert hræddar Hvar finnst Emelíu styrkur Keflavíkurliðsins liggja? „Í vörninni og liðsheildinni. Við spilum þetta saman og það er ekki ein manneskja sem ætlar að gera þetta allt sjálf. Það er gaman að sjá hvað við spilum boltanum og finnum opna manninn. Við erum ekkert hræddar enda vitum við það að þetta er bara körfubolti,“ segir Emelía.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti „Þær eru bara hetjur“ Handbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Sjá meira