„Dæmigerður kynáttunarvandi“ Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar 8. nóvember 2016 09:00 Ég las grein fyrir stuttu þar sem trans fólk er notað sem viðfangsefni í greinarskrifum og er meðal annars talað um að persóna í íslenskri bókmenntasögu sé með „dæmigerðan kynáttunarvanda“ og að hún sé „strákur fæddur í kvenkynslíkama.“ Fyrir mörgum sýnist svona orðalag kannski ekki vera rosalega athugavert, en að baki liggur mjög gildishlaðin saga um viðhorf gagnvart trans fólki og kynvitund þess. Orðið kynáttunarvandi á rætur sínar að rekja til skilgreiningarinnar „gender identity disorder“, en sú skilgreining var í Diagnostic and Statistical Manual of Mental Disorders (DSM) fram til ársins 2015. Þá var skilgreiningunni breytt í „gender dysphoria“ (isk. kynami). Grundvallarmunurinn á þessum tveimur skilgreiningum er sá að ekki er lengur gengið út frá því að trans fólk sé með geðsjúkdóm sem þarfnist lækningar, heldur er gengið út frá því að fólk geti upplifað mikla vanlíðan, ama, þunglyndi og kvíða við það að þurfa að lifa í röngu kyni og að aðgangur að heilbrigðisþjónustu sé því til að koma í veg fyrir slíkt og bæta andlega velferð einstaklingsins. Talið er að aðgangur að slíkri heilbrigðisþjónustu sé lífsnauðsynlegur fyrir þau sem á henni þurfa.Ekki geðrænt vandamál Hörfað hefur verið frá því að skilgreina trans fólk innan heilbrigðisgeirans og kynvitund þeirra sem geðrænt vandamál, enda eðli málsins annað. Trans fólk og kynvitund þess er ekki vandi með áttun á kyni eða geðrænt vandamál - það er einfaldlega önnur birtingarmynd kynvitundar. Sömuleiðis er einnig farið að hörfa frá því að tala um að trans fólki „hafi fæðist í líkama karlmanns/kvenmanns“. Slíkt ýtir undir þá hugmynd að trans fólk sé ekki raunverulega þess kyn sem þau upplifa sig og finnst mörgu trans fólki það niðrandi. Ég hef sjálft alltaf lýst því þannig að ég fæddist ekki í líkama einhvers karlmanns, heldur í mínum eigin líkama sem á að vera metin út frá mínum eigin forsendum. Almennt er talað um að trans fólki fái úthlutað ákveðið kyn við fæðingu. Sem dæmi hefði greinarhöfundur því getað sagt að persónan hefði verið strákur sem hefði fengið úthlutað kvenkyn við fæðingu. Persónulega finnst mér þessi greining mikið vanmat á upplifun fólks af kynhlutverkum samfélagins og kröfum þess. Það þarf að gera sterkan greinarmun á því að vera ekki sátt við samfélagsleg kynhlutverk og að vera trans manneskja. Við þurfum að geta horft gagnrýnum augum á félagslega mótuð kynhlutverk og gera okkur grein fyrir því að þau henta alls ekki og ganga oft út frá úreltum og fáranlegum hugmyndum. Það að vera þeim ósammála gerir einstakling ekki af trans manneskju, enda væri þá nánast allir sem ég þekki trans manneskjur. Það að vera trans manneskja snýst um mun djúpstæðari upplifun og ósamræmi við það kyn sem viðkomandi var úthlutað við fæðingu og eru kynhlutverk þar hugsanlega þáttur, en langt því frá að vera úrslitavaldur.Rétt orðanotkun mikilvæg Það er mikilvægt að tileinka sér rétta orðanotkun sem að ýtir ekki undir ranghugmyndir eða röng hugrenningartengsl. Það að tala um að trans fólk sé haldið kynáttunarvanda ýtir undir sjúkdómsvæðingu þess sem að jaðarsetur þau og þeirra kynvitund enn frekar. Að tala um að trans fólk hafi ‘fæðst í líkama karls/konu’ spilar inn á það að þau hafi verið eitthvað en verði svo eitthvað annað. Trans fólk á að vera metið út frá eigin kynvitund en ekki því kyni sem þau fengu úthlutað við fæðingu. Það er mín von að við getum færst framar í orðanotkun og reynt að skilja málefnu trans fólks til hlítar. Það er stór munur á því að nota úrelt orðalag vegna þess að við höfum ekki heyrt önnur sjónarmið eða þekkjum ekki þróunar á orðanotkun trans samfélagsins og að vera bókstaflega í valdastöðu gagnvart trans fólki og nota umdeilt orðalag. Það ætti að vera skylda þeirra sem eru í forsvari fyrir trans fólk og hafa lengi barist fyrir þeirra réttindum að tileinka sér rétta og faglega orðanotkun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ugla Stefanía Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Ég las grein fyrir stuttu þar sem trans fólk er notað sem viðfangsefni í greinarskrifum og er meðal annars talað um að persóna í íslenskri bókmenntasögu sé með „dæmigerðan kynáttunarvanda“ og að hún sé „strákur fæddur í kvenkynslíkama.“ Fyrir mörgum sýnist svona orðalag kannski ekki vera rosalega athugavert, en að baki liggur mjög gildishlaðin saga um viðhorf gagnvart trans fólki og kynvitund þess. Orðið kynáttunarvandi á rætur sínar að rekja til skilgreiningarinnar „gender identity disorder“, en sú skilgreining var í Diagnostic and Statistical Manual of Mental Disorders (DSM) fram til ársins 2015. Þá var skilgreiningunni breytt í „gender dysphoria“ (isk. kynami). Grundvallarmunurinn á þessum tveimur skilgreiningum er sá að ekki er lengur gengið út frá því að trans fólk sé með geðsjúkdóm sem þarfnist lækningar, heldur er gengið út frá því að fólk geti upplifað mikla vanlíðan, ama, þunglyndi og kvíða við það að þurfa að lifa í röngu kyni og að aðgangur að heilbrigðisþjónustu sé því til að koma í veg fyrir slíkt og bæta andlega velferð einstaklingsins. Talið er að aðgangur að slíkri heilbrigðisþjónustu sé lífsnauðsynlegur fyrir þau sem á henni þurfa.Ekki geðrænt vandamál Hörfað hefur verið frá því að skilgreina trans fólk innan heilbrigðisgeirans og kynvitund þeirra sem geðrænt vandamál, enda eðli málsins annað. Trans fólk og kynvitund þess er ekki vandi með áttun á kyni eða geðrænt vandamál - það er einfaldlega önnur birtingarmynd kynvitundar. Sömuleiðis er einnig farið að hörfa frá því að tala um að trans fólki „hafi fæðist í líkama karlmanns/kvenmanns“. Slíkt ýtir undir þá hugmynd að trans fólk sé ekki raunverulega þess kyn sem þau upplifa sig og finnst mörgu trans fólki það niðrandi. Ég hef sjálft alltaf lýst því þannig að ég fæddist ekki í líkama einhvers karlmanns, heldur í mínum eigin líkama sem á að vera metin út frá mínum eigin forsendum. Almennt er talað um að trans fólki fái úthlutað ákveðið kyn við fæðingu. Sem dæmi hefði greinarhöfundur því getað sagt að persónan hefði verið strákur sem hefði fengið úthlutað kvenkyn við fæðingu. Persónulega finnst mér þessi greining mikið vanmat á upplifun fólks af kynhlutverkum samfélagins og kröfum þess. Það þarf að gera sterkan greinarmun á því að vera ekki sátt við samfélagsleg kynhlutverk og að vera trans manneskja. Við þurfum að geta horft gagnrýnum augum á félagslega mótuð kynhlutverk og gera okkur grein fyrir því að þau henta alls ekki og ganga oft út frá úreltum og fáranlegum hugmyndum. Það að vera þeim ósammála gerir einstakling ekki af trans manneskju, enda væri þá nánast allir sem ég þekki trans manneskjur. Það að vera trans manneskja snýst um mun djúpstæðari upplifun og ósamræmi við það kyn sem viðkomandi var úthlutað við fæðingu og eru kynhlutverk þar hugsanlega þáttur, en langt því frá að vera úrslitavaldur.Rétt orðanotkun mikilvæg Það er mikilvægt að tileinka sér rétta orðanotkun sem að ýtir ekki undir ranghugmyndir eða röng hugrenningartengsl. Það að tala um að trans fólk sé haldið kynáttunarvanda ýtir undir sjúkdómsvæðingu þess sem að jaðarsetur þau og þeirra kynvitund enn frekar. Að tala um að trans fólk hafi ‘fæðst í líkama karls/konu’ spilar inn á það að þau hafi verið eitthvað en verði svo eitthvað annað. Trans fólk á að vera metið út frá eigin kynvitund en ekki því kyni sem þau fengu úthlutað við fæðingu. Það er mín von að við getum færst framar í orðanotkun og reynt að skilja málefnu trans fólks til hlítar. Það er stór munur á því að nota úrelt orðalag vegna þess að við höfum ekki heyrt önnur sjónarmið eða þekkjum ekki þróunar á orðanotkun trans samfélagsins og að vera bókstaflega í valdastöðu gagnvart trans fólki og nota umdeilt orðalag. Það ætti að vera skylda þeirra sem eru í forsvari fyrir trans fólk og hafa lengi barist fyrir þeirra réttindum að tileinka sér rétta og faglega orðanotkun.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun