Forsetaframbjóðendur berjast um Flórída Birgir Örn Steinarsson skrifar 5. nóvember 2016 18:52 Bandaríkjamenn kjósa sér nýjan forseta á þriðjudag. Vísir/Getty Hillary Clinton og Donald Trump þeytast nú á milli fylkja í þotum sínum í þeirri von að tryggja sigur í forsetakosningunum í Bandaríkjunum sem fara fram á þriðjudaginn. Eins og mátti búast við snýst lokaslagurinn um þau fylki þar sem mjótt er á mununum. Skoðanakannanir sýna að Hillary Clinton er líklegri til þess að sigra en síðustu vikuna hefur fylgi Trumps aukist gífurlega. Stærsti slagurinn er um Flórída, Norður Karólínu, Ohio, Nevada, Arizona og Iowa. Í öllum þessum fylkjum hefur fylgi Donald Trumps verið vaxandi. Þannig hefur það ekki verið alla kosningabaráttuna. Talið er að fréttaflutningur um að FBI hefði hug á því að ákæra Clinton vegna upplýsinga um meint fjársvik sem eiga hafa verið í tölvupósti sem forsetaframbjóðandinn geymdi á sérstökum netþjóni á heimili sínu. Það var Fox sjónvarpsstöðin sem hélt því fram að FBI ætlaði að kæra en hefur síðan þá þurft að biðjast afsökunar á röngum fréttaflutning.Donald Trump hefur fullyrt að Hillary Clinton hafi brotið lög og sagt að sérstakur saksóknari verði fenginn til að tryggja að hún verði sett á bakvið lás og slá, verði hann kjörinn forseti.Vísir/AFPTrump þarf sigur í FlórídaBæði Clinton og Trump eru nú stödd í Flórída. Þar er mikið í húfi því fylkið er stórt. Það hefur alla tíð verið mjótt á mununum hvað fylgi stjórnmálaflokka varðar í Flórída en fylkið hefur oftar en einu sinni verið lykilfylki þegar kemur að forsetakosningum. Eins og staðan er í dag ríkir mikil óvissa með það hvor forsetaframbjóðandinn fer með sigur af hólmi í Flórída. Vefsíðan FiveThirtyEight segir Trump hafa 52.6% líkur á því að sigra en aðrar skoðanakannanir gefa vísbendingar um að Clinton muni vinna. Í síðustu kosningum sigraði Obama mótherja sinn Mitt Romney í Flórída rétt tæplega eða með 0.9% mun. Talið er að það sé nauðsynlegt fyrir Trump að sigra til þess að ná forsetakjörinu. Staða Clinton er talin ögn betri en hún gæti sigrað forsetakosninguna þótt hún sigri ekki í Flórída. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fox biðst afsökunar á frétt sinni um Clinton Fréttamaðurinn Bret Baier segir það hafa verið mistök að segja að Clinton yrði líklega ákærð í tengslum við rannsókn á góðgerðarsjóði hennar. 5. nóvember 2016 09:05 Mikil harka í baráttunni um Hvíta húsið Donald Trump heldur áfram að kalla Hillary Clinton glæpamann, en hann hefur sótt verulega á í fylgi þessa vikuna í sumum könnunum. 4. nóvember 2016 20:59 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Hillary Clinton og Donald Trump þeytast nú á milli fylkja í þotum sínum í þeirri von að tryggja sigur í forsetakosningunum í Bandaríkjunum sem fara fram á þriðjudaginn. Eins og mátti búast við snýst lokaslagurinn um þau fylki þar sem mjótt er á mununum. Skoðanakannanir sýna að Hillary Clinton er líklegri til þess að sigra en síðustu vikuna hefur fylgi Trumps aukist gífurlega. Stærsti slagurinn er um Flórída, Norður Karólínu, Ohio, Nevada, Arizona og Iowa. Í öllum þessum fylkjum hefur fylgi Donald Trumps verið vaxandi. Þannig hefur það ekki verið alla kosningabaráttuna. Talið er að fréttaflutningur um að FBI hefði hug á því að ákæra Clinton vegna upplýsinga um meint fjársvik sem eiga hafa verið í tölvupósti sem forsetaframbjóðandinn geymdi á sérstökum netþjóni á heimili sínu. Það var Fox sjónvarpsstöðin sem hélt því fram að FBI ætlaði að kæra en hefur síðan þá þurft að biðjast afsökunar á röngum fréttaflutning.Donald Trump hefur fullyrt að Hillary Clinton hafi brotið lög og sagt að sérstakur saksóknari verði fenginn til að tryggja að hún verði sett á bakvið lás og slá, verði hann kjörinn forseti.Vísir/AFPTrump þarf sigur í FlórídaBæði Clinton og Trump eru nú stödd í Flórída. Þar er mikið í húfi því fylkið er stórt. Það hefur alla tíð verið mjótt á mununum hvað fylgi stjórnmálaflokka varðar í Flórída en fylkið hefur oftar en einu sinni verið lykilfylki þegar kemur að forsetakosningum. Eins og staðan er í dag ríkir mikil óvissa með það hvor forsetaframbjóðandinn fer með sigur af hólmi í Flórída. Vefsíðan FiveThirtyEight segir Trump hafa 52.6% líkur á því að sigra en aðrar skoðanakannanir gefa vísbendingar um að Clinton muni vinna. Í síðustu kosningum sigraði Obama mótherja sinn Mitt Romney í Flórída rétt tæplega eða með 0.9% mun. Talið er að það sé nauðsynlegt fyrir Trump að sigra til þess að ná forsetakjörinu. Staða Clinton er talin ögn betri en hún gæti sigrað forsetakosninguna þótt hún sigri ekki í Flórída.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fox biðst afsökunar á frétt sinni um Clinton Fréttamaðurinn Bret Baier segir það hafa verið mistök að segja að Clinton yrði líklega ákærð í tengslum við rannsókn á góðgerðarsjóði hennar. 5. nóvember 2016 09:05 Mikil harka í baráttunni um Hvíta húsið Donald Trump heldur áfram að kalla Hillary Clinton glæpamann, en hann hefur sótt verulega á í fylgi þessa vikuna í sumum könnunum. 4. nóvember 2016 20:59 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Fox biðst afsökunar á frétt sinni um Clinton Fréttamaðurinn Bret Baier segir það hafa verið mistök að segja að Clinton yrði líklega ákærð í tengslum við rannsókn á góðgerðarsjóði hennar. 5. nóvember 2016 09:05
Mikil harka í baráttunni um Hvíta húsið Donald Trump heldur áfram að kalla Hillary Clinton glæpamann, en hann hefur sótt verulega á í fylgi þessa vikuna í sumum könnunum. 4. nóvember 2016 20:59