Píratar taka undir kröfu launþega og atvinnurekenda um að Alþingi „aftengi tímasprengju“ sem kjararáð hafi kastað með hækkun launa þingmanna og ráðherra.
„Þetta er sprengja og á meðan hún er þarna inni þá tifar hún. Það eru að verða lausir samningar hjá ýmsum stéttum, kennurum og sjómönnum og svo eru allir samningar lausir í vor,“ segir Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata.
Rammalöggjöf sem unnið sé að með SALEK sé líka í uppnámi. „Um að færa okkur í norræna módelið, vera með langtíma stöðugar og hagkvæmar hækkanir á launum.“
Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Vilja "aftengja tímasprengju“
Sæunn Gísladóttir skrifar
