Fráfarandi þjálfari Grindavíkur: Rétt skal vera rétt, ég var rekinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. nóvember 2016 16:40 Björn Steinar lék lengi með karlaliði Grindavíkur. vísir/stefán Eins og frá var greint á Vísi í fyrradag er Björn Steinar Brynjólfsson hættur sem þjálfari kvennaliðs Grindavíkur. Í yfirlýsingu á Facebook-síðu körfuknattleiksdeildar Grindavíkur var greint frá því að Björn Steinar hefði hætt að eigin frumkvæði vegna slaks gengi liðsins. Nú fyrir skömmu birti Björn Steinar langan pistil á Facebook þar hann segir að það sé rangt að hann hafi sagt upp störfum. Hann hafi verið rekinn en gert þau mistök að sættast á ofangreinda yfirlýsingu. „Rétt eftir að leik lauk gegn Stjörnunni í Ásgarði var ég kallaður til fundar og mér tjáð að minna krafta væri ekki lengur óskað sem þjálfara liðsins. Í hálfgerðu áfalli vegna fréttanna, sem komu mér mjög á óvart, gerði ég þau mistök að sættast á yfirlýsingu þar sem uppgefin ástæða var að ég hefði sagt upp störfum sjálfviljugur,“ skrifar Björn Steinar. „Í stuttu máli finnst mér ekki hafa verið stutt við bakið á mér í mínu starfi og finnst ég að minnsta kosti skulda sjálfum mér að standa með mér sem persónu og þjálfara. Ég vil einnig biðjast afsökunar á að hafa ekki verið hreinskilinn í upphafi og sagt satt frá. Rétt skal vera rétt, ég var rekinn.“Grindavík hefur aðeins unnið tvo af sjö deildarleikjum sínum það sem af er tímabils.vísir/stefánBjörn Steinar segir ennfremur að uppgefin ástæða brottrekstursins hafi verið umkvörtun leikmanns Grindavíkurliðsins. Hann hafi hins vegar ekki orðið var við óánægju innan leikmannahópsins. „Uppgefin ástæða brottrekstrar er alkunn, svo alkunn að einhverjir myndu kalla hana klisju. Leikmaður virðist hafa borið fram kvörtun og niðurstaðan sú að þjálfarinn hafi „misst klefann“. Ein af ástæðum upphaflegrar yfirlýsingar var einhvers konar skömm yfir því að sú kvörtun hafi komið fram en stundum hugsar maður skýrar þegar maður nær stjórn á tilfinningunum. Ég hef í starfi mínu reynt að halda uppi hreinskilnum og opnum samskiptum við mína leikmenn, meðal annars á einstaklingsfundum, þar sem ég gat ekki skynjað þá óánægju sem talað er nú um. Þess utan hefur stjórn á engum tímapunkti gefið í skyn við mig að vandamál af því tagi sé til staða,“ skrifar Björn Steinar.Í gær var gekk Grindavík frá samningi við Bjarna Magnússon um að stýra liðinu út tímabilið.Bjarni er tíundi þjálfari kvennaliðs Grindavíkur á undanförnum fimm árum. Björn Steinar segir ástæðu til að kanna hvað veldur þessum tíðu þjálfaraskiptum í Grindavík. „Vil þó að endingu óska félaginu mínu þess að einhvers konar sjálfskoðun fari fram á því hvernig haldið er um hlutina og á hvaða forsendum ákvarðanir eru teknar í kringum þetta frábæra kvennalið. Að meistaraflokkslið kvenna í Grindavík sé nú að hefja samstarf við sinn tíunda þjálfara á einhverjum 5 árum hlýtur að vera umhugsunarefni og ástæða til kanna hvað veldur,“ skrifar Björn Steinar en færslu hans má lesa í heild sinni hér að neðan. Jón Gauti Dagbjartsson, framkvæmdarstjóri körfuknattleiksdeildar Grindavíkur, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Grindvíkingar ekki lengi að finna nýjan þjálfara Grindavík var ekki lengi að finna nýjan þjálfara fyrir kvennalið félagsins. 3. nóvember 2016 20:16 Grindvíkingar í þjálfaraleit Björn Steinar Brynjólfsson hefur látið af störfum sem þjálfari Grindavíkur í Domino's deild kvenna í körfubolta. 2. nóvember 2016 23:20 Tyson-Thomas einu stigi frá þriðja 50 stiga leiknum í vetur | Skallagrímur á góðu skriði Heil umferð fór fram í Domino's deild kvenna í kvöld. 2. nóvember 2016 21:08 Tíundi þjálfari kvennaliðs Grindavíkur á fimm árum Bjarni Magnússon, aðstoðarlandsliðsþjálfari, hefur tekið við kvennaliði Grindavíkur eftir að Björn Steinar Brynjólfsson var látinn fara. 4. nóvember 2016 14:30 Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Fleiri fréttir Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Sjá meira
Eins og frá var greint á Vísi í fyrradag er Björn Steinar Brynjólfsson hættur sem þjálfari kvennaliðs Grindavíkur. Í yfirlýsingu á Facebook-síðu körfuknattleiksdeildar Grindavíkur var greint frá því að Björn Steinar hefði hætt að eigin frumkvæði vegna slaks gengi liðsins. Nú fyrir skömmu birti Björn Steinar langan pistil á Facebook þar hann segir að það sé rangt að hann hafi sagt upp störfum. Hann hafi verið rekinn en gert þau mistök að sættast á ofangreinda yfirlýsingu. „Rétt eftir að leik lauk gegn Stjörnunni í Ásgarði var ég kallaður til fundar og mér tjáð að minna krafta væri ekki lengur óskað sem þjálfara liðsins. Í hálfgerðu áfalli vegna fréttanna, sem komu mér mjög á óvart, gerði ég þau mistök að sættast á yfirlýsingu þar sem uppgefin ástæða var að ég hefði sagt upp störfum sjálfviljugur,“ skrifar Björn Steinar. „Í stuttu máli finnst mér ekki hafa verið stutt við bakið á mér í mínu starfi og finnst ég að minnsta kosti skulda sjálfum mér að standa með mér sem persónu og þjálfara. Ég vil einnig biðjast afsökunar á að hafa ekki verið hreinskilinn í upphafi og sagt satt frá. Rétt skal vera rétt, ég var rekinn.“Grindavík hefur aðeins unnið tvo af sjö deildarleikjum sínum það sem af er tímabils.vísir/stefánBjörn Steinar segir ennfremur að uppgefin ástæða brottrekstursins hafi verið umkvörtun leikmanns Grindavíkurliðsins. Hann hafi hins vegar ekki orðið var við óánægju innan leikmannahópsins. „Uppgefin ástæða brottrekstrar er alkunn, svo alkunn að einhverjir myndu kalla hana klisju. Leikmaður virðist hafa borið fram kvörtun og niðurstaðan sú að þjálfarinn hafi „misst klefann“. Ein af ástæðum upphaflegrar yfirlýsingar var einhvers konar skömm yfir því að sú kvörtun hafi komið fram en stundum hugsar maður skýrar þegar maður nær stjórn á tilfinningunum. Ég hef í starfi mínu reynt að halda uppi hreinskilnum og opnum samskiptum við mína leikmenn, meðal annars á einstaklingsfundum, þar sem ég gat ekki skynjað þá óánægju sem talað er nú um. Þess utan hefur stjórn á engum tímapunkti gefið í skyn við mig að vandamál af því tagi sé til staða,“ skrifar Björn Steinar.Í gær var gekk Grindavík frá samningi við Bjarna Magnússon um að stýra liðinu út tímabilið.Bjarni er tíundi þjálfari kvennaliðs Grindavíkur á undanförnum fimm árum. Björn Steinar segir ástæðu til að kanna hvað veldur þessum tíðu þjálfaraskiptum í Grindavík. „Vil þó að endingu óska félaginu mínu þess að einhvers konar sjálfskoðun fari fram á því hvernig haldið er um hlutina og á hvaða forsendum ákvarðanir eru teknar í kringum þetta frábæra kvennalið. Að meistaraflokkslið kvenna í Grindavík sé nú að hefja samstarf við sinn tíunda þjálfara á einhverjum 5 árum hlýtur að vera umhugsunarefni og ástæða til kanna hvað veldur,“ skrifar Björn Steinar en færslu hans má lesa í heild sinni hér að neðan. Jón Gauti Dagbjartsson, framkvæmdarstjóri körfuknattleiksdeildar Grindavíkur, vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað.
Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Grindvíkingar ekki lengi að finna nýjan þjálfara Grindavík var ekki lengi að finna nýjan þjálfara fyrir kvennalið félagsins. 3. nóvember 2016 20:16 Grindvíkingar í þjálfaraleit Björn Steinar Brynjólfsson hefur látið af störfum sem þjálfari Grindavíkur í Domino's deild kvenna í körfubolta. 2. nóvember 2016 23:20 Tyson-Thomas einu stigi frá þriðja 50 stiga leiknum í vetur | Skallagrímur á góðu skriði Heil umferð fór fram í Domino's deild kvenna í kvöld. 2. nóvember 2016 21:08 Tíundi þjálfari kvennaliðs Grindavíkur á fimm árum Bjarni Magnússon, aðstoðarlandsliðsþjálfari, hefur tekið við kvennaliði Grindavíkur eftir að Björn Steinar Brynjólfsson var látinn fara. 4. nóvember 2016 14:30 Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Fleiri fréttir Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Sjá meira
Grindvíkingar ekki lengi að finna nýjan þjálfara Grindavík var ekki lengi að finna nýjan þjálfara fyrir kvennalið félagsins. 3. nóvember 2016 20:16
Grindvíkingar í þjálfaraleit Björn Steinar Brynjólfsson hefur látið af störfum sem þjálfari Grindavíkur í Domino's deild kvenna í körfubolta. 2. nóvember 2016 23:20
Tyson-Thomas einu stigi frá þriðja 50 stiga leiknum í vetur | Skallagrímur á góðu skriði Heil umferð fór fram í Domino's deild kvenna í kvöld. 2. nóvember 2016 21:08
Tíundi þjálfari kvennaliðs Grindavíkur á fimm árum Bjarni Magnússon, aðstoðarlandsliðsþjálfari, hefur tekið við kvennaliði Grindavíkur eftir að Björn Steinar Brynjólfsson var látinn fara. 4. nóvember 2016 14:30