Allt sem þú þarft að vita um tölvupóstamál Hillary Clinton Atli Ísleifsson skrifar 4. nóvember 2016 11:15 Tölvupóstsmálin komu almennilega í sviðsljós fjölmiðla á vordögum 2015. Vísir/AFP James Comey, forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI, greindi frá því í síðustu viku að nýir tölvupóstar hefðu komið fram sem gæfu ástæðu til þess að rannsaka frekar tölvupóstnotkun forsetaframbjóðandans Hillary Clinton á þeim tíma sem hún gegndi embætti utanríkisráðherra, 2009 til 2013. Tölvupóstarnir sem Comey vísar til komu frá Anthony Weiner, umdeildum fyrrum þingmanni, og konu hans Huma Abedin, sem hefur um árabil verið einn nánasti ráðgjafi Clinton. Weiner, sem flæktur hefur verið í hvert kynlífshneysklið á fætur öðru, er nú til rannsóknar hjá FBI vegna smáskilaboða sem hann á að hafa sent til fimmtán ára gamallar stúlku. En um hvað snýst málið? Í stuttu máli snýst það um að í ráðherratíð sinni hafi Clinton ekki notað öruggt tölvupóstfang sem skráð var á vefsvæði bandarísku ríkisstjórnarinnar heldur sitt eigið póstfang sem hýst var á einkavefþjóni Clinton. Fréttastöðin Fox News fullyrti í gær að alríkislögreglan FBI telji 99 prósent líkur á því að leyniþjónustur allt að fimm landa hafi brotist inn í einkapóstþjón Clinton þegar hún notaði hann á meðan hún var utanríkisráðherra í stjórn Baracks Obama Bandaríkjaforseta. Þar með séu allar líkur á því að hún verði ákærð vegna málsins. Skoðanakannanir hafa sýnt að fylgi þeirra Clinton og Repúblikanans Donald Trump mælist nú jafnt eftir að Clinton hafði mælst með allt að 12 prósenta forskot í könnunum í þarsíðustu viku.James Comey, forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar.Vísir/AFPUpplýst um málið í mars 2015New York Times upplýsti um málið í mars á síðasta ári og í kjölfarið krafðist bandaríska utanríkisráðuneytið þess að Clinton léti alla þá tölvupósta sem bárust henni á einkapóstfangið af hendi. Clinton skilaði inn til ráðuneytisins 30.490 póstum sem hún taldi vinnutengda og sagðist hafa eytt 31.830 póstum sem hún sagði vera einkamál. Vefþjónninn var í kjölfarið hreinsaður. Bandaríska alríkislögreglan hefur sagt nokkra þeirra tölvupósta sem hún skilaði inn innihalda leyniskjöl, en slík meðhöndlun er ólögleg í Bandaríkjunum. Síðar fundust svo nokkur þúsund tölvupósta sem ekki hafði verið skilað inn. Þrír þeirra innihéldu leynilegar upplýsingar sem vörðuðu þjóðaröryggi.Hillary Clinton kom fyrir þingnefnd í janúar 2013 til að ræða árásina á ræðismannaskrifstofu Bandaríkjanna í Benghazi árið 2012.Vísir/AFPEkki með opinbert tölvupóstfangClinton hóf notkun tölvupóstfangsins [email protected] þegar hún tók við embætti utanríkisráðherra árið 2009 þar sem reikningurinn var hýstur á hennar eigin vefþjóni. Hún var ekki með neitt opinbert tölvupóstfang á þeim tíma sem hún gegndi ráðherraembættinu og notaði póstfangið bæði í opinberum erindagjörðum, sem einkaerindum. Clinton hefur viðurkennt að henni hafi orðið á mistök en bent á að það hafi ekki verið óvanalegt að fyrri utanríkisráðherrar Bandaríkjanna hafi notað eigin tölvupóstfang í störfum sínum. Í október 2009 voru hins vegar settar nýjar og hertar reglur um tölvupóstnotkun ráðherra. Upp komst um málið í tengslum við rannsókn á árásinni á bandarísku ræðismannskrifstofuna í líbísku borginni Benghazi árið 2012 þar sem fjórir bandarískir ríkisborgarar létu lífið. Þingnefnd sem átti að rannsaka árásina bað þá um afrit af tölvupóstum Clinton frá þeim tíma. Clinton afhenti svo rúmlega 30 þúsund tölvupósta til utanríkisráðuneytisins í desember 2014.Donald Trump hefur fullyrt að Hillary Clinton hafi brotið lög og sagt að sérstakur saksóknari verði fenginn til að tryggja að hún verði sett á bakvið lás og slá, verði hann kjörinn forseti.Vísir/AFPHefur fylgt henni alla kosningabaráttunaTölvupóstsmálin komu svo almennilega í sviðsljós fjölmiðla á vordögum 2015 með uppljóstrun New York Times. Þrátt fyrir að Clinton hafi viðurkennt að hafa gert mistök hefur málið fylgt henni eins og skugginn alla kosningabaráttuna Clinton og hefur andstæðingur hennar, Repúblikaninn Donald Trump, verið duglegur að minna á að ráðherrann kann að hafa brotið lög. Raunar hefur hann fullyrt að hún hafi brotið lög og sagt að sérstakur saksóknari verði fenginn til að tryggja að hún verði sett á bakvið lás og slá, verði hann kjörinn forseti. Clinton er sögð hafa brotið bandarísk lög sem kveða á um að tölvupóstsamskipti opinberra starfsmanna skuli varðveitt. Þannig hafa margir sagt tölvupóstamálið dæmi um dómgreindarskort Clinton, þar sem hún hafi með gjörðum sínum gert hökkurum kleift að nálgast skjöl sem varða þjóðaröryggi. Fyrri rannsókn alríkislögreglunnar leiddi í ljós að ekki væri ástæða til að ákæra Clinton, en var hún þó sökuð um að hafa farið sérstaklega óvarlega. Með þessum nýju upplýsingum sem hafa komið fram telur Comey og alríkislögreglan hins vegar ástæða til að rannsaka málið á ný. Donald Trump Tengdar fréttir Sakar forstjóra FBI um lögbrot Leiðtogi Demókrata í bandarísku öldungadeildinni segir að forstjóri Alríkislögreglunnar FBI hafi mögulega gerst brotlegur við lögin þegar hann greindi frá því að stofnunin væri að rannsaka tölvupósta sem tengjast mögulega Hillary Clinton forsetaframbjóðanda. 31. október 2016 08:16 Tölvupóstar Clinton enn til trafala FBI hefur sagt nokkra þeirra tölvupósta sem hún skilaði inn innihalda leyniskjöl. Slík meðhöndlun leyniskjala er ólögleg í Bandaríkjunum. 14. júlí 2016 07:00 Enn eitt áfallið fyrir Clinton á lokasprettinum Tölvupóstsklúður Hillary Clinton heldur áfram að valda henni tjóni, nú þegar aðeins fáeinir dagar eru til forsetakosninga í Bandaríkjunum. 4. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Sjá meira
James Comey, forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI, greindi frá því í síðustu viku að nýir tölvupóstar hefðu komið fram sem gæfu ástæðu til þess að rannsaka frekar tölvupóstnotkun forsetaframbjóðandans Hillary Clinton á þeim tíma sem hún gegndi embætti utanríkisráðherra, 2009 til 2013. Tölvupóstarnir sem Comey vísar til komu frá Anthony Weiner, umdeildum fyrrum þingmanni, og konu hans Huma Abedin, sem hefur um árabil verið einn nánasti ráðgjafi Clinton. Weiner, sem flæktur hefur verið í hvert kynlífshneysklið á fætur öðru, er nú til rannsóknar hjá FBI vegna smáskilaboða sem hann á að hafa sent til fimmtán ára gamallar stúlku. En um hvað snýst málið? Í stuttu máli snýst það um að í ráðherratíð sinni hafi Clinton ekki notað öruggt tölvupóstfang sem skráð var á vefsvæði bandarísku ríkisstjórnarinnar heldur sitt eigið póstfang sem hýst var á einkavefþjóni Clinton. Fréttastöðin Fox News fullyrti í gær að alríkislögreglan FBI telji 99 prósent líkur á því að leyniþjónustur allt að fimm landa hafi brotist inn í einkapóstþjón Clinton þegar hún notaði hann á meðan hún var utanríkisráðherra í stjórn Baracks Obama Bandaríkjaforseta. Þar með séu allar líkur á því að hún verði ákærð vegna málsins. Skoðanakannanir hafa sýnt að fylgi þeirra Clinton og Repúblikanans Donald Trump mælist nú jafnt eftir að Clinton hafði mælst með allt að 12 prósenta forskot í könnunum í þarsíðustu viku.James Comey, forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar.Vísir/AFPUpplýst um málið í mars 2015New York Times upplýsti um málið í mars á síðasta ári og í kjölfarið krafðist bandaríska utanríkisráðuneytið þess að Clinton léti alla þá tölvupósta sem bárust henni á einkapóstfangið af hendi. Clinton skilaði inn til ráðuneytisins 30.490 póstum sem hún taldi vinnutengda og sagðist hafa eytt 31.830 póstum sem hún sagði vera einkamál. Vefþjónninn var í kjölfarið hreinsaður. Bandaríska alríkislögreglan hefur sagt nokkra þeirra tölvupósta sem hún skilaði inn innihalda leyniskjöl, en slík meðhöndlun er ólögleg í Bandaríkjunum. Síðar fundust svo nokkur þúsund tölvupósta sem ekki hafði verið skilað inn. Þrír þeirra innihéldu leynilegar upplýsingar sem vörðuðu þjóðaröryggi.Hillary Clinton kom fyrir þingnefnd í janúar 2013 til að ræða árásina á ræðismannaskrifstofu Bandaríkjanna í Benghazi árið 2012.Vísir/AFPEkki með opinbert tölvupóstfangClinton hóf notkun tölvupóstfangsins [email protected] þegar hún tók við embætti utanríkisráðherra árið 2009 þar sem reikningurinn var hýstur á hennar eigin vefþjóni. Hún var ekki með neitt opinbert tölvupóstfang á þeim tíma sem hún gegndi ráðherraembættinu og notaði póstfangið bæði í opinberum erindagjörðum, sem einkaerindum. Clinton hefur viðurkennt að henni hafi orðið á mistök en bent á að það hafi ekki verið óvanalegt að fyrri utanríkisráðherrar Bandaríkjanna hafi notað eigin tölvupóstfang í störfum sínum. Í október 2009 voru hins vegar settar nýjar og hertar reglur um tölvupóstnotkun ráðherra. Upp komst um málið í tengslum við rannsókn á árásinni á bandarísku ræðismannskrifstofuna í líbísku borginni Benghazi árið 2012 þar sem fjórir bandarískir ríkisborgarar létu lífið. Þingnefnd sem átti að rannsaka árásina bað þá um afrit af tölvupóstum Clinton frá þeim tíma. Clinton afhenti svo rúmlega 30 þúsund tölvupósta til utanríkisráðuneytisins í desember 2014.Donald Trump hefur fullyrt að Hillary Clinton hafi brotið lög og sagt að sérstakur saksóknari verði fenginn til að tryggja að hún verði sett á bakvið lás og slá, verði hann kjörinn forseti.Vísir/AFPHefur fylgt henni alla kosningabaráttunaTölvupóstsmálin komu svo almennilega í sviðsljós fjölmiðla á vordögum 2015 með uppljóstrun New York Times. Þrátt fyrir að Clinton hafi viðurkennt að hafa gert mistök hefur málið fylgt henni eins og skugginn alla kosningabaráttuna Clinton og hefur andstæðingur hennar, Repúblikaninn Donald Trump, verið duglegur að minna á að ráðherrann kann að hafa brotið lög. Raunar hefur hann fullyrt að hún hafi brotið lög og sagt að sérstakur saksóknari verði fenginn til að tryggja að hún verði sett á bakvið lás og slá, verði hann kjörinn forseti. Clinton er sögð hafa brotið bandarísk lög sem kveða á um að tölvupóstsamskipti opinberra starfsmanna skuli varðveitt. Þannig hafa margir sagt tölvupóstamálið dæmi um dómgreindarskort Clinton, þar sem hún hafi með gjörðum sínum gert hökkurum kleift að nálgast skjöl sem varða þjóðaröryggi. Fyrri rannsókn alríkislögreglunnar leiddi í ljós að ekki væri ástæða til að ákæra Clinton, en var hún þó sökuð um að hafa farið sérstaklega óvarlega. Með þessum nýju upplýsingum sem hafa komið fram telur Comey og alríkislögreglan hins vegar ástæða til að rannsaka málið á ný.
Donald Trump Tengdar fréttir Sakar forstjóra FBI um lögbrot Leiðtogi Demókrata í bandarísku öldungadeildinni segir að forstjóri Alríkislögreglunnar FBI hafi mögulega gerst brotlegur við lögin þegar hann greindi frá því að stofnunin væri að rannsaka tölvupósta sem tengjast mögulega Hillary Clinton forsetaframbjóðanda. 31. október 2016 08:16 Tölvupóstar Clinton enn til trafala FBI hefur sagt nokkra þeirra tölvupósta sem hún skilaði inn innihalda leyniskjöl. Slík meðhöndlun leyniskjala er ólögleg í Bandaríkjunum. 14. júlí 2016 07:00 Enn eitt áfallið fyrir Clinton á lokasprettinum Tölvupóstsklúður Hillary Clinton heldur áfram að valda henni tjóni, nú þegar aðeins fáeinir dagar eru til forsetakosninga í Bandaríkjunum. 4. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Sjá meira
Sakar forstjóra FBI um lögbrot Leiðtogi Demókrata í bandarísku öldungadeildinni segir að forstjóri Alríkislögreglunnar FBI hafi mögulega gerst brotlegur við lögin þegar hann greindi frá því að stofnunin væri að rannsaka tölvupósta sem tengjast mögulega Hillary Clinton forsetaframbjóðanda. 31. október 2016 08:16
Tölvupóstar Clinton enn til trafala FBI hefur sagt nokkra þeirra tölvupósta sem hún skilaði inn innihalda leyniskjöl. Slík meðhöndlun leyniskjala er ólögleg í Bandaríkjunum. 14. júlí 2016 07:00
Enn eitt áfallið fyrir Clinton á lokasprettinum Tölvupóstsklúður Hillary Clinton heldur áfram að valda henni tjóni, nú þegar aðeins fáeinir dagar eru til forsetakosninga í Bandaríkjunum. 4. nóvember 2016 07:00