BSRB segir ákvörðun kjararáðs auka á ójöfnuð í landinu Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 1. nóvember 2016 13:46 Elín Björg Jónsdóttir er formaður BSRB. mynd/bsrb BSRB mótmælir harðlega ákvörðun kjararáðs að hækka laun þingmanna, ráðherra og forseta Íslands og skorar á ráðið að endurskoða ákvörðun sína. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bandalaginu. „Launahækkun kjörinna fulltrúa er í engu samræmi við rammasamkomulag aðila vinnumarkaðarins um bætt vinnubrögð við gerð kjarasamninga. Í rammasamkomulaginu er ákvæði um sameiginlega launastefnu til ársloka 2018 sem koma átti í veg fyrir það höfrungahlaup sem einkennt hefur vinnumarkaðinn. Hækkanir kjararáðs fara langt út fyrir þann ramma,” segir í tilkynningunni. Að mati BSRB þarf að endurskoða lög um kjararáð til að auka gagnsæi í ákvörðunum ráðsins. Einnig þurfi að skilgreina betur hvaða stéttir eigi að miða við þegar ráðið ákvarðar laun og tryggja að launaþróun þeirra hópa sem heyri undir ráðið verði ekki leiðandi á launamarkaði. „Hækkanirnar ná ekki aðeins til þingmanna og forseta, heldur einnig til sveitarstjórnarmanna, þar sem laun þeirra miðast við þingfararkaup. Það er því fjölmennur hópur fólks sem hefur háar tekjur fyrir sem hækkar í launum vegna ákvörðunar kjararáðs. Með ákvörðuninni er verið að auka enn á ójöfnuð í landinu með því að hækka laun hátekjufólks um sem samsvarar vel rúmlega lágmarkslaunum í landinu. Það er augljóslega óásættanlegt. Það getur ekki verið verkefni verkalýðshreyfingarinnar einnar að tryggja stöðugleika á vinnumarkaði. Þar verða stjórnvöld einnig að taka ábyrgð. Sé einhver alvara með orðum stjórnmálamanna um að viðhalda hér efnahagslegum og félagslegum stöðugleika er ljóst að þessar hækkanir geta ekki staðið. Sé það vilji stjórnvalda að fara af þeirri braut sem hefur verið mörkuð er ljóst að launafólk mun sækja sambærilegar launahækkanir.” Kjararáð Tengdar fréttir Laun alþingismanna hækka um nálega 340 þúsund Þingfararkaup þingmanna er nú um 1,1 milljón króna á mánuði. 31. október 2016 18:00 BHM segir úrskurð kjararáðs til þess fallinn að valda uppnámi á vinnumarkaði BHM kallar eftir heildarendurskoðun á lögum um kjararáð. 1. nóvember 2016 12:21 Samninganefnd ASÍ boðar til skyndifundar vegna ákvörðunar kjararáðs Segja úrskurð kjararáðs blauta tusku í andlit verkalýðshreyfingarinnar. 1. nóvember 2016 11:40 Hamslaus reiði á Facebook vegna ákvörðunar Kjararáðs Uppúr sauð á samfélagsmiðlum þegar fréttist af rausnarlegum launahækkunum æðstu opinberu starfsmanna. 1. nóvember 2016 10:13 1,1 milljón á mánuði í þingfararkaup segir ekki alla söguna Kjararáð hækkaði laun alþingismanna um 45 prósent með ákvörðun sinni á sjálfan kjördag, eða þann 29. október síðastliðinn. 1. nóvember 2016 13:45 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
BSRB mótmælir harðlega ákvörðun kjararáðs að hækka laun þingmanna, ráðherra og forseta Íslands og skorar á ráðið að endurskoða ákvörðun sína. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bandalaginu. „Launahækkun kjörinna fulltrúa er í engu samræmi við rammasamkomulag aðila vinnumarkaðarins um bætt vinnubrögð við gerð kjarasamninga. Í rammasamkomulaginu er ákvæði um sameiginlega launastefnu til ársloka 2018 sem koma átti í veg fyrir það höfrungahlaup sem einkennt hefur vinnumarkaðinn. Hækkanir kjararáðs fara langt út fyrir þann ramma,” segir í tilkynningunni. Að mati BSRB þarf að endurskoða lög um kjararáð til að auka gagnsæi í ákvörðunum ráðsins. Einnig þurfi að skilgreina betur hvaða stéttir eigi að miða við þegar ráðið ákvarðar laun og tryggja að launaþróun þeirra hópa sem heyri undir ráðið verði ekki leiðandi á launamarkaði. „Hækkanirnar ná ekki aðeins til þingmanna og forseta, heldur einnig til sveitarstjórnarmanna, þar sem laun þeirra miðast við þingfararkaup. Það er því fjölmennur hópur fólks sem hefur háar tekjur fyrir sem hækkar í launum vegna ákvörðunar kjararáðs. Með ákvörðuninni er verið að auka enn á ójöfnuð í landinu með því að hækka laun hátekjufólks um sem samsvarar vel rúmlega lágmarkslaunum í landinu. Það er augljóslega óásættanlegt. Það getur ekki verið verkefni verkalýðshreyfingarinnar einnar að tryggja stöðugleika á vinnumarkaði. Þar verða stjórnvöld einnig að taka ábyrgð. Sé einhver alvara með orðum stjórnmálamanna um að viðhalda hér efnahagslegum og félagslegum stöðugleika er ljóst að þessar hækkanir geta ekki staðið. Sé það vilji stjórnvalda að fara af þeirri braut sem hefur verið mörkuð er ljóst að launafólk mun sækja sambærilegar launahækkanir.”
Kjararáð Tengdar fréttir Laun alþingismanna hækka um nálega 340 þúsund Þingfararkaup þingmanna er nú um 1,1 milljón króna á mánuði. 31. október 2016 18:00 BHM segir úrskurð kjararáðs til þess fallinn að valda uppnámi á vinnumarkaði BHM kallar eftir heildarendurskoðun á lögum um kjararáð. 1. nóvember 2016 12:21 Samninganefnd ASÍ boðar til skyndifundar vegna ákvörðunar kjararáðs Segja úrskurð kjararáðs blauta tusku í andlit verkalýðshreyfingarinnar. 1. nóvember 2016 11:40 Hamslaus reiði á Facebook vegna ákvörðunar Kjararáðs Uppúr sauð á samfélagsmiðlum þegar fréttist af rausnarlegum launahækkunum æðstu opinberu starfsmanna. 1. nóvember 2016 10:13 1,1 milljón á mánuði í þingfararkaup segir ekki alla söguna Kjararáð hækkaði laun alþingismanna um 45 prósent með ákvörðun sinni á sjálfan kjördag, eða þann 29. október síðastliðinn. 1. nóvember 2016 13:45 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Laun alþingismanna hækka um nálega 340 þúsund Þingfararkaup þingmanna er nú um 1,1 milljón króna á mánuði. 31. október 2016 18:00
BHM segir úrskurð kjararáðs til þess fallinn að valda uppnámi á vinnumarkaði BHM kallar eftir heildarendurskoðun á lögum um kjararáð. 1. nóvember 2016 12:21
Samninganefnd ASÍ boðar til skyndifundar vegna ákvörðunar kjararáðs Segja úrskurð kjararáðs blauta tusku í andlit verkalýðshreyfingarinnar. 1. nóvember 2016 11:40
Hamslaus reiði á Facebook vegna ákvörðunar Kjararáðs Uppúr sauð á samfélagsmiðlum þegar fréttist af rausnarlegum launahækkunum æðstu opinberu starfsmanna. 1. nóvember 2016 10:13
1,1 milljón á mánuði í þingfararkaup segir ekki alla söguna Kjararáð hækkaði laun alþingismanna um 45 prósent með ákvörðun sinni á sjálfan kjördag, eða þann 29. október síðastliðinn. 1. nóvember 2016 13:45