Sjáðu einn ótrúlegasta sigur í sögu NFL-deildarinnar | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. nóvember 2016 14:00 T.J. Ward og félagar fagna ótrúlegum sigri. vísir/getty Super Bowl-meistarar Denver Broncos unnu einn ótrúlegasta sigur í sögu NFL-deildarinnar í nótt þegar þeir lögðu New Orleans Saints á útivelli, 25-23. Flestir stuðningsmenn Denver héldu að þeir væru nú líklega búnir að tapa leiknum þegar Drew Brees, leikstjórnandi New Orleans, negldi í eitt 32 jarda snertimark þegar ein mínúta og 22 sekúndur voru eftir. Með því jafnaði Saints leikinn í 23-23 en heimamenn gátu svo komist yfir með því að skora aukastigið sem er vanalega formsatriði. Denver hafði vissulega þennan tíma sem eftir var til að komast í vallarmarksstöðu en þess þurfti ekki. Justin Simmons, bakvörður Denver, stökk meistaralega yfir sóknarlínu Saints og varði sparkið fyrir aukastiginu. Boltinn skoppaði svo fullkomlega fyrir annan bakvörð í gestaliðinu, Will Parks, sem gerði sér lítið fyrir og hljóp með boltann alla leið yfir í endamarkið hinum megin. Tvö stig fást fyrir að skila aukastigi í endamarkið hjá mótherjanum og endaði Denver því á að vinna leikinn með tveimur stigum, 25-23.Þessa ótrúlegu atburðarrás má sjá hér. NFL Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Sjá meira
Super Bowl-meistarar Denver Broncos unnu einn ótrúlegasta sigur í sögu NFL-deildarinnar í nótt þegar þeir lögðu New Orleans Saints á útivelli, 25-23. Flestir stuðningsmenn Denver héldu að þeir væru nú líklega búnir að tapa leiknum þegar Drew Brees, leikstjórnandi New Orleans, negldi í eitt 32 jarda snertimark þegar ein mínúta og 22 sekúndur voru eftir. Með því jafnaði Saints leikinn í 23-23 en heimamenn gátu svo komist yfir með því að skora aukastigið sem er vanalega formsatriði. Denver hafði vissulega þennan tíma sem eftir var til að komast í vallarmarksstöðu en þess þurfti ekki. Justin Simmons, bakvörður Denver, stökk meistaralega yfir sóknarlínu Saints og varði sparkið fyrir aukastiginu. Boltinn skoppaði svo fullkomlega fyrir annan bakvörð í gestaliðinu, Will Parks, sem gerði sér lítið fyrir og hljóp með boltann alla leið yfir í endamarkið hinum megin. Tvö stig fást fyrir að skila aukastigi í endamarkið hjá mótherjanum og endaði Denver því á að vinna leikinn með tveimur stigum, 25-23.Þessa ótrúlegu atburðarrás má sjá hér.
NFL Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Sjá meira