Stærstu flugvél heims, hinni risastóru Antonov 225, sem væntanleg var til Íslands klukkan 21 í kvöld, seinkar fram á nótt. Nú er áætlað að flugvélin lendi í Keflavík klukkan 1.45 eftir miðnætti og er það óstaðfestur tími, að sögn starfsmanna Airport Associates, sem annast afgreiðslu þotunnar.
(Innskot. Flugvélin er nú áætluð kl. 15.15, laugardag. Sjá nánar hér.)
Engin skýring hefur fengist á seinkuninni en þýskir fjölmiðlar greindu frá því að eldur hefði komið upp í einum sex hreyfla hennar eftir lendingu í Leipzig í gær.
Standist nýi lendingartíminn er flugtak áætlað frá Keflavík klukkan 4.15 í nótt. Flugvélin millilendir á Íslandi til eldsneytistöku á leið sinni frá Þýskalandi en heldur síðan för sinni áfram áleiðis til Santiago í Chile.
Fylgjast má með flugi vélarinnar á vefnum Flightradar 24.
Antonov-þotunni seinkar fram á nótt

Tengdar fréttir

Antonov 225 á Keflavíkurflugvelli
Stærsta flugvél í heimi lenti um miðnættið á Keflavíkurflugvelli á leið sinni til Bandaríkjanna.

Fljúgandi risaeðlan er 32 hjóla trukkur
Hún er bæði lengsta og þyngsta flugvél sem smíðuð hefur verið í heiminum, einskonar fljúgandi risaeðla, sem dagaði uppi þegar Sovétríkin liðuðust í sundur.

Flugtak risaeðlunnar
Stærsta flugvél heims af gerðinni Antonov 225, og sú eina sem til er í heiminum, millilenti á Keflavíkurflugvell í nótt á leið sinni vestur um haf. Ferlíkið er stærra en Hallgrímskirkjuturn.

Risaeðlan lendir í Keflavík í kvöld
Stærsta flugvél heims, hin sex hreyfla Antonov 225, er væntanleg til Íslands í kvöld.