Vakna glöð ef ég get eitthvað farið að gera Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 12. nóvember 2016 08:00 "Ég var kölluð Rúna skóló,“ segir skólastjóradóttirin Rúna. Vísir/Vilhelm Meðan ég tóri þá vakna ég glöð ef ég get eitthvað farið að gera. Það er mitt líf og tilvera,“ segir myndlistarkonan Sigrún Guðjónsdóttir – Rúna. Hún verður níræð eftir nokkra daga og málar enn daglega – mest á morgnana. Málþing um líf hennar og starf verður í Gerðubergi í dag og hefst klukkan 13. Að því loknu, eða klukkan 16, verður svo opnuð sýning þar á verkum hennar sem eru öll frá síðustu árum, flest frá 2015 og 16. Glóðvolg! Við Rúna höfum tyllt okkur í sófa við sýningarsalinn til að skrafa saman. Hún kveðst búa sjálfstætt en í góðri nábúð því Þorgrímur sonur hennar sé í sama húsi. „Ég er í gömlu vinnustofunni okkar Gests, lét bara innrétta hana sem íbúð og hef vinnuborðið mitt þar, þetta er opið rými.“ Hér er hún að tala um Gest Þorgrímsson, eiginmann sinn sem lést árið 2003. Hann var listamaður líka. Rúna er Hafnfirðingur þó um tíma hafi þau Gestur búið við Laugarásveginn í Reykjavík. „Ég átti mín uppvaxtarár í Hafnarfirði, pabbi var skólastjóri barnaskólans við Lækinn og ég var kölluð Rúna skóló. Það var öllu snúið upp í óið á tímabili. Þegar strætó kom þá þótti það svo sniðugt!“ Hún kveðst þakka honum Eiríki, vini sínum, Smith að hún hafi farið að ástunda listina. „Við Eiríkur vorum bekkjarfélagar og hann nennti ekkert voðalega mikið að eiga við skólafögin, hann bara teiknaði – sat og teiknaði og við skólasystkinin litum gríðarlega upp til hans, hann var strax svo flinkur og afkastamikill. Pabbi fór að kaupa handa honum liti og þá gat hann ekki skilið mig útundan því ég var alltaf teiknandi líka.“ Það eru akrýllitir sem Sigrún notar núna og svolítið pastel eða þurrkrít með og hún málar allt á handgerðan pappír. „Hann gefur myndunum svo mikið líf,“ útskýrir hún. „Þegar við Gestur komum heim frá námi í Kaupmannahöfn þá settum við á fót leirkerasmiðju. Ég sakna alltaf leirsins og þaðan held ég að dálæti mitt á þessum grófa pappír sé kominn, það gerir efniskenndin.“ Rúna notar óspart málmliti með öðrum, gull og silfur. „Það eru svona þrjú ár síðan ég byrjaði á því,“ segir hún og kveðst enn vera í tilraunamennsku. „Ég get ekki sest niður og málað í dag alveg eins og ég málaði í gær,“ segir hún kankvís. „Einhver hreyfing verður að vera, annars gæti ég sleppt þessu.“Myndirnar eru allar málaðar á handgerðan, japanskan pappír.Þau Rúna og Gestur kynntust í Myndlista- og Handíðaskólanum og fóru saman út til Kaupmannahafnar 1946 til að læra meira. „Ég var svo heppin að vera hjá mjög góðum málara, Viktori Lundström, hann var módern málari um miðja síðustu öld,“ segir hún. „Áður var ég búin að vera í myndmenntakennaradeild í skólanum og sótti tíma í Kennaraskólanum í uppeldisfögum. Ég var komin með kennararéttindi 18 ára og vann mér inn fyrir náminu í Kaupmannahöfn með kennslu áður en ég fór. Ég var ekki nema 15 ára þegar ég byrjaði í kvöldnámskeiðum í Handíðaskólanum og sextán ára þegar ég settist í dagskólann. Manni lá einhver ósköp á.“ Rúna ber aldurinn vel. „Maður má þakka fyrir að hafa kollinn í lagi og heilsuna yfirleitt. Á meðan getur maður notið lífsins,“ segir hún og hvetur alla til að lesa sem mest. „Að lesa góðar skáldsögur og ljóð veitir svo mikla gleði og opnar sýn inn í svo margt. Augun mín eru reyndar orðin dálítið léleg en þó ég sjái ekki allt get ég bara í eyðurnar!“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 12. nóvember 2016. Menning Mest lesið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Meðan ég tóri þá vakna ég glöð ef ég get eitthvað farið að gera. Það er mitt líf og tilvera,“ segir myndlistarkonan Sigrún Guðjónsdóttir – Rúna. Hún verður níræð eftir nokkra daga og málar enn daglega – mest á morgnana. Málþing um líf hennar og starf verður í Gerðubergi í dag og hefst klukkan 13. Að því loknu, eða klukkan 16, verður svo opnuð sýning þar á verkum hennar sem eru öll frá síðustu árum, flest frá 2015 og 16. Glóðvolg! Við Rúna höfum tyllt okkur í sófa við sýningarsalinn til að skrafa saman. Hún kveðst búa sjálfstætt en í góðri nábúð því Þorgrímur sonur hennar sé í sama húsi. „Ég er í gömlu vinnustofunni okkar Gests, lét bara innrétta hana sem íbúð og hef vinnuborðið mitt þar, þetta er opið rými.“ Hér er hún að tala um Gest Þorgrímsson, eiginmann sinn sem lést árið 2003. Hann var listamaður líka. Rúna er Hafnfirðingur þó um tíma hafi þau Gestur búið við Laugarásveginn í Reykjavík. „Ég átti mín uppvaxtarár í Hafnarfirði, pabbi var skólastjóri barnaskólans við Lækinn og ég var kölluð Rúna skóló. Það var öllu snúið upp í óið á tímabili. Þegar strætó kom þá þótti það svo sniðugt!“ Hún kveðst þakka honum Eiríki, vini sínum, Smith að hún hafi farið að ástunda listina. „Við Eiríkur vorum bekkjarfélagar og hann nennti ekkert voðalega mikið að eiga við skólafögin, hann bara teiknaði – sat og teiknaði og við skólasystkinin litum gríðarlega upp til hans, hann var strax svo flinkur og afkastamikill. Pabbi fór að kaupa handa honum liti og þá gat hann ekki skilið mig útundan því ég var alltaf teiknandi líka.“ Það eru akrýllitir sem Sigrún notar núna og svolítið pastel eða þurrkrít með og hún málar allt á handgerðan pappír. „Hann gefur myndunum svo mikið líf,“ útskýrir hún. „Þegar við Gestur komum heim frá námi í Kaupmannahöfn þá settum við á fót leirkerasmiðju. Ég sakna alltaf leirsins og þaðan held ég að dálæti mitt á þessum grófa pappír sé kominn, það gerir efniskenndin.“ Rúna notar óspart málmliti með öðrum, gull og silfur. „Það eru svona þrjú ár síðan ég byrjaði á því,“ segir hún og kveðst enn vera í tilraunamennsku. „Ég get ekki sest niður og málað í dag alveg eins og ég málaði í gær,“ segir hún kankvís. „Einhver hreyfing verður að vera, annars gæti ég sleppt þessu.“Myndirnar eru allar málaðar á handgerðan, japanskan pappír.Þau Rúna og Gestur kynntust í Myndlista- og Handíðaskólanum og fóru saman út til Kaupmannahafnar 1946 til að læra meira. „Ég var svo heppin að vera hjá mjög góðum málara, Viktori Lundström, hann var módern málari um miðja síðustu öld,“ segir hún. „Áður var ég búin að vera í myndmenntakennaradeild í skólanum og sótti tíma í Kennaraskólanum í uppeldisfögum. Ég var komin með kennararéttindi 18 ára og vann mér inn fyrir náminu í Kaupmannahöfn með kennslu áður en ég fór. Ég var ekki nema 15 ára þegar ég byrjaði í kvöldnámskeiðum í Handíðaskólanum og sextán ára þegar ég settist í dagskólann. Manni lá einhver ósköp á.“ Rúna ber aldurinn vel. „Maður má þakka fyrir að hafa kollinn í lagi og heilsuna yfirleitt. Á meðan getur maður notið lífsins,“ segir hún og hvetur alla til að lesa sem mest. „Að lesa góðar skáldsögur og ljóð veitir svo mikla gleði og opnar sýn inn í svo margt. Augun mín eru reyndar orðin dálítið léleg en þó ég sjái ekki allt get ég bara í eyðurnar!“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 12. nóvember 2016.
Menning Mest lesið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira