Egill Øydvin Hjördísarson vann í kvöld til gullverðlauna í léttþungavigt á Evrópumótinu í MMA í Prag í Tékklandi.
Egill mætti Pólverjanum Pawel Zakrzewski í úrslitabardaganum í kvöld.
Bardaginn var jafn framan af þótt Egill hafi verið ívið sterkari í 1. lotu.
Í 2. lotunni sótti Egill harðar að Zakrzewski og náði að yfirbuga hann með hengingu þegar þrjár sekúndur voru eftir af lotunni.
Egill er þriðji Íslendingurinn sem verður Evrópumeistari í MMA en Sunna Rannveig Davíðsdóttir og Bjarki Þór Pálsson unnu bæði til gullverðlauna á EM í fyrra.
Egill Evrópumeistari
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
