Aðdáendur Stefáns Karls hópfjármagna milljónir til stuðnings baráttu hans við veikindin Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. nóvember 2016 21:18 Hafa safnað á sjöttu milljón með hjálp hópfjármögnunarsíðunnar GoFundMe. Vísir Stefán Karl Stefánsson leikari hefur snert marga í gegnum tíðina með fjölbreyttum leik sínum. Hann glímir nú við krabbamein en fær stuðning úr öllum áttum. Aðdáendur hans standa nú fyrir söfnun á hópfjármögnunarsíðu og hafa safnað rúmlega sex milljónum króna á einum mánuði. Fjárfrámlögin streyma inn og aðeins líða nokkrar mínútur á milli framlaga, líkt og sjá má á síðu söfnunarinnar, og fær Stefán Karl oftar en ekki góðar kveðjur með. „Takk fyrir hlutverkin sem þú hefur leikið í þáttum sem hafa snert svo marga,“ skrifar Cheryl Ammeter. „Ég vona að þú náir fullum bata og vitir að allt sem þú hefur gefið heiminum mun koma til baka í formi virðingar, þakklætis og ástar.“Stefán Karl er einn ástsælasti leikari þjóðarinnar.Vísir/StefánStefán Karl, sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt sem Glanni glæpur í Latabæ, bæði hér heima og erlendis, greindist með krabbameini í brishöfði í september og gengst nú undir meðferð vegna þess. Markmið söfnunarinnar er að ná 50 þúsund dollurum, um 5,6 milljónum króna og er ekki í langt í land en eins og er stendur söfnunin í tæplega 47 þúsund dollurum, um 5,1 milljón króna.Sjá einnig:„Maður brestur í grát, verður lítill og ósjálfbjarga“Stefán Karl á góða en í haust voru haldnir styrktartónleikar þar sem landsþekktir listamenn á borð við Stuðmenn, Nýdönsk, Laddi, Valgeir Guðjónsson komu fram til stuðnings Stefán Karli. Það er Bandaríkjamaðurinn Mark Valenti, sem starfaði meðal annars við gerð Latabæjar, sem stendur fyrir söfnuninni. Markmiðið er að safna pening til þess að auðvelda líf Stefán Karls og fjölskyldu sinnar en reikna má með að Stefán Karl verði frá vinnu í nokkurn tíma á meðan hann glímir við krabbameinið.„Það er mikilvægt að Stefán nái að einbeita sér að batanum án þess að þurfa að hafa áhyggjur af fjárhaginum,“ skrifar Valenti. Sjálfur hefur Stefán Karl gengist undir aðgerð vegna krabbameinsins sem gekk að óskum. Í einlægi viðtali Stefán Karls við Vísi skömmu eftir að greint var frá því að hann væri alvarlega veikur kom fram að Stefán Karl hefði fullan hug á því að sigrast á veikindunum. „Meginmáli skiptir að hugurinn sé stilltur þannig; ég ætla að læknast. Ég trúi því að það sé 25 prósent af bataferlinu,“ sagði Stefán Karl. Tengdar fréttir Stefán Karl þakkar fyrir stuðninginn "Samhugurinn er svo máttugt afl að mig hafði aldrei órað fyrir áhrifunum fyrr en nú þegar ég reyni það á eigin skinni,“ segir leikarinn. 13. október 2016 09:45 „Stefán er að jafna sig ótrúlega hratt“ Steinunn Ólína segir frá baráttu eiginmanns síns Stefáns Karls við krabbamein. 11. október 2016 21:12 Einlægt viðtal við Stefán Karl: "Maður brestur í grát, verður lítill og ósjálfbjarga“ Eftir tæpa viku undirgengst Stefán Karl Stefánsson leikari erfiða aðgerð sem tekur upp undir átta klukkustundir. 29. september 2016 09:52 Stefán Karl svaraði spurningum á Reddit úr sjúkrarúminu Ljóst er að Stefán Karl á marga aðdáendur úti í heimi og óskuðu þeir honum góðs bata og spurðu hann spjörunum úr um Glanna Glæp, leiklistina og veikindin. 14. október 2016 10:28 Stefán Karl alvarlega veikur Einn ástsælasti leikari þjóðarinnar, Stefán Karl Stefánsson, er mjög alvarlega veikur og var lagður inn á sjúkrahús um helgina. 22. september 2016 22:30 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Sjá meira
Stefán Karl Stefánsson leikari hefur snert marga í gegnum tíðina með fjölbreyttum leik sínum. Hann glímir nú við krabbamein en fær stuðning úr öllum áttum. Aðdáendur hans standa nú fyrir söfnun á hópfjármögnunarsíðu og hafa safnað rúmlega sex milljónum króna á einum mánuði. Fjárfrámlögin streyma inn og aðeins líða nokkrar mínútur á milli framlaga, líkt og sjá má á síðu söfnunarinnar, og fær Stefán Karl oftar en ekki góðar kveðjur með. „Takk fyrir hlutverkin sem þú hefur leikið í þáttum sem hafa snert svo marga,“ skrifar Cheryl Ammeter. „Ég vona að þú náir fullum bata og vitir að allt sem þú hefur gefið heiminum mun koma til baka í formi virðingar, þakklætis og ástar.“Stefán Karl er einn ástsælasti leikari þjóðarinnar.Vísir/StefánStefán Karl, sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt sem Glanni glæpur í Latabæ, bæði hér heima og erlendis, greindist með krabbameini í brishöfði í september og gengst nú undir meðferð vegna þess. Markmið söfnunarinnar er að ná 50 þúsund dollurum, um 5,6 milljónum króna og er ekki í langt í land en eins og er stendur söfnunin í tæplega 47 þúsund dollurum, um 5,1 milljón króna.Sjá einnig:„Maður brestur í grát, verður lítill og ósjálfbjarga“Stefán Karl á góða en í haust voru haldnir styrktartónleikar þar sem landsþekktir listamenn á borð við Stuðmenn, Nýdönsk, Laddi, Valgeir Guðjónsson komu fram til stuðnings Stefán Karli. Það er Bandaríkjamaðurinn Mark Valenti, sem starfaði meðal annars við gerð Latabæjar, sem stendur fyrir söfnuninni. Markmiðið er að safna pening til þess að auðvelda líf Stefán Karls og fjölskyldu sinnar en reikna má með að Stefán Karl verði frá vinnu í nokkurn tíma á meðan hann glímir við krabbameinið.„Það er mikilvægt að Stefán nái að einbeita sér að batanum án þess að þurfa að hafa áhyggjur af fjárhaginum,“ skrifar Valenti. Sjálfur hefur Stefán Karl gengist undir aðgerð vegna krabbameinsins sem gekk að óskum. Í einlægi viðtali Stefán Karls við Vísi skömmu eftir að greint var frá því að hann væri alvarlega veikur kom fram að Stefán Karl hefði fullan hug á því að sigrast á veikindunum. „Meginmáli skiptir að hugurinn sé stilltur þannig; ég ætla að læknast. Ég trúi því að það sé 25 prósent af bataferlinu,“ sagði Stefán Karl.
Tengdar fréttir Stefán Karl þakkar fyrir stuðninginn "Samhugurinn er svo máttugt afl að mig hafði aldrei órað fyrir áhrifunum fyrr en nú þegar ég reyni það á eigin skinni,“ segir leikarinn. 13. október 2016 09:45 „Stefán er að jafna sig ótrúlega hratt“ Steinunn Ólína segir frá baráttu eiginmanns síns Stefáns Karls við krabbamein. 11. október 2016 21:12 Einlægt viðtal við Stefán Karl: "Maður brestur í grát, verður lítill og ósjálfbjarga“ Eftir tæpa viku undirgengst Stefán Karl Stefánsson leikari erfiða aðgerð sem tekur upp undir átta klukkustundir. 29. september 2016 09:52 Stefán Karl svaraði spurningum á Reddit úr sjúkrarúminu Ljóst er að Stefán Karl á marga aðdáendur úti í heimi og óskuðu þeir honum góðs bata og spurðu hann spjörunum úr um Glanna Glæp, leiklistina og veikindin. 14. október 2016 10:28 Stefán Karl alvarlega veikur Einn ástsælasti leikari þjóðarinnar, Stefán Karl Stefánsson, er mjög alvarlega veikur og var lagður inn á sjúkrahús um helgina. 22. september 2016 22:30 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Sjá meira
Stefán Karl þakkar fyrir stuðninginn "Samhugurinn er svo máttugt afl að mig hafði aldrei órað fyrir áhrifunum fyrr en nú þegar ég reyni það á eigin skinni,“ segir leikarinn. 13. október 2016 09:45
„Stefán er að jafna sig ótrúlega hratt“ Steinunn Ólína segir frá baráttu eiginmanns síns Stefáns Karls við krabbamein. 11. október 2016 21:12
Einlægt viðtal við Stefán Karl: "Maður brestur í grát, verður lítill og ósjálfbjarga“ Eftir tæpa viku undirgengst Stefán Karl Stefánsson leikari erfiða aðgerð sem tekur upp undir átta klukkustundir. 29. september 2016 09:52
Stefán Karl svaraði spurningum á Reddit úr sjúkrarúminu Ljóst er að Stefán Karl á marga aðdáendur úti í heimi og óskuðu þeir honum góðs bata og spurðu hann spjörunum úr um Glanna Glæp, leiklistina og veikindin. 14. október 2016 10:28
Stefán Karl alvarlega veikur Einn ástsælasti leikari þjóðarinnar, Stefán Karl Stefánsson, er mjög alvarlega veikur og var lagður inn á sjúkrahús um helgina. 22. september 2016 22:30