Þrjátíu prósenta aukning í notkun verkjalyfs sem er náskylt heróíni Þorbjörn Þórðarson skrifar 25. nóvember 2016 19:05 Fjöldi notenda sem fær ávísað sterka verkjalyfinu oxýcódon hjá læknum hefur aukist um tæplega 30 prósent milli ára samkvæmt nýjum tölum landlæknis. Lyfið er náskylt heróíni. Árið 2015 leystu 39.437 einstaklingar út Parkódín úr apóteki en árið 2014 voru það 37.022. Þetta er aukning upp á 6,5 prósent samkvæmt nýjum tölum sem Embætti landlæknis birti í dag. Mest aukning notenda milli ára er í notkun oxýcódons eða 29,5 prósent. Fjöldi þeirra sem notuðu oxýcódon fór úr 1.567 notendum í 2.029. Einnig varð um 8 prósent aukning milli ára í fjölda þeirra sem fengu Parkódín Forte ávísað. Aukning í fjölda notenda endurspeglar þá þróun sem hefur verið í ávísunum þessara lyfja hér á landi en Ísland er í dag með Norðurlandamet í notkun verkjalyfja (t.d. Parkódín, Parkódín forte og Tramadól), svefn- og róandi lyfja (t.d. Zóplíklón og Zolpídem), róandi og kvíðastillandi lyfja (t.d. Oxazepam), flogaveikilyfja (t.d. Gabapentín) og örvandi lyfjum (t.d. Metýlfenidat og Amfetamín) samkvæmt upplýsingum frá Embætti landlæknis. „Þetta er búið að vera þekkt í áraraðir með mörg af þessum lyfjum en það er nýtt að við séum orðin hæst á Norðurlöndunum í verkjalyfjum,“ segir Ólafur B. Einarsson verkefnisstjóri lyfjamála hjá Embætti landlæknis. Menn staldra sérstaklega við þrjátíu prósent fjölgun notenda oxýcódon. Þetta er mjög sterkt verkjalyf, oft selt undir heitinu OxyContin. Lyfið er notað til að meðhöndla langvarandi sársauka og er náskylt heróíni. Embætti landlæknis veit í raun ekki hvers vegna notendum þessa lyfs hefur fjölgað milli ára. Ólafur B. Einarsson segir að ástæðan geti verið fjölgun þeirra sem þurfi á sterkum verkjalyfjum að halda vegna sársauka eða aukin fíkn og neyslan sé að birtast í auknum ávísunum. „Það er alltaf í gangi reglubundið eftirlit hér hjá embætti landlæknis með ávísunum þessara lyfja. Við hins vegar náum bara að bregðast við þessum allra alvarlegustu málum. Eins líka ef að það berast tilkynningar um misnotkun, fíkn eða annað slíkt þá reynum við að bregðast við því.“ Lyf Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Sjá meira
Fjöldi notenda sem fær ávísað sterka verkjalyfinu oxýcódon hjá læknum hefur aukist um tæplega 30 prósent milli ára samkvæmt nýjum tölum landlæknis. Lyfið er náskylt heróíni. Árið 2015 leystu 39.437 einstaklingar út Parkódín úr apóteki en árið 2014 voru það 37.022. Þetta er aukning upp á 6,5 prósent samkvæmt nýjum tölum sem Embætti landlæknis birti í dag. Mest aukning notenda milli ára er í notkun oxýcódons eða 29,5 prósent. Fjöldi þeirra sem notuðu oxýcódon fór úr 1.567 notendum í 2.029. Einnig varð um 8 prósent aukning milli ára í fjölda þeirra sem fengu Parkódín Forte ávísað. Aukning í fjölda notenda endurspeglar þá þróun sem hefur verið í ávísunum þessara lyfja hér á landi en Ísland er í dag með Norðurlandamet í notkun verkjalyfja (t.d. Parkódín, Parkódín forte og Tramadól), svefn- og róandi lyfja (t.d. Zóplíklón og Zolpídem), róandi og kvíðastillandi lyfja (t.d. Oxazepam), flogaveikilyfja (t.d. Gabapentín) og örvandi lyfjum (t.d. Metýlfenidat og Amfetamín) samkvæmt upplýsingum frá Embætti landlæknis. „Þetta er búið að vera þekkt í áraraðir með mörg af þessum lyfjum en það er nýtt að við séum orðin hæst á Norðurlöndunum í verkjalyfjum,“ segir Ólafur B. Einarsson verkefnisstjóri lyfjamála hjá Embætti landlæknis. Menn staldra sérstaklega við þrjátíu prósent fjölgun notenda oxýcódon. Þetta er mjög sterkt verkjalyf, oft selt undir heitinu OxyContin. Lyfið er notað til að meðhöndla langvarandi sársauka og er náskylt heróíni. Embætti landlæknis veit í raun ekki hvers vegna notendum þessa lyfs hefur fjölgað milli ára. Ólafur B. Einarsson segir að ástæðan geti verið fjölgun þeirra sem þurfi á sterkum verkjalyfjum að halda vegna sársauka eða aukin fíkn og neyslan sé að birtast í auknum ávísunum. „Það er alltaf í gangi reglubundið eftirlit hér hjá embætti landlæknis með ávísunum þessara lyfja. Við hins vegar náum bara að bregðast við þessum allra alvarlegustu málum. Eins líka ef að það berast tilkynningar um misnotkun, fíkn eða annað slíkt þá reynum við að bregðast við því.“
Lyf Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Sjá meira