Gunnhildur: Finnst við hafa náð að vinna vel úr þessu stóra tapi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. nóvember 2016 15:00 Gunnhildur Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins. Mynd/S2/Böddi Gunnhildur Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins, er sannfærð um að hún og stelpurnar nái að hrista af sér tapið út í Slóvakíu á laugardaginn. „Við erum spenntar fyrir þessum leik. Við fengum skell á laugardaginn og erum staðráðnar í því að gera betur á morgun (í kvöld),“ sagði Gunnhildur Gunnarsdóttir eftir æfingu íslenska liðsins í gær. Íslensku stelpurnar mæta Portúgal klukkan 19.30 í Laugardalshöllinni í kvöld. Íslenska liðið tapaði með 46 stigum út í Slóvakíu um helgina en hvað klikkaði í þeim leik? „Ég held bara að við höfum mætt liði sem er miklu miklu betra en við. Við áttum erfitt í sókninni. Þær eru stórar og það er sama hvað við við vorum að reyna á móti þeim inn í teig því það gekk ekki neitt að stoppa þær,“ sagði Gunnhildur. „Við hittum líka illa fyrir utan og töpuðum alltof mikið af boltum. Það gekk bara ekkert upp hjá okkur,“ sagði Gunnhildur. Framundna er úrslitaleikur um þriðja sætið í riðlinum á móti Portúgal. Fyrri leikurinn tapaðist úti en þá áttu íslensku stelpurnar ekki góðan leik. „Við erum bara spenntar og tilbúnar í verkefnið á morgun. Mér finnst við hafa náð að vinna vel úr þessu stóra tapi á laugardaginn,“ sagði Gunnhildur. Íslenska liðið hefur misst marga leikmenn frá því í Evrópukeppninni í fyrra og þar á meðal eru byrjunarliðsmenn eins og Helena Sverrisdóttir og Bryndís Guðmundsdóttir. Sú síðasta til að detta út var Pálína Gunnlaugsdóttir sem meiddist í leiknum á laugardaginn. „Okkur vantar marga góða leikmenn en í stað þeirra eru margir góðir leikmenn að koma inn. Það tekur tíma fyrir okkur að spila okkur saman og læra á hverja aðra. Slóvakarnir voru líka með betra lið núna en í fyrra en fyrir mér er þessi leikur á móti Slóvakíu bara búinn,“ sagði Gunnhildur. „Við förum inn í leikinn til að vinna,“ sagði Gunnhildur og það gerðu þær í síðasta leik á móti Ungverjum í febrúar. „Ætlum við horfum ekki bara á hann í kvöld,“ segir Gunnhildur hlæjandi. „Ungverjaleikurinn var einstakur og þetta var þvílíkur sigur og góður leikur. Ég vona bara að við náum að rífa upp stemmninguna á morgun (í dag) og fylla höllina,“ sagði Gunnhildur. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Pálína ekki með gegn Portúgal Pálína Gunnlaugsdóttir verður ekki með íslenska landsliðinu þegar það mætir því portúgalska í undankeppni EM í körfubolta í Laugardalshöllinni á morgun. 22. nóvember 2016 11:22 Afmælisbarnið Sigrún: Erum með marga flotta karaktera í liðinu Sigrún Sjöfn Ámundadóttir verður í stóru hlutverki hjá íslenska kvennalandsliðinu í körfubolta á afmælisdaginn sinn. 23. nóvember 2016 13:00 Erfitt fyrir Helenu að horfa á íslenska liðið tapa út í Slóvakíu Helena Sverrisdóttir var mætt á æfingu hjá íslenska kvennalandsliðinu í körfubolta í gær en hún á von á barni og getur ekki hjálpað liðinu inn á vellinum í kvöld þegar stelpurnar mæta Portúgal í Laugardalshöllinni. 23. nóvember 2016 10:30 Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fleiri fréttir Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Sjá meira
Gunnhildur Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins, er sannfærð um að hún og stelpurnar nái að hrista af sér tapið út í Slóvakíu á laugardaginn. „Við erum spenntar fyrir þessum leik. Við fengum skell á laugardaginn og erum staðráðnar í því að gera betur á morgun (í kvöld),“ sagði Gunnhildur Gunnarsdóttir eftir æfingu íslenska liðsins í gær. Íslensku stelpurnar mæta Portúgal klukkan 19.30 í Laugardalshöllinni í kvöld. Íslenska liðið tapaði með 46 stigum út í Slóvakíu um helgina en hvað klikkaði í þeim leik? „Ég held bara að við höfum mætt liði sem er miklu miklu betra en við. Við áttum erfitt í sókninni. Þær eru stórar og það er sama hvað við við vorum að reyna á móti þeim inn í teig því það gekk ekki neitt að stoppa þær,“ sagði Gunnhildur. „Við hittum líka illa fyrir utan og töpuðum alltof mikið af boltum. Það gekk bara ekkert upp hjá okkur,“ sagði Gunnhildur. Framundna er úrslitaleikur um þriðja sætið í riðlinum á móti Portúgal. Fyrri leikurinn tapaðist úti en þá áttu íslensku stelpurnar ekki góðan leik. „Við erum bara spenntar og tilbúnar í verkefnið á morgun. Mér finnst við hafa náð að vinna vel úr þessu stóra tapi á laugardaginn,“ sagði Gunnhildur. Íslenska liðið hefur misst marga leikmenn frá því í Evrópukeppninni í fyrra og þar á meðal eru byrjunarliðsmenn eins og Helena Sverrisdóttir og Bryndís Guðmundsdóttir. Sú síðasta til að detta út var Pálína Gunnlaugsdóttir sem meiddist í leiknum á laugardaginn. „Okkur vantar marga góða leikmenn en í stað þeirra eru margir góðir leikmenn að koma inn. Það tekur tíma fyrir okkur að spila okkur saman og læra á hverja aðra. Slóvakarnir voru líka með betra lið núna en í fyrra en fyrir mér er þessi leikur á móti Slóvakíu bara búinn,“ sagði Gunnhildur. „Við förum inn í leikinn til að vinna,“ sagði Gunnhildur og það gerðu þær í síðasta leik á móti Ungverjum í febrúar. „Ætlum við horfum ekki bara á hann í kvöld,“ segir Gunnhildur hlæjandi. „Ungverjaleikurinn var einstakur og þetta var þvílíkur sigur og góður leikur. Ég vona bara að við náum að rífa upp stemmninguna á morgun (í dag) og fylla höllina,“ sagði Gunnhildur.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Pálína ekki með gegn Portúgal Pálína Gunnlaugsdóttir verður ekki með íslenska landsliðinu þegar það mætir því portúgalska í undankeppni EM í körfubolta í Laugardalshöllinni á morgun. 22. nóvember 2016 11:22 Afmælisbarnið Sigrún: Erum með marga flotta karaktera í liðinu Sigrún Sjöfn Ámundadóttir verður í stóru hlutverki hjá íslenska kvennalandsliðinu í körfubolta á afmælisdaginn sinn. 23. nóvember 2016 13:00 Erfitt fyrir Helenu að horfa á íslenska liðið tapa út í Slóvakíu Helena Sverrisdóttir var mætt á æfingu hjá íslenska kvennalandsliðinu í körfubolta í gær en hún á von á barni og getur ekki hjálpað liðinu inn á vellinum í kvöld þegar stelpurnar mæta Portúgal í Laugardalshöllinni. 23. nóvember 2016 10:30 Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fleiri fréttir Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Sjá meira
Pálína ekki með gegn Portúgal Pálína Gunnlaugsdóttir verður ekki með íslenska landsliðinu þegar það mætir því portúgalska í undankeppni EM í körfubolta í Laugardalshöllinni á morgun. 22. nóvember 2016 11:22
Afmælisbarnið Sigrún: Erum með marga flotta karaktera í liðinu Sigrún Sjöfn Ámundadóttir verður í stóru hlutverki hjá íslenska kvennalandsliðinu í körfubolta á afmælisdaginn sinn. 23. nóvember 2016 13:00
Erfitt fyrir Helenu að horfa á íslenska liðið tapa út í Slóvakíu Helena Sverrisdóttir var mætt á æfingu hjá íslenska kvennalandsliðinu í körfubolta í gær en hún á von á barni og getur ekki hjálpað liðinu inn á vellinum í kvöld þegar stelpurnar mæta Portúgal í Laugardalshöllinni. 23. nóvember 2016 10:30