Lögreglumaðurinn sakaður um að hafa farið fram á síma, flugmiða og hálfa milljón fyrir upplýsingagjöf Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. nóvember 2016 17:11 Maðurinn starfaði hjá fíkniefnadeild lögreglunnar og sat í gæsluvarðhaldi vegna málsins. vísir/gva Lögreglumaður sem sat í gæsluvarðhaldi í janúar síðastliðnum grunaður um brot í starfi er ákærður fyrir spillingu, brot gegn þagnarskyldu og brot í opinberu starfi. Greint var frá því í liðinni viku að lögreglumaðurinn hefði verið ákærður en ekki fékkst aðgangur að ákærunni þar sem hún hafði ekki verið birt sakborningum. Nú hefur það hins vegar verið gert og hefur Vísir ákæruna undir höndum. Ákæruliðirnir sem snúa að lögreglumanninum eru alls fjórir en auk hans eru tveir aðrir menn ákærðir í málinu sem lögreglumaðurinn átti í samskiptum við vegna starfs síns.Eiga að hafa hist á fundi í Öskjuhlíð Í fyrsta lið ákærunnar er lögreglumaðurinn, sem starfaði í fíkniefnadeild lögreglunnar, ákærður fyrir brot gegn þagnarskyldu í starfi og annar mannanna er ákærður fyrir hlutdeild í broti lögreglumannsins. Er því lýst í ákærunni að mennirnir hafi hist í Öskjuhlíð í Reykjavík síðsumars eða síðla hausts 2015. Á fundi þeirra á lögreglumaðurinn að hafa upplýst manninn um að hann hefði ekki heyrt minnst á hann hjá samstarfsmönnum sínum í deildinni í einn og hálfan til tvo mánuði. Þá á hann einnig að hafa greint manninum frá innra skipulagi og málefnum fíkniefnadeildar auk þess að greina honum frá nöfnum og hlutverki lögreglumanna í deildinni. Þá á lögreglumaðurinn einnig að hafa upplýst ítrekað um skráningar í upplýsingakerfi lögreglunnar sem heldur utan um fíkniefnamál, mansal og vændi þegar upplýsingar sem vörðuðu manninn voru skráðar þar. Gerðist þetta frá árinu 2013 til ársloka 2015 og er maðurinn ákærður fyrir að hafa hvatt lögreglumanninn til þess að láta sér upplýsingarnar í té.Sakaður um að hafa sent manninum sms og heimtað pening Í öðrum lið ákærunnar er lögreglumaðurinn og maðurinn sem ákærður er í fyrsta ákærulið ákærðir fyrir spillingu. Er lögreglumanninum gefið að sök að hafa látið meðákærða „lofa sér og tekið við frá honum Nokia 130 síma, og í lok mars 2015 eða síðar móttekið Samsung Galaxy fame síma að andvirði kr. 19.990 [...] í tengslum við starf ákærða [...] sem lögreglumaður,“ að því er segir í ákæru. Lögreglumaðurinn er einnig ákærður fyrir spillingu vegna sms-skilaboða sem hann sendi meðákærða í ágúst 2012 þar sem hann á að hafa heimtað pening af manninum.Ætlaði að láta manninn hafa skýrslu frá slitastjórn Kaupþings Þriðji liður ákærunnar snýr einnig að spillingu og er lögreglumaðurinn ákærður auk annars manns sem ekki er ákærður í liðum eitt og tvö. Á lögreglumaðurinn að hafa verið í sms-samskiptum við manninn þar sem hann lét lofa sér hálfri milljón í peningum og tveimur flugmiðum með WOW air gegn því að lögreglumaðurinn útvegaði meðákærða skýrslu PriceWaterHouseCoopers um Kaupþing banka sem bar yfirskriftina „Slitastjórn Kaupþings banka hf. „Project Staying Alive“ September 2010. Strictly confidential.“Ákærður fyrir stórfellda og ítrekað vanrækslu og hirðuleysi í starfi Í fjórða lið ákærunnar er lögreglumaðurinn svo ákærður fyrir brot í opinberu starfi. Á maðurinn að hafa „gerst sekur um stórfellda og ítrekaða vanrækslu og hirðuleysi í starfi sínu, með því að varðveita 1,18 grömm af amfetamíni og 10 millilítra af vefaukandi sterum af gerðinni bodenón undecýlenat og 20 millilítra af testósterón prípíónati í skrifborðsskúffu á vinnustað sínum [...]“ eins og segir í ákæru. Þá er lögreglumaðurinn einnig ákærður fyrir stórfellda og ítrekaða vanrækslu og hirðuleysi í starfi sínu „með því að hafa varðveitt tvær loftskammbyssur í skrifborðsskúffu á vinnustað sínum, en ákærði sem taldi byssurnar hafa verið haldlagðar af lögreglu, gat ekki skýrt hvaða máli þær tengdust, en þær átti að varðveita í geymslu fyrir haldlagða muni.“ Fréttir af flugi Tengdar fréttir Lögreglumaður í gæsluvarðhaldi: Er á fimmtugsaldri og enginn nýgræðingur Ríkissaksóknari fær aðstoð lögreglu við rannsókn á alvarlegum brotum lögreglumanns sem situr í gæsluvarðhaldi. Þingmaður Pírata segir nauðsyn að koma upp virku eftirliti með störfum lögreglu. 6. janúar 2016 06:00 Maður um fertugt handtekinn Karlmaður um fertugt hefur verið handtekinn í tengslum við rannsókn embættis Ríkissaksóknara á alvarlegum brotum lögreglumanns er í gæsluvarðhaldi. 6. janúar 2016 18:03 Lögreglumaður ákærður fyrir brot í starfi Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur síðar í þessum mánuði. 15. nóvember 2016 00:03 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira
Lögreglumaður sem sat í gæsluvarðhaldi í janúar síðastliðnum grunaður um brot í starfi er ákærður fyrir spillingu, brot gegn þagnarskyldu og brot í opinberu starfi. Greint var frá því í liðinni viku að lögreglumaðurinn hefði verið ákærður en ekki fékkst aðgangur að ákærunni þar sem hún hafði ekki verið birt sakborningum. Nú hefur það hins vegar verið gert og hefur Vísir ákæruna undir höndum. Ákæruliðirnir sem snúa að lögreglumanninum eru alls fjórir en auk hans eru tveir aðrir menn ákærðir í málinu sem lögreglumaðurinn átti í samskiptum við vegna starfs síns.Eiga að hafa hist á fundi í Öskjuhlíð Í fyrsta lið ákærunnar er lögreglumaðurinn, sem starfaði í fíkniefnadeild lögreglunnar, ákærður fyrir brot gegn þagnarskyldu í starfi og annar mannanna er ákærður fyrir hlutdeild í broti lögreglumannsins. Er því lýst í ákærunni að mennirnir hafi hist í Öskjuhlíð í Reykjavík síðsumars eða síðla hausts 2015. Á fundi þeirra á lögreglumaðurinn að hafa upplýst manninn um að hann hefði ekki heyrt minnst á hann hjá samstarfsmönnum sínum í deildinni í einn og hálfan til tvo mánuði. Þá á hann einnig að hafa greint manninum frá innra skipulagi og málefnum fíkniefnadeildar auk þess að greina honum frá nöfnum og hlutverki lögreglumanna í deildinni. Þá á lögreglumaðurinn einnig að hafa upplýst ítrekað um skráningar í upplýsingakerfi lögreglunnar sem heldur utan um fíkniefnamál, mansal og vændi þegar upplýsingar sem vörðuðu manninn voru skráðar þar. Gerðist þetta frá árinu 2013 til ársloka 2015 og er maðurinn ákærður fyrir að hafa hvatt lögreglumanninn til þess að láta sér upplýsingarnar í té.Sakaður um að hafa sent manninum sms og heimtað pening Í öðrum lið ákærunnar er lögreglumaðurinn og maðurinn sem ákærður er í fyrsta ákærulið ákærðir fyrir spillingu. Er lögreglumanninum gefið að sök að hafa látið meðákærða „lofa sér og tekið við frá honum Nokia 130 síma, og í lok mars 2015 eða síðar móttekið Samsung Galaxy fame síma að andvirði kr. 19.990 [...] í tengslum við starf ákærða [...] sem lögreglumaður,“ að því er segir í ákæru. Lögreglumaðurinn er einnig ákærður fyrir spillingu vegna sms-skilaboða sem hann sendi meðákærða í ágúst 2012 þar sem hann á að hafa heimtað pening af manninum.Ætlaði að láta manninn hafa skýrslu frá slitastjórn Kaupþings Þriðji liður ákærunnar snýr einnig að spillingu og er lögreglumaðurinn ákærður auk annars manns sem ekki er ákærður í liðum eitt og tvö. Á lögreglumaðurinn að hafa verið í sms-samskiptum við manninn þar sem hann lét lofa sér hálfri milljón í peningum og tveimur flugmiðum með WOW air gegn því að lögreglumaðurinn útvegaði meðákærða skýrslu PriceWaterHouseCoopers um Kaupþing banka sem bar yfirskriftina „Slitastjórn Kaupþings banka hf. „Project Staying Alive“ September 2010. Strictly confidential.“Ákærður fyrir stórfellda og ítrekað vanrækslu og hirðuleysi í starfi Í fjórða lið ákærunnar er lögreglumaðurinn svo ákærður fyrir brot í opinberu starfi. Á maðurinn að hafa „gerst sekur um stórfellda og ítrekaða vanrækslu og hirðuleysi í starfi sínu, með því að varðveita 1,18 grömm af amfetamíni og 10 millilítra af vefaukandi sterum af gerðinni bodenón undecýlenat og 20 millilítra af testósterón prípíónati í skrifborðsskúffu á vinnustað sínum [...]“ eins og segir í ákæru. Þá er lögreglumaðurinn einnig ákærður fyrir stórfellda og ítrekaða vanrækslu og hirðuleysi í starfi sínu „með því að hafa varðveitt tvær loftskammbyssur í skrifborðsskúffu á vinnustað sínum, en ákærði sem taldi byssurnar hafa verið haldlagðar af lögreglu, gat ekki skýrt hvaða máli þær tengdust, en þær átti að varðveita í geymslu fyrir haldlagða muni.“
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Lögreglumaður í gæsluvarðhaldi: Er á fimmtugsaldri og enginn nýgræðingur Ríkissaksóknari fær aðstoð lögreglu við rannsókn á alvarlegum brotum lögreglumanns sem situr í gæsluvarðhaldi. Þingmaður Pírata segir nauðsyn að koma upp virku eftirliti með störfum lögreglu. 6. janúar 2016 06:00 Maður um fertugt handtekinn Karlmaður um fertugt hefur verið handtekinn í tengslum við rannsókn embættis Ríkissaksóknara á alvarlegum brotum lögreglumanns er í gæsluvarðhaldi. 6. janúar 2016 18:03 Lögreglumaður ákærður fyrir brot í starfi Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur síðar í þessum mánuði. 15. nóvember 2016 00:03 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira
Lögreglumaður í gæsluvarðhaldi: Er á fimmtugsaldri og enginn nýgræðingur Ríkissaksóknari fær aðstoð lögreglu við rannsókn á alvarlegum brotum lögreglumanns sem situr í gæsluvarðhaldi. Þingmaður Pírata segir nauðsyn að koma upp virku eftirliti með störfum lögreglu. 6. janúar 2016 06:00
Maður um fertugt handtekinn Karlmaður um fertugt hefur verið handtekinn í tengslum við rannsókn embættis Ríkissaksóknara á alvarlegum brotum lögreglumanns er í gæsluvarðhaldi. 6. janúar 2016 18:03
Lögreglumaður ákærður fyrir brot í starfi Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur síðar í þessum mánuði. 15. nóvember 2016 00:03