Trump ætlar að „yfirgefa viðskiptaheiminn með öllu“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. nóvember 2016 12:47 Vill einbeita sér að forsetaembættinu. Vísir/Getty Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna ætlar sér að „yfirgefa viðskiptaheiminn með öllu“ til þess að einbeita sér að forsetaembættinu. Þetta kemur fram á Twitter-síðu hins verðandi forseta. Þar kemur fram að hann muni kynna nánari tilhögun á blaðamannafundi þann 15. desember ásamt börnum sínum. Trump hefur hingað til gefið lítið fyrir gagnrýni þess efnis að víðfeðmt viðskiptaveldi hans muni skapa hagsmunaárekstra þegar hann tekur við embætti forseta. Trump stundar viðskipti í um 20 löndum víða um heim. Óttast sumir að Trump muni beita áhrifum sínum sem forseti til þess að beina viðskiptum að sínum eigin fyrirtækjum. Greint hefur verið frá því að erindrekar erlendra ríkja sæki nú í nýtt hótel Trump í Washington. Þá hefur einnig verið greint frá því að Trump hafi þrýst á Nigel Farage að beita sér fyrir því að koma í veg fyrir að vindorkuver yrði reist í Skotlandi vegna þess að það myndi skyggja á útsýnið frá golfvelli Trump þar í landi. Trump hefur hingað til sagt að hann muni láta börnin sín sjá um rekstur Trump-veldisins en óvíst er hvort að það sem hann muni tilkynna í desember sé einhver breyting frá því.Tweets by realDonaldTrump Donald Trump Tengdar fréttir Kvikmyndaframleiðandi frá Wall Street verður fjármálaráðherra Bandaríkjanna Steve Mnuchin starfaði áður hjá Goldman Sachs bankanum og hefur framleitt fjölda Hollywood kvikmynda. 30. nóvember 2016 11:19 Trump og Romney snæddu saman Líklegt þykir að Trump vilji skipa Romney í embætti utanríkisráðherra. 30. nóvember 2016 09:02 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Fleiri fréttir Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Sjá meira
Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna ætlar sér að „yfirgefa viðskiptaheiminn með öllu“ til þess að einbeita sér að forsetaembættinu. Þetta kemur fram á Twitter-síðu hins verðandi forseta. Þar kemur fram að hann muni kynna nánari tilhögun á blaðamannafundi þann 15. desember ásamt börnum sínum. Trump hefur hingað til gefið lítið fyrir gagnrýni þess efnis að víðfeðmt viðskiptaveldi hans muni skapa hagsmunaárekstra þegar hann tekur við embætti forseta. Trump stundar viðskipti í um 20 löndum víða um heim. Óttast sumir að Trump muni beita áhrifum sínum sem forseti til þess að beina viðskiptum að sínum eigin fyrirtækjum. Greint hefur verið frá því að erindrekar erlendra ríkja sæki nú í nýtt hótel Trump í Washington. Þá hefur einnig verið greint frá því að Trump hafi þrýst á Nigel Farage að beita sér fyrir því að koma í veg fyrir að vindorkuver yrði reist í Skotlandi vegna þess að það myndi skyggja á útsýnið frá golfvelli Trump þar í landi. Trump hefur hingað til sagt að hann muni láta börnin sín sjá um rekstur Trump-veldisins en óvíst er hvort að það sem hann muni tilkynna í desember sé einhver breyting frá því.Tweets by realDonaldTrump
Donald Trump Tengdar fréttir Kvikmyndaframleiðandi frá Wall Street verður fjármálaráðherra Bandaríkjanna Steve Mnuchin starfaði áður hjá Goldman Sachs bankanum og hefur framleitt fjölda Hollywood kvikmynda. 30. nóvember 2016 11:19 Trump og Romney snæddu saman Líklegt þykir að Trump vilji skipa Romney í embætti utanríkisráðherra. 30. nóvember 2016 09:02 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Innlent Fleiri fréttir Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Sjá meira
Kvikmyndaframleiðandi frá Wall Street verður fjármálaráðherra Bandaríkjanna Steve Mnuchin starfaði áður hjá Goldman Sachs bankanum og hefur framleitt fjölda Hollywood kvikmynda. 30. nóvember 2016 11:19
Trump og Romney snæddu saman Líklegt þykir að Trump vilji skipa Romney í embætti utanríkisráðherra. 30. nóvember 2016 09:02