Norsk tröll María Bjarnadóttir skrifar 9. desember 2016 07:00 Tveimur dögum áður en ákærur voru gefnar út í nokkrum málum vegna hatursáróðurs á Íslandi mælti norski forsætisráðherrann fyrir nýrri aðgerðaáætlun þarlendra stjórnvalda gegn hatri og hatursáróðri í samfélaginu. Áætlunin er til fimm ára og aðgerðirnar ýmiss konar, meðal annars lagabreytingar. Ábyrgð fjölmiðla og ritstjóra á haturstali verður endurskoðuð og metið verður hvort byggja eigi á sérfræðiáliti refsiréttarprófessors um að konur njóti einnig verndar hegningarlaga frá hatursumræðu. Þetta er ákveðin stefnubreyting hjá frændum okkar. Hingað til hafa norsk stjórnvöld einbeitt sér að því að auka fræðslu og menntun um lýðræðisleg gildi, tjáningarfrelsið og mikilvægi þess að nota internetið með ábyrgum hætti. Þau hafa styrkt frjáls félagasamtök sem hafa þann tilgang einan að mæta hatri með rökum, húmor og andsvörum því að þau töldu að eina leiðin til þess að losna við tröllin af internetinu væri að draga þau fram í dagsljósið. Fjöldi misformlegra sjálfboðaliðahreyfinga hefur unnið á sama hátt; baðað internettröllin í sólskini staðreynda og raka í þeirri trú að löggjöf og refsingar séu ekki leiðin til þess að þau fari aftur inn í fordómahellinn sinn og haldi sig þar. Reynsla Norðmanna er þó sú að tröllin verða ekki að steini í sólinni. Þau virðast njóta hennar, stækka og lokka fram önnur tröll og efla tröllaeðlið í venjulegu fólki. Internettröllin virðast því lúta öðrum lögmálum en þau sem við lesum um í þjóðsögunum. Að minnsta kosti þessi norsku. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Bjarnadóttir Mest lesið „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Tveimur dögum áður en ákærur voru gefnar út í nokkrum málum vegna hatursáróðurs á Íslandi mælti norski forsætisráðherrann fyrir nýrri aðgerðaáætlun þarlendra stjórnvalda gegn hatri og hatursáróðri í samfélaginu. Áætlunin er til fimm ára og aðgerðirnar ýmiss konar, meðal annars lagabreytingar. Ábyrgð fjölmiðla og ritstjóra á haturstali verður endurskoðuð og metið verður hvort byggja eigi á sérfræðiáliti refsiréttarprófessors um að konur njóti einnig verndar hegningarlaga frá hatursumræðu. Þetta er ákveðin stefnubreyting hjá frændum okkar. Hingað til hafa norsk stjórnvöld einbeitt sér að því að auka fræðslu og menntun um lýðræðisleg gildi, tjáningarfrelsið og mikilvægi þess að nota internetið með ábyrgum hætti. Þau hafa styrkt frjáls félagasamtök sem hafa þann tilgang einan að mæta hatri með rökum, húmor og andsvörum því að þau töldu að eina leiðin til þess að losna við tröllin af internetinu væri að draga þau fram í dagsljósið. Fjöldi misformlegra sjálfboðaliðahreyfinga hefur unnið á sama hátt; baðað internettröllin í sólskini staðreynda og raka í þeirri trú að löggjöf og refsingar séu ekki leiðin til þess að þau fari aftur inn í fordómahellinn sinn og haldi sig þar. Reynsla Norðmanna er þó sú að tröllin verða ekki að steini í sólinni. Þau virðast njóta hennar, stækka og lokka fram önnur tröll og efla tröllaeðlið í venjulegu fólki. Internettröllin virðast því lúta öðrum lögmálum en þau sem við lesum um í þjóðsögunum. Að minnsta kosti þessi norsku. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun