Sameiginlegur fundur þingmanna Norðvesturkjördæmis og Fjórðungssambands Vestfirðinga sem haldinn var í dag er sammála um að hvergi verði hnikað né frestað fyrirhuguðu útboði á Dýrafjarðargöngum í janúar næstkomandi.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Fjórðungssambandinu.
Samstaða sé um að Dýrafjarðargöng verði fullfjármögnuð í fjárlögum 2017 og að verkefnið haldi tímaáætlun með opnun ganganna 2020. Fyrir liggi forgangsröðun verkefna í samgönguáætlun 2015-2018 sem og í ríkisfjármálum 2017-2021.
