Styttist í að garðyrkjufólk fari að klóra sér í höfðinu yfir hlýindunum Birgir Olgeirsson skrifar 7. desember 2016 13:17 "Við erum farin að sjá brum þrútna, sem við sjáum yfirleitt alltaf í febrúar.“ Vísir/Valli „Ef hlýindin halda áfram fer maður að klóra sér í höfðinu,“ segir Kristinn H. Þorsteinsson, fræðslu- og verkefnisstjóri hjá Garðyrkjufélagi Íslands, um hlýindin sem eru yfir landinu. Þetta milda loft sem er yfir landinu er engin óska staða fyrir garðyrkjufólk. „Við vonum að það fari kólnandi og helst vildum við sjá smá snjó yfir jörðinni,“ segir Kristinn en snjórinn verndar gróður fyrir frostskemmdum. „Hann verndar að klaki hlaupi ekki niður í jörðina og fer betur með ræturnar,“ segir Kristinn. Þó svo að hann hafi ekki áhyggjur af ástandinu enn sem komið er þá er ákveðin óvissa sem fylgir svona mildu veðri um vetur. „Við erum farin að sjá brum þrútna, sem við sjáum yfirleitt alltaf í febrúar,“ segir Kristinn en þegar gróðurinn nær slíku ástandi getur hann orðið illa úti ef það snögg kólnar og frystir. „Áhyggjur okkar eru ekkert mjög stórar. Plöntur hafa mjög mikinn sveigjanleika gagnvart svona löguðu. Ljós vekur þær upp á vorin og við erum að fara inn í skammdegið. En við vitum ekki nákvæmlega hvað getur gerst. Við óskum þess að hitastig lækki, ekki endilega að það komi frost en það fari kannski niður í tvær til þrjár gráður,“ segir Kristinn. Hann bendir á að árið 2014 kom vetur sem garðyrkjufólk taldi mjög hagstæðan öllum gróðri en engu að síður komu margar plöntur illa undan vetri. Kristinn segir ástæðuna ekki liggja fyrir og þetta sýni að það sé alltaf eitthvað nýtt að læra þegar kemur að náttúrunni. Hann bendir á að vorið og sumarið hafi verið afar gott, og naut gróðurinn góðs af því og fór fyrir vikið afar þroskaður inn í veturinn. Veður Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Sjá meira
„Ef hlýindin halda áfram fer maður að klóra sér í höfðinu,“ segir Kristinn H. Þorsteinsson, fræðslu- og verkefnisstjóri hjá Garðyrkjufélagi Íslands, um hlýindin sem eru yfir landinu. Þetta milda loft sem er yfir landinu er engin óska staða fyrir garðyrkjufólk. „Við vonum að það fari kólnandi og helst vildum við sjá smá snjó yfir jörðinni,“ segir Kristinn en snjórinn verndar gróður fyrir frostskemmdum. „Hann verndar að klaki hlaupi ekki niður í jörðina og fer betur með ræturnar,“ segir Kristinn. Þó svo að hann hafi ekki áhyggjur af ástandinu enn sem komið er þá er ákveðin óvissa sem fylgir svona mildu veðri um vetur. „Við erum farin að sjá brum þrútna, sem við sjáum yfirleitt alltaf í febrúar,“ segir Kristinn en þegar gróðurinn nær slíku ástandi getur hann orðið illa úti ef það snögg kólnar og frystir. „Áhyggjur okkar eru ekkert mjög stórar. Plöntur hafa mjög mikinn sveigjanleika gagnvart svona löguðu. Ljós vekur þær upp á vorin og við erum að fara inn í skammdegið. En við vitum ekki nákvæmlega hvað getur gerst. Við óskum þess að hitastig lækki, ekki endilega að það komi frost en það fari kannski niður í tvær til þrjár gráður,“ segir Kristinn. Hann bendir á að árið 2014 kom vetur sem garðyrkjufólk taldi mjög hagstæðan öllum gróðri en engu að síður komu margar plöntur illa undan vetri. Kristinn segir ástæðuna ekki liggja fyrir og þetta sýni að það sé alltaf eitthvað nýtt að læra þegar kemur að náttúrunni. Hann bendir á að vorið og sumarið hafi verið afar gott, og naut gróðurinn góðs af því og fór fyrir vikið afar þroskaður inn í veturinn.
Veður Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Fleiri fréttir Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Sjá meira