Hömlulausar listasmiðjur ungmenna á Akureyri Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 7. desember 2016 11:00 Kjartan er verkefnastjóri menningarmála í Ungmennahúsinu Rósenberg og á myndinni á veggnum er samstarfsmaður hans Jóhann Malmquist. „Hömlulaus 2016 er yfirskrift fimm daga listasmiðja undir handleiðslu starfandi akureyskra listamanna. Þær eru í Ungmennahúsinu Rósenberg við Skólastíg 2 og þar gefst fólki á aldrinum 15 til 25 ára kostur á að efla færni og hugmyndasköpun,“ segir Kjartan Sigtryggsson, verkefnastjóri menningarmála í Rósenberg. Hann lýsir dagskránni nánar. „Fatahönnunarsmiðja er í höndum Anítu Hirlekar. Hún leiðir þátttakendur í gegnum ferlið frá skissuvinnu yfir í hönnun fatnaðar og gefur hugmyndir um endurnýtingu. Leiklistarnámskeið er í umsjón Birnu Pétursdóttur sem vinnur með sögur úr lífi og reynsluheimi þeirra sem taka þátt og úr verður handrit og vídeó. Myndlistarsmiðja er í umsjón Earls James Cistam. Hann tekur fyrir samspil forms og lita og leggur áherslu á tjáningu og að virkja hugmyndaflug þátttakenda. Raftónlistarsmiðja er í höndum Sigga Sigtryggssonar (Sadjei) sem kennir uppbyggingu trommutakta, almenna notkun hljóðgervla og hvernig nota má hljóðbúta úr ýmsum áttum á skapandi hátt. Kjartan segir þetta í annað sinn sem svona listasmiðjur eru í boði í húsinu. Hið fyrra var 2014. „Ég veit tímasetningin sé ekki sú besta núna því prófatíð stendur yfir,“ segir hann. „En þetta er þjónusta sem við erum að bjóða ungu fólki á svæðinu og það er frítt að taka þátt. Leiðbeinendurnir Aníta, Birna og Siggi lærðu öll í London og Earl James Cistam í Myndlistarskólanum á Akureyri. Þau eru öll flink, hvert á sínu sviði.“ Smiðjurnar standa yfir í Rósenberg frá klukkan 16 til 20 virka daga og laugardag og sunnudag milli klukkan 10 og 17.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. desember 2016. Lífið Menning Mest lesið Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Lífið Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Lífið „Ég sá fyrir mér að ég myndi deyja langt fyrir aldur fram“ Lífið Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Lífið Stjörnulífið: Ástin í algleymingi og fáklæddar ofurskvísur Lífið Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn Lífið Kom fram í fyrsta skipti eftir andlát eiginmannsins Lífið Selja á Laugavegi og bíða eftir erfingja Lífið Andlát ungrar leikkonu skekur Suður-Kóreu Lífið Ómótstæðilegur núðluréttur á fimm mínútum Lífið Fleiri fréttir Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
„Hömlulaus 2016 er yfirskrift fimm daga listasmiðja undir handleiðslu starfandi akureyskra listamanna. Þær eru í Ungmennahúsinu Rósenberg við Skólastíg 2 og þar gefst fólki á aldrinum 15 til 25 ára kostur á að efla færni og hugmyndasköpun,“ segir Kjartan Sigtryggsson, verkefnastjóri menningarmála í Rósenberg. Hann lýsir dagskránni nánar. „Fatahönnunarsmiðja er í höndum Anítu Hirlekar. Hún leiðir þátttakendur í gegnum ferlið frá skissuvinnu yfir í hönnun fatnaðar og gefur hugmyndir um endurnýtingu. Leiklistarnámskeið er í umsjón Birnu Pétursdóttur sem vinnur með sögur úr lífi og reynsluheimi þeirra sem taka þátt og úr verður handrit og vídeó. Myndlistarsmiðja er í umsjón Earls James Cistam. Hann tekur fyrir samspil forms og lita og leggur áherslu á tjáningu og að virkja hugmyndaflug þátttakenda. Raftónlistarsmiðja er í höndum Sigga Sigtryggssonar (Sadjei) sem kennir uppbyggingu trommutakta, almenna notkun hljóðgervla og hvernig nota má hljóðbúta úr ýmsum áttum á skapandi hátt. Kjartan segir þetta í annað sinn sem svona listasmiðjur eru í boði í húsinu. Hið fyrra var 2014. „Ég veit tímasetningin sé ekki sú besta núna því prófatíð stendur yfir,“ segir hann. „En þetta er þjónusta sem við erum að bjóða ungu fólki á svæðinu og það er frítt að taka þátt. Leiðbeinendurnir Aníta, Birna og Siggi lærðu öll í London og Earl James Cistam í Myndlistarskólanum á Akureyri. Þau eru öll flink, hvert á sínu sviði.“ Smiðjurnar standa yfir í Rósenberg frá klukkan 16 til 20 virka daga og laugardag og sunnudag milli klukkan 10 og 17.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. desember 2016.
Lífið Menning Mest lesið Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Lífið Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Lífið „Ég sá fyrir mér að ég myndi deyja langt fyrir aldur fram“ Lífið Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Lífið Stjörnulífið: Ástin í algleymingi og fáklæddar ofurskvísur Lífið Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn Lífið Kom fram í fyrsta skipti eftir andlát eiginmannsins Lífið Selja á Laugavegi og bíða eftir erfingja Lífið Andlát ungrar leikkonu skekur Suður-Kóreu Lífið Ómótstæðilegur núðluréttur á fimm mínútum Lífið Fleiri fréttir Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira