Ný PISA-könnun: Ísland lélegast á Norðurlöndum og undir OECD-meðaltali Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. desember 2016 10:44 PISA-rannsóknin er framkvæmd á þriggja ára fresti Vísir/Vilhelm Ísland er á niðurleið í stærðfræðilæsi, lesskilningi og vísindalæsi samkvæmt niðurstöðum nýrrar Pisa-könnunnar. Norðurlöndin öll eru fyrir ofan Ísland í öllum flokkum auk þess sem að Ísland er undir OECD-meðaltali í öllum flokkum. PISA-rannsóknin er framkvæmd á þriggja ára fresti og gefur vísbendingar um breytingar á frammistöðu nemenda yfir tíma ásamt því að meta stöðu þeirra við lok skyldunáms. Íslenskir nemendur í 10. bekk tóku þátt í PISA könnuninni vorið 2015 í sjötta sinn. Frammistaða íslenskra nemenda versnar frá síðustu könnum sem náði til ársins 2012 og líkt og sjá má á gagnvirku korti hér er Ísland á niðurleið í öllum flokkum. Sé miðað við könnunina frá árinu 2006 hefur frammistöðu íslenskra nemenda hrakað. Íslenskir nemendur fá 467 stig í vísindalæsi þar sem OECD-meðaltalið er 493. Þá fá þeir 485 stig í lesskilningi þar sem OECD-meðaltalið er einnig 493. Að lokum fá íslenskir nemendur 488 stig í stærðfræðiskilningi þar sem OECD-meðaltalið er 490. Helstu niðurstöður má sjá neðst í fréttinni. Staðan aldrei verri Niðurstöðurnar benda til þess að læsi íslenskra nemenda á náttúruvísindi hafi hrakað mikið á síðastliðnum áratug. Læsi á stærðfræði hefur einnig hrakað stöðugt frá því að það var fyrst metið árið 2003. Þetta er mikil breyting á stöðu íslenskra nemenda og hefur hún aldrei verið verri í öllum þremur sviðum PISA og er hún áberandi verri en á hinum Norðurlöndunum. Í Noregi, Danmörku og Svíþjóð hefur þróunin batnað en í Finnlandi versnar staðan mikið ár frá ári. Finnar er þó enn með mun betri útkomu en aðrar þjóðir. Singapúr er efst í öllum flokkum en Finnar og Danir eru efst Norðurlanda í stærðfræðilæsi, Finnar leiða einnig í lesskilningi og vísindalæsi. Sjá má niðurstöður PISA-könnunarinnar hér auk þess sem að skoða má töflur yfir frammistöðu ríkja á vef The Guardian. PISA-könnun Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Takmarkaðar framfarir í PISA könnunum undanfarinn áratug Ísland er meðal þeirra landa þar sem hlutfall þeirra sem standa sig verst í PISA könnunum OECD hefur hækkað á síðasta áratug. OECD telur þetta geta haft slæm félagsleg og efnahagsleg áhrif. 18. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira
Ísland er á niðurleið í stærðfræðilæsi, lesskilningi og vísindalæsi samkvæmt niðurstöðum nýrrar Pisa-könnunnar. Norðurlöndin öll eru fyrir ofan Ísland í öllum flokkum auk þess sem að Ísland er undir OECD-meðaltali í öllum flokkum. PISA-rannsóknin er framkvæmd á þriggja ára fresti og gefur vísbendingar um breytingar á frammistöðu nemenda yfir tíma ásamt því að meta stöðu þeirra við lok skyldunáms. Íslenskir nemendur í 10. bekk tóku þátt í PISA könnuninni vorið 2015 í sjötta sinn. Frammistaða íslenskra nemenda versnar frá síðustu könnum sem náði til ársins 2012 og líkt og sjá má á gagnvirku korti hér er Ísland á niðurleið í öllum flokkum. Sé miðað við könnunina frá árinu 2006 hefur frammistöðu íslenskra nemenda hrakað. Íslenskir nemendur fá 467 stig í vísindalæsi þar sem OECD-meðaltalið er 493. Þá fá þeir 485 stig í lesskilningi þar sem OECD-meðaltalið er einnig 493. Að lokum fá íslenskir nemendur 488 stig í stærðfræðiskilningi þar sem OECD-meðaltalið er 490. Helstu niðurstöður má sjá neðst í fréttinni. Staðan aldrei verri Niðurstöðurnar benda til þess að læsi íslenskra nemenda á náttúruvísindi hafi hrakað mikið á síðastliðnum áratug. Læsi á stærðfræði hefur einnig hrakað stöðugt frá því að það var fyrst metið árið 2003. Þetta er mikil breyting á stöðu íslenskra nemenda og hefur hún aldrei verið verri í öllum þremur sviðum PISA og er hún áberandi verri en á hinum Norðurlöndunum. Í Noregi, Danmörku og Svíþjóð hefur þróunin batnað en í Finnlandi versnar staðan mikið ár frá ári. Finnar er þó enn með mun betri útkomu en aðrar þjóðir. Singapúr er efst í öllum flokkum en Finnar og Danir eru efst Norðurlanda í stærðfræðilæsi, Finnar leiða einnig í lesskilningi og vísindalæsi. Sjá má niðurstöður PISA-könnunarinnar hér auk þess sem að skoða má töflur yfir frammistöðu ríkja á vef The Guardian.
PISA-könnun Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Takmarkaðar framfarir í PISA könnunum undanfarinn áratug Ísland er meðal þeirra landa þar sem hlutfall þeirra sem standa sig verst í PISA könnunum OECD hefur hækkað á síðasta áratug. OECD telur þetta geta haft slæm félagsleg og efnahagsleg áhrif. 18. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira
Takmarkaðar framfarir í PISA könnunum undanfarinn áratug Ísland er meðal þeirra landa þar sem hlutfall þeirra sem standa sig verst í PISA könnunum OECD hefur hækkað á síðasta áratug. OECD telur þetta geta haft slæm félagsleg og efnahagsleg áhrif. 18. febrúar 2016 07:00