Þeir þingmenn sem hafa kvartað vitna í lög frá 2013 sem ætlað er að vernda börn gegn áróðri sem þessum sem geti „skaðað heilsu og þroska“ barna.
Samkvæmt frétt Guardian snýr málið að stuðningi EA við átak gegn fordómum gegn LGBT-fólki í Englandi sem heitir Rainbow Laces. Spilarar geta öðlast ókeypis búninga í regnbogalitum í leiknum.
Í fyrra lögðu þingmenn Kommúnistaflokksins frá lagafrumvarp sem myndi gera yfirvöldum Rússlands kleift að sekta eða fangelsa alla þá sem stigu fram og ræddu samkynhneigð sína opinberlega.