Óformlegur fundur Pírata, Vinstri grænna, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Samfylkingarinnar hefst í Alþingishúsinu á öðrum tímanum í dag. Munu leiðtogar flokkanna hittast á þessum fundi og fara yfir það hvort grundvöllur sé fyrir formlegum stjórnarmyndunarviðræðum.
Þetta er fyrsti opinberi fundurinn sem Píratar eiga með öðrum flokkum eftir að Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, veitti Birgittu Jónsdóttur, þingflokksformanni Pírata, formlegt umboð til myndun ríkisstjórnar síðastliðinn föstudag.
Ekki er reiknað með því að þessi fundur verði mjög langur en að honum loknum munu leiðtogar hvers flokks funda með sínu fólki og kynna fyrir þeim það sem kom fram á fundinum og kanna hvort vilji sé fyrir því að halda þessum viðræðum áfram.
Áður höfðu þessir flokkar rætt saman í nóvember síðastliðnum þegar Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, hafði stjórnarmyndunarumboðið en þær viðræður strönduðu á málefnaágreiningi Viðreisnar og Vinstri grænna um skattamál og sjávarútvegsmál.
Flokkarnir fimm ræða mögulega stjórnarmyndun

Tengdar fréttir

Bjarni vill reyna aftur við Viðreisn og Bjarta framtíð
Birgitta Jónsdóttir vill nýta komandi þing til að snúa ákvörðun kjararáðs.

Birgitta: Með efnivið í „frábæra ríkisstjórn“
Viðræður um fimm flokka ríkisstjórn hefjast í dag.