Mæðgurnar grétu báðar þegar þær féllust í faðma en móðirin gaf Rósíku til ættleiðingar fyrir þrjátíu árum, en hún var þá aðeins sex vikna gömul.
Margir stóðu í þeirri trú að Rósíku og Sigrúnu Ósk Kristjánsdóttur, sem hefur umsjón með þáttunum, myndi ekki takast að finna móðurina þar sem þær lentu í Sri Lanka með litlar sem engar vísbendingar um hvar hana væri að finna.
Þeim tókst þó ætlunarverkið með aðstoð rannsóknarblaðamanns í Colombo. Meðfylgjandi er brot úr þætti gærkvöldsins en í því má sjá endurfundi þeirra mæðgna eftir þriggja áratuga aðskilnað.