Betri jól fyrir Bandaríkjamenn en Íslendinga Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. desember 2016 09:15 Bandaríkjamenn og Íslendingar munu koma sér fyrir í sófanum þessi jólin eins og önnur og horfa á góðar jólamyndir. Christmas Vacation með Chevy Chase er klassísk. Það er óhætt að segja að jólin 2016 séu jól vinnuveitandans en ekki starfsmannsins hér á Íslandi. Af fimm lögbundnum frídögum þessi jól og áramót falla fjórir á helgi. Aðeins annar í jólum fellur á mánudag þannig að fyrri hátíðarhelgin verður þriggja daga helgi. Í Bandaríkjunum er fyrirkomulagið þannig að þegar lögbundnir frídagar falla á helgi þá færist fríið yfir á föstudaginn á undan (ef frídagurinn er á laugardegi) eða mánudaginn á eftir (ef frídagurinn er á sunnudegi). Þannig fá flestir Bandaríkjamenn frí 26. desember og einnig 2. janúar í staðinn fyrir jóladag og nýársdag. Bandaríkjamenn hafa þannig betur, ef svo má að orði komast, þessi jólin og fá tvær þriggja daga helgar á meðan Íslendingar fá aðeins eina.Frídagarnir sem glatast Lögbundnir frídagar í Bandaríkjunum eru tíu og er fimm þeirra fagnað á mánudegi svo úr verður þriggja daga helgi. Orlof í Bandaríkjunum er almennt séð af skornari skammti en hjá Íslendingum og ekki óalgengt að fólk fái tíu til fimmtán orlofsdaga á ári, a.m.k. framan af starfsævi sinni. Hér heima eru lögbundnu frídagarnir fjórtán auk aðfangadags og gamlársdags þar sem frí er frá klukkan 13. Til einföldunar mætti því segja að þeir væru fimmtán. Páskadagur og Hvítasunnudagur falla alltaf á sunnudag þannig hinn hefðbundni launþegi fær ekkert frí þessa daga. Eftir standa því þrettán dagar. Þeir frídagar sem Íslendingar eiga „á hættu“ að missa á hverju ári, dagar sem eru bundnir við dagsetningu og geta því fallið á helgi, eru svo nýársdagur, 1. maí, 17. júní, aðfangadagur, jóladagur, annar í jólum og gamlársdagur.Úrslitin 10-10 árið 2016 Eðli málsins samkvæmt ber 1. janúar upp á árinu 2017 þannig að eðlilegt væri að hafa hann í samantekt næsta árs um frídaga. Hinn venjulegi íslenski launþegi tapar árið 2016 frídegi 1. maí (sunnudagur), aðfangadag (laugardagur), jóladag (sunnudagur) og gamlársdag (laugardagur). Því dragast þrír frídagar (aðfangadagur og gamlársdagur teljast hálfir frídagar í þessari samantekt) frá þrettán og eftir standa tíu frídagar, jafnmargir þeim sem Kaninn fær árlega vestanhafs. Rétt er að taka fram að frídagatapið er sérstaklega slæmt árið 2016 og alla jafna fá Íslendingar fleiri frídaga en Kaninn. En ekki í ár. Jólafréttir Tengdar fréttir Jólainnkaupin þriðjungi ódýrari í London Munurinn er minni þegar verðið í Kaupmannahöfn er skoðað, en þar er verðið þó fjórðungi lægra. 1. desember 2016 20:00 Frumsýning á Vísi: Notalegt jólalag með Sigurði og Sigríði "Þetta á að vera klassískt og notalegt jólalag. Samt er undirliggjandi rammpólítísk ádeila í laginu þar sem það fjallar um hinn bláa jólakött, sem fólk má túlka eins og það það vill. En það er kannski meira grín en alvara," segir Sigurður Guðmundsson. 30. nóvember 2016 13:00 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Fleiri fréttir Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Sjá meira
Það er óhætt að segja að jólin 2016 séu jól vinnuveitandans en ekki starfsmannsins hér á Íslandi. Af fimm lögbundnum frídögum þessi jól og áramót falla fjórir á helgi. Aðeins annar í jólum fellur á mánudag þannig að fyrri hátíðarhelgin verður þriggja daga helgi. Í Bandaríkjunum er fyrirkomulagið þannig að þegar lögbundnir frídagar falla á helgi þá færist fríið yfir á föstudaginn á undan (ef frídagurinn er á laugardegi) eða mánudaginn á eftir (ef frídagurinn er á sunnudegi). Þannig fá flestir Bandaríkjamenn frí 26. desember og einnig 2. janúar í staðinn fyrir jóladag og nýársdag. Bandaríkjamenn hafa þannig betur, ef svo má að orði komast, þessi jólin og fá tvær þriggja daga helgar á meðan Íslendingar fá aðeins eina.Frídagarnir sem glatast Lögbundnir frídagar í Bandaríkjunum eru tíu og er fimm þeirra fagnað á mánudegi svo úr verður þriggja daga helgi. Orlof í Bandaríkjunum er almennt séð af skornari skammti en hjá Íslendingum og ekki óalgengt að fólk fái tíu til fimmtán orlofsdaga á ári, a.m.k. framan af starfsævi sinni. Hér heima eru lögbundnu frídagarnir fjórtán auk aðfangadags og gamlársdags þar sem frí er frá klukkan 13. Til einföldunar mætti því segja að þeir væru fimmtán. Páskadagur og Hvítasunnudagur falla alltaf á sunnudag þannig hinn hefðbundni launþegi fær ekkert frí þessa daga. Eftir standa því þrettán dagar. Þeir frídagar sem Íslendingar eiga „á hættu“ að missa á hverju ári, dagar sem eru bundnir við dagsetningu og geta því fallið á helgi, eru svo nýársdagur, 1. maí, 17. júní, aðfangadagur, jóladagur, annar í jólum og gamlársdagur.Úrslitin 10-10 árið 2016 Eðli málsins samkvæmt ber 1. janúar upp á árinu 2017 þannig að eðlilegt væri að hafa hann í samantekt næsta árs um frídaga. Hinn venjulegi íslenski launþegi tapar árið 2016 frídegi 1. maí (sunnudagur), aðfangadag (laugardagur), jóladag (sunnudagur) og gamlársdag (laugardagur). Því dragast þrír frídagar (aðfangadagur og gamlársdagur teljast hálfir frídagar í þessari samantekt) frá þrettán og eftir standa tíu frídagar, jafnmargir þeim sem Kaninn fær árlega vestanhafs. Rétt er að taka fram að frídagatapið er sérstaklega slæmt árið 2016 og alla jafna fá Íslendingar fleiri frídaga en Kaninn. En ekki í ár.
Jólafréttir Tengdar fréttir Jólainnkaupin þriðjungi ódýrari í London Munurinn er minni þegar verðið í Kaupmannahöfn er skoðað, en þar er verðið þó fjórðungi lægra. 1. desember 2016 20:00 Frumsýning á Vísi: Notalegt jólalag með Sigurði og Sigríði "Þetta á að vera klassískt og notalegt jólalag. Samt er undirliggjandi rammpólítísk ádeila í laginu þar sem það fjallar um hinn bláa jólakött, sem fólk má túlka eins og það það vill. En það er kannski meira grín en alvara," segir Sigurður Guðmundsson. 30. nóvember 2016 13:00 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Fleiri fréttir Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Sjá meira
Jólainnkaupin þriðjungi ódýrari í London Munurinn er minni þegar verðið í Kaupmannahöfn er skoðað, en þar er verðið þó fjórðungi lægra. 1. desember 2016 20:00
Frumsýning á Vísi: Notalegt jólalag með Sigurði og Sigríði "Þetta á að vera klassískt og notalegt jólalag. Samt er undirliggjandi rammpólítísk ádeila í laginu þar sem það fjallar um hinn bláa jólakött, sem fólk má túlka eins og það það vill. En það er kannski meira grín en alvara," segir Sigurður Guðmundsson. 30. nóvember 2016 13:00