Í nýrri skýrslu Europol er sérstaklega varað við skotárásum og bílasprengjum. Þá er talið líklegt að forysta ISIS muni færast til Líbýu.
Í skýrslunni er einnig tekið fram að hluti flóttamanna frá miðausturlöndum gætu orðið skotmörk vígamanna sem reyni að fá fólk til að ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin. Markmið þeirra sé að valda deilum meðal íbúa Evrópu og andstöðu gegn flóttafólki.
Ógnin er ekki einungis vegna vígamanna ISIS heldur einnig einstakra aðila sem aðhyllast boðskap samtakanna. Þar að auki sé Íslamska ríkið ekki ógnin heldur einnig al-Qaeda og systursamtök þeirra.
Í samtali við BBC segir Rob Wainwright, yfirmaður Europol, að aukin samvinna öryggisstofnanna Evrópu hafi þegar dregið úr möguleikum á stórum árásum, en ekki megi sofna á verðinum.
10 key judgements of Europol's report: Changes in Modus Operandi of #IS revisited. Further attacks in the #EU, likely to be attempted. #ISIS pic.twitter.com/BH0ZgXtVP7
— Europol (@Europol) December 2, 2016