Bein útsending: Þjóðin sameinast í söng klukkan 11:15 Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. desember 2016 11:00 Samsöngur í Laugarnesskóla. Vísir Dagur íslenskrar tónlistar er haldinn hátíðlegur í dag, fullveldisdaginn 1. desember. Að venju verður efnt til þjóðarsamsöngs klukkan 11:15, en þá verður þremur lögum útvarpað á helstu útvarpsstöðvum landsins og allir landsmenn hvattir til að taka undir, hvar sem þeir eru staddir. Lögin eru Vísur Vatnsenda-Rósu, Hver á sér fegra föðurland og Sautján þúsund sólargeislar úr Bláa hnettinum. „Fyrri tvö lögin þekkir þjóðin vel, það þriðja er nýtt, en undurfagurt,“ segir á vef Dags íslenskrar tónlistar en myndband með lögunum, sem og textana, má finna hér að neðan. Þjóðarsamsöngurinn hefst sem fyrr segir klukkan 11:15 og útvarpað verður frá Hörpu. Hlusta má á útsendingu Bylgjunnar frá samsöngnum hér að neðan, sem og texta og upptökur af lögunum. Sautjánþúsund sólargeislar Á hoppudjúpum himni stjörnur stukku en stráðust burt með feimnum kinna-roða er sólin sjálf hóf bjartan dag að boða með barmafylli af morgungeisla lukku. Þá undur lífsins reis og fór á fætur og furður heimsins dönsuðu í ljósi þess hlýja dags er umvafði mig hrósi með hlátrasköllum fram til næstu nætur. Ég ósk’ að sautjánþúsund sólargeislar klappi þér á kinn með sautjánþúsund sólargeisla happi vinur minn. Svo eina nótt þá brást mér sólin bjarta því blíðust morgunstund varð aldrei rauð sól sökk í hafið, drukknaði, var dauð og drottnað hefur síðan nóttin svarta. Nú hvorki tungl né skærar stjörnur skína því skýin hafa himin tekið yfir svo varla nokkurt strá hér lengur lifir. Brátt lífið deyr ef ekki fer að hlýna. Ég ósk’ að sautjánþúsund sólargeislar klappi þér á kinn með sautjánþúsund sólargeisla happi vinur minn. Vísur Vatnsenda-Rósu Augun mín og augun þín, ó, þá fögru steina. Mitt er þitt og þitt er mitt, þú veist hvað ég meina. Langt er síðan sá ég hann, sannlega fríður var hann. Allt sem prýða má einn mann, mest af lýðum bara hann. Þig ég trega manna mest, mædd af táraflóði. Ó, að við hefðum aldrei sést, elsku vinurinn góði. Hver á sér fegra föðurland Hver á sér fegra föðurland, með fjöll og dal og bláan sand, með norðurljósa bjarmaband og björk og lind í hlíð? Með friðsæl býli, ljós og ljóð, svo langt frá heimsins vígaslóð. Geym, drottinn, okkar dýra land er duna jarðarstríð. Hver á sér meðal þjóða þjóð, er þekkir hvorki sverð né blóð en lifir sæl við ást og óð og auð, sem friðsæld gaf? Við heita brunna, hreinan blæ og hátign jökla, bláan sæ, hún uni grandvör, farsæl, fróð og frjáls - við ysta haf. Ó, Ísland, fagra ættarbyggð, um eilífð sé þín gæfa tryggð, öll grimmd frá þinni ströndu styggð og stöðugt allt þitt ráð. Hver dagur liti dáð á ný, hver draumur rætist verkum í svo verði Íslands ástkær byggð ei öðrum þjóðum háð Svo aldrei framar Íslands byggð sé öðrum þjóðum háð. Dagur íslenskrar tónlistar Mest lesið Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Fleiri fréttir Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Sjá meira
Dagur íslenskrar tónlistar er haldinn hátíðlegur í dag, fullveldisdaginn 1. desember. Að venju verður efnt til þjóðarsamsöngs klukkan 11:15, en þá verður þremur lögum útvarpað á helstu útvarpsstöðvum landsins og allir landsmenn hvattir til að taka undir, hvar sem þeir eru staddir. Lögin eru Vísur Vatnsenda-Rósu, Hver á sér fegra föðurland og Sautján þúsund sólargeislar úr Bláa hnettinum. „Fyrri tvö lögin þekkir þjóðin vel, það þriðja er nýtt, en undurfagurt,“ segir á vef Dags íslenskrar tónlistar en myndband með lögunum, sem og textana, má finna hér að neðan. Þjóðarsamsöngurinn hefst sem fyrr segir klukkan 11:15 og útvarpað verður frá Hörpu. Hlusta má á útsendingu Bylgjunnar frá samsöngnum hér að neðan, sem og texta og upptökur af lögunum. Sautjánþúsund sólargeislar Á hoppudjúpum himni stjörnur stukku en stráðust burt með feimnum kinna-roða er sólin sjálf hóf bjartan dag að boða með barmafylli af morgungeisla lukku. Þá undur lífsins reis og fór á fætur og furður heimsins dönsuðu í ljósi þess hlýja dags er umvafði mig hrósi með hlátrasköllum fram til næstu nætur. Ég ósk’ að sautjánþúsund sólargeislar klappi þér á kinn með sautjánþúsund sólargeisla happi vinur minn. Svo eina nótt þá brást mér sólin bjarta því blíðust morgunstund varð aldrei rauð sól sökk í hafið, drukknaði, var dauð og drottnað hefur síðan nóttin svarta. Nú hvorki tungl né skærar stjörnur skína því skýin hafa himin tekið yfir svo varla nokkurt strá hér lengur lifir. Brátt lífið deyr ef ekki fer að hlýna. Ég ósk’ að sautjánþúsund sólargeislar klappi þér á kinn með sautjánþúsund sólargeisla happi vinur minn. Vísur Vatnsenda-Rósu Augun mín og augun þín, ó, þá fögru steina. Mitt er þitt og þitt er mitt, þú veist hvað ég meina. Langt er síðan sá ég hann, sannlega fríður var hann. Allt sem prýða má einn mann, mest af lýðum bara hann. Þig ég trega manna mest, mædd af táraflóði. Ó, að við hefðum aldrei sést, elsku vinurinn góði. Hver á sér fegra föðurland Hver á sér fegra föðurland, með fjöll og dal og bláan sand, með norðurljósa bjarmaband og björk og lind í hlíð? Með friðsæl býli, ljós og ljóð, svo langt frá heimsins vígaslóð. Geym, drottinn, okkar dýra land er duna jarðarstríð. Hver á sér meðal þjóða þjóð, er þekkir hvorki sverð né blóð en lifir sæl við ást og óð og auð, sem friðsæld gaf? Við heita brunna, hreinan blæ og hátign jökla, bláan sæ, hún uni grandvör, farsæl, fróð og frjáls - við ysta haf. Ó, Ísland, fagra ættarbyggð, um eilífð sé þín gæfa tryggð, öll grimmd frá þinni ströndu styggð og stöðugt allt þitt ráð. Hver dagur liti dáð á ný, hver draumur rætist verkum í svo verði Íslands ástkær byggð ei öðrum þjóðum háð Svo aldrei framar Íslands byggð sé öðrum þjóðum háð.
Dagur íslenskrar tónlistar Mest lesið Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Fleiri fréttir Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Sjá meira